Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 27
skilningur er á starfseminni. Það er alveg víst að fólki sem lifir á hug- verktöku mun fjölga verulega á næstu árum, fólki sem hefur sér- hæft sig á mismunandi sviðum, hefur mismunandi reynslu, mennt- un og þekkingu. Unga fólkið, saga og menning Annað atriði, sem tengist menningu, mannlífi og sögu og vert er að minna á, eru möguleik- arnir sem atvinnuuppbygging á þessu sviði getur skapað fyrir ungt fólk. Kannski er fátt eins mikilvægt og unga fólkið í samhengi við þessa umræðu um menningarstofn- anir, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Það vill nefnilega brenna við að það gleymist þegar verið er að reyna að byggja upp fjölþættara at- vinnulíf í dreifbýlinu að láta fjöl- breytnina ná niður í yngri aldurs- hópana, niður á framhaldsskóla- stigið.. Auðvitað er fjölbreytni ekki síður mikilvæg meðal ungs fólks en annarra. Rétt eins og hjá þeim full- orðnu eru áhugamálin ólík og ef menn fá ekki vinnu við hæfi í heimabyggð, t.d. á sumrin á meðan þeir eru enn í námi, minnka líkum- ar verulega á búsetu þar til langs tíma. Þarna er þörf á markvissari stefnu sveitarfélaga sem oftast eru rekstaraðilar menningarstofnana. Annars vegar þurfa þau að hafa yfirsýn yfir hvaða möguleikar eru fyrir hendi til atvinnusköpunar í tengslum við menningarstarfið og hins vegar skortir hreinlega oft verulega á að þau hafi yfirsýn yfir unga fólkið sitt, á hverju það hefur áhuga og í hverju það er að mennta sig. Ég er sannfærður um að þau sveitarfélög og svæði sem gera vel við unga fólkið sitt á meðan það er enn í námi og kappkosta að hlúa að og laða til sín starfsemi sem byggir á hugviti eiga eftir að uppskera ríkulega í framtíðinni. Ég tala nú ekki um ef starfsemin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif. Ráðgjöf og ráðunautar Atvinnuráðgjafar, eins og ráðu- nautar vissulega eru, geta í sam- vinnu við sveitarfélögin gert ýmis- legt til að skapa hagstæð skilyrði fyrir slíka starfsemi og aðstoðað við að koma henni á laggirnar. Þetta kallast að fjárfesta í mannauði og við það hafa menn stundum ver- ið alltof feimnir. Það mætti vel hugsa sér að sveitarfélög legðu t.d. til húsnæði eða einhverja aðstöðu til að byggja upp slíkan rekstur eða gerðu samstarfssamninga við ný fyrirtæki ungs fólks í heimabyggð sem myndu þá sinna ákveðnum verkefnum og einnig vinna skap- andi vinnu á eigin vegum. Ég sé fyrir mér að hlutverk ráðu- nauta í þessu samhengi sé að hvetja íbúa dreifbýlisins til dáða við að hagnýta búsetulandslagið og menn- ingararfinn, ásamt því að eggja menningarfélög, stofnanir og sveit- arstjómir til afreka á þessu sviði. Þeir gætu bent á leiðir og tækifæri, aðstoðað við áætlanagerð, fjár- mögnun, skipulagningu og undir- búning. Þeir gætu einnig stuðlað að gæðaþróun og samvinnu með því að leiða saman kunnáttumenn og heimamenn sem hyggjast þróa söluvaming og þjónustu. Þannig gætu ráðunautarnir gert ómetanlegt gagn við að skapa réttu aðstæðumar, lagt mönnum til verk- færi og leitt saman harðsnúinn hóp manna sem í sameiningu myndu óhræddir grafa eftir gulli og ger- semum í menningararfi og sögu hvers svæðis og koma uppskerunni í verð með góðum árangri. Molar Sameiginlegt lífsviðhorf bænda og neytenda Bændasamtökin í Danmörku (Landboforeningeme) efndu fyrir nokkm til námsstefnu um siðfræði í landbúnaði. Stjómandi hennar, John Engelbrecht, heimspekingur, benti þar á að líta megi á landbún- aðinn út ffá „bláu“ eða „rauðu“ sjónarhomi. Frá „bláu“ sjónar- homi væri landbúnaðarinn eins og hver önnur framleiðslugrein, sem lyti sínum náttúrulögmálum, án þess að nein siðfræðileg gildi komi þar við sögu. Framleiðslu- og við- skiptahagsmunir hafa verið hreyfi- aflið í langri framfarasókn nútíma- samfélaga og hafa þar skilað gríðarlega miklum árgangri. Þetta hefur hins vegar gerst á kostnað „rauðs“ hugsunarháttar sem byggir á tilfinningum og því gildismati sem af þeim leiða. Nú verður að snúa við blaðinu annars á landbúnaðarinn ekki bjarta framtíð. Það á að halda á lofti góðum sögum um skilning á þörfum nátt- úrunnar og búfjárins. Það niunu neytendur kunna að meta og uin það munu þeir snúa bökum saman við bændur. (Bondevennen nr. 18/2001). Fremstir í ESB Danskir mjólkurbændur, sem nú eru komnir niður í 8.900, eru með stærstan mjólkurkvóta að meðaltali allra bænda í ESB, eða rúmlega 500 þúsund kg. Næst á eftir koma breskir, hollenskir og sænskir bændur. Með minnstan kvóta eru hins vegar bændur í Austurríki, Grikklandi og Portú- gal, um 40 þúsund kg að meðal- tali. Þróunin í þessum efnum hefur verið hröð í Danmörku því að fyr- ir tveimur árum var meðalkvótinn þar 420 þúsund kg. Frá þeim tíma hafa orðið viðskipti með 6% kvót- ans og 9% framleiðenda hafa hætt. (Landsbladet/Bondevennen nr. 19/2001). ÉR6VR 8/2001 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.