Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 28

Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 28
Um gæsir og gæsaveiðar Inngangur Fuglaveiðar eru ein grein hlunn- inda sem áður fyrr skipti miklu varðandi fæðuöflun og afkomu fólks. Þótt ekki sé lengur sama þörf fyrir fuglinn til matar, þá hafa fuglaveiðar átt vaxandi vinsældum að fagna. Nútíma fuglaveiðar eru ekki síður tómstundagaman og úti- vera en fæðuöflun. A síðari árum hafa fuglaveiðar í vaxandi mæli tengst ferðaþjónustu, ekki hvað síst gæsaveiðar. Eftirfarandi grein er byggð á rit- gerð eftir Ágúst Þorgeirsson (agust.thorgeirsson@isl.is). Hún var liður í mastersnámi hans í um- hverfisfræðum við Háskóla íslands á vorönn 2000. Greinin er mjög fróðleg og nytsamleg, en höfundur byggir hana, auk almennrar heim- ildaöflunar, á könnun meðal bænda. Hann kannaði sölu á gæs í verslanir og veiðiálag á gæsir. Það er mat undirritaðs að efni ritgerðarinnar eigi erindi til sem flestra sem eitt- hvað tengjast gæs og gæsa- veiðum. Því verða helstu efnisatriði hennar rakin hér í örstuttu máli. Margæs Veiðistofnar á íslandi Hér á landi em leyfðar tímabundn- ar veiðar á grágæs, heiðagæs, blesgæs og helsingja en margæs er alfriðuð. Heiðagœs hef- Heiðagæs ur fjölgað á síð- ustu áratugum og hefur stofn- inn tífaldast síð- an um 1950 og er nú um 200 - 250 þúsund 28 - FR6VR 8/2001 Árni Snæbjörnsson, hlunninda- ráðunautur BÍ fuglar. Heiðagæsin verpir aðallega á hálendi landsins. Veiðitími er frá 20. ágúst til 15. mars. Árið 1998 vom veiddar rúmlega 15.000 heiðagæsir. Grágœs hefur einnig fjölgað síðustu áratugi og verpir hún um allt land og víða á svæðum þar sem lítið var um grágæs áður. Talið er að grá- gæs hafi fækkað allrasíðustu ár en samkvæmt mati frá 1993 á íslenskum gæsum í Skotlandi, þá var stofninn um 80 þúsund fuglar. Veiðitími er frá 20. ágúst til 15. mars. Frá 1995 hafa verið veiddar um 35-41 þúsund grá- gæsir árlega. Blesgœs hefur líka fjölgað að undanförnu og er stofn- inn talinn vera um 33 þúsund fugl- ar. Þær koma hér við á leið sinni til og frá Græn- landi vor og haust og halda sig einkum á láglendi á Suðurlandi og við Faxaflóa. Veiðitími er frá 1. september til 15. mars. Árið 1998 voru veiddar rúmlega 3.000 bles- gæsir. Helsingja hefur fjölgað síðari ára- tugi og er stofninn talinn vera um 40-45 þúsund fuglar. Fuglinn kemur hér við á leið sinni til og frá Græn- landi vor og haust en sjaldgæft er að helsingi verpi hér. Á vorin halda þeir sig einkum í Skagafirði og Húnavatnssýslum en á haustin í Skaftafellssýslum þótt vissulega sjáist þeir við og við í öðrum landshlutum. Veiðitími er frá 1. september til 1. mars með þeirri und- antekningu að hann er friðaður í Austur - Skaftafell- sýslu til 25. september. Árið 1998 voru veiddir r ú m 1 e g a 2.000 hels- ingjar. Gæsaveiðar á íslandi Gæsin hefur löngum verið eftir- sóttur veiðifugl. Fyrr á öldum hlóðu menn réttir og smöluðu gæs í þær þegar hún var í sárum. Á átjándu öld eru skotveiðar komnar til sögunnar og upp úr 1980 aukast gæsaveiðar verulega. Grágæsa- veiðar eru einkum stundaðar í heimalöndum bænda en veiðar á heiðagæs fara bæði fram í heima- löndum og á hálendi. Flestir bænd- ur telja að ásókn veiðimanna aukist jafnt og þétt og svo virðist sem veitt sé á liðlega helmingi bújarða. Áætlað er að allt að 5.000 veiði- menn stundi gæsaveiðar. Atvinna af gæsaveiðum. Hér á landi eru það tveir hópar fólks sem stunda gæsaveiðar, þ.e. sportveiðimenn og atvinnumenn, en skil á milli þessara hópa eru oft óljós. Gæs er seld í kjötborðum stórmarkaða og er vinsæl á veit- ingahúsum. Það færist í vöxt að bændur og aðrir landeigendur leigi rétt til gæsaveiða eða nýti sér veiði-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.