Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 5
ELEKTRON
51
Menn sjá nú, að þegar akkerið
dregst að segulnum hreyfist armurinn
með liðnum frá hjólinu og leyfir þá
hakinu að falla niður á næstu töun
lijólsins. Fjöðrin S, sem livílir á arm-
inum þrýstir honum nú nær hjólinu
og með hakinu flyzt þrýstingurinn
yfir á hjólið og snýr því.
Upphaflega voru sumar gerðir
klukkna, sem notuðu rafsegulinn til
þess að ýta hakinu gegn hjólinu, en
það þótti óheppilegt sökum þess, að
segullinn veitti svo hart og snöggt
högg, sem gat skemt hinar fíngerðu
tennur hjólsins. Fjöðrin sér fyrir
jafnari og mýkri hreyfingum.
2. mynd.
Þessar klukkur hafa reynst ágæt-
lega og þurfa varla hins minsla eft-
irlits.
Mr. G. B. Bowell, lijá The Silenl
Eleclric Clock Company hefir innleilt
klukku, sem er því sem næst hljóð-
laus, af nýrri og fallegri gerð.
Það getur ávalt hent með flestallar
rafmagnsklukkur, að eftir því sem
fram líða stundir, slitni lennurnar og
hökin svo, að hjólið geti færst fram
um tvær tennur í stað einnar, eða
jafnvel skroppið af (»klikkað«). Við
klukku Mr. Bowell’s getur þetta ekki
átt sér stað, því að uppfunding hans
gerir hakið óþarft með því að nota
Z lagað akkeri, sem eingöngu getur
snúist áfram. Þessi klukka hefir einn-
ig þann kost, til hvers sem skal nota
hana, að hún er algerlega hljóðlaus.
Akkerinu er haldið milli skauta
símagnaðs1) seguls. í þverstefnu við
skaut þessi eru rafsegulskaut, sem
eru umleikin af rafmagnsstraumi
hverja hálfa mínútu. Magn segulsins
er afmátað með hreyfanlegu hjóli, svo
að þegar rafsegullinn er segulmagn-
aður er hann nógu sterkur til þess
að yfirbuga aðdrátt símagnaða seg-
ulsins. Akkerið hreyfist því hverja
hálfa mínútu um 90 stig, svo það
verður í línu við skaut rafsegulsins,
og þegar straumurinn hættir, hreyfist
það áfram um önnur 90 stig í línu
við skaut símagnaða segulsins. Sjá
2. mynd.
Slík klukkuhreyfing hefir þá kosti,
að akkerið verður laust við segul-
magnsleifar, átt straumsins gerir eng-
an mismun og ómögulegt að vísarnir
hreyfist of langt, því að akkerið er
altaf undir barðinu á segulnum. Þessi
útbúnaður hefir alla kosti, en enga
galla gömlu gerðarinnar, aðalfjöðr-
inni og liemli hennar er slept.
Er óþarft að segja nokkuð frekar
um endingu hennar og þaraf leiðandi
getu til að starfa lengi og áreiðanlega.
Við höfum kynt okkur lijáklukk-
urnar, og skulum nú athuga frum-
klukkuna, sem stjórnar hinum, og er
venjulega kölluð aðalklukka.
3. nujnd sýnir aðalklukku Messrs.
Gent & Company. Sveiflanir hengils-
ins knýja, með hakútbúnaði, fimtán
tanna sperrihjól, sem fer eina umferð
á hverri hálfri mínútu. Eitt tannfar-
ið er dýpra en hin, og þegar hakið
fellur niður í það, slæst framlenging
armsins A upp og þrýstir á lóðrétta
hluta stöðvarans B, (annars hreyfist
hún aðeins fram og aftur innan bogna
hluta stöðvarans). Við það losnar
vogarstöngin C, sem hjólið D er á.
Vogarstöngin fellur ákveðna vegar-
lengd, og um leið og hún fellur velt-
1). Símagnaður = permanent.