Freyr - 01.06.2001, Page 38
2. tafla. Merking æðarfugls og könnun á endurheimtum í varpinu á Rifi á árunum 1993-2000.
Endurheimta.
Fangaðar Hlutfall áður
Ár Kollur í varpi alls Fangaðar kollur, fjöldi Fangaðar kollur % af fjölda í varpi Fangaðar kollur áðu m rt irj C' C' C' Os 0\ Os ^ r mer r- os ON ktar árið kollur áður oo o\ , . 2 av nierktar, On Os .. — f.ioldi Fangaðar kollur ný- merkingar, fjöldi merktra fugla í því sem árlcga er fangað
1993 248 110 44 110 110
1994 236 55 23 26 26 29 47
1995 205 31 15 10 1 11 20 35
1996 219 41 19 13 5 1 19 22 46
1997 250 46 18 15 2 0 4 21 25 46
1998 270 72 27 12 4 1 2 6 25 47 35
1999 230 54 24 11 1 1 1 6 8 28 26 52
2000 304 65 21 11 5 1 3 3 8 3 34 31 52
Heimild: Smári Lúðvíksson, Rift.
ið 2000 og verður áhugavert að sjá
þróun varpsins í framtíðinni.
Á árunum 1987-1989 er hólminn
fullsetinn og augljóst að ekki kom-
ast fleiri hreiður fyrir, en þá eru þar
um 200 hreiður eða 1,67 hreiður á
fermetra. Eftir að nýi hólminn kem-
ur jafnast varpið nokkuð á milli
þeirra.1 Ætla má að stærð varpsins
geti náð allt að 1200 hreiðrum
miðað við þennan þéttleika.
Sá ágalli er á gamla hólmanum
að grjótið sem myndar undirstöðu
hans virðist eftirsóknarvert afdrep
fyrir mink og þrátt fyrir að hliðar
hans hafi verið klæddar með þéttu
neti, þá hefur það ekki reynst full-
nægjandi vöm gegn þessum vá-
gesti.4
Vorið 1993 hófust merkingar á
æðarfugli í hólmunum. Mest var
merkt árið 1993 eða 44% varp-
fugla, en síðan um 15-27% varp-
fugla á hverju vori. Merkingamar
byggjast á tilviljanakenndu úrtaki
úr hópnum ár hvert, án vitundar um
það hvort verið var að fanga fugl
sem áður hafði verið merktur eða
hvort um áður ómerktan fugl var að
ræða.5 Merkingamar gefa mikils-
verða vísbendingu um endurheimt-
ur í varp.
Síðasti dálkurinn í 2. töflu sýnir
árlegt hlutfall merktra fugla í því
sem fangað var. Ef áttunda ár
(2000) merkinga er skoðað kemur í
ljós að af þeim 65 æðarkollum sem
fangaðar voru eru 34 með merki frá
árunum 1993-1999, eða 52%. Árin
á undan eru endurheimtur 36-52%.
Engar spurnir hafa borist af því að
merktur fugl frá Rifi hafi komið í
varp annars staðar.
Þegar tekið er tillit til árlegra af-
falla, sem hér á landi hafa mælst
um 8% 6 og einnig að árlega geta
10-30% kvenfugla (allt að 65%)
sleppt úr varpi einstök ár7, þá er
hlutfall merktra fugla af þeim sem
fangaður er árlega nærri því sem
búast mætti við ef kollumar halda
tryggð við varpstað. Því má draga
þá ályktun af þessum niðurstöðum,
að æðarkollurnar á Rifi halda
tryggð við þetta nýja og manngerða
varp þótt einhverjar geti hugsan-
lega leitað annað. Á tæpum áratug
Rif á Snæfellsnesi. Nýi hólminn vorið 1998.
Ljósm. Árni Snæbjörnsson.
Úr gamla hólmanum á Rifi. íbúðabyggðin á kambinum í
baksýn. Ljósm. Ámi Snæbjömsson.
38 - pR€VR 8/2001