Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 14

Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 14
56 ELEKTRÖN til þess að verka á talsímamóttökutækið mun vera 1 rétlu hlutfalli við fjarlægðina milli hæzta og lægsta öldulags, hvar sem er á línunni. Ef talsímahringrásir okkar hefðu aðeins fyrirstöðu, myndi öldulagið vera hið sama við móttökuendann sem við sendi- endann, en áhrif stöðurafmagnsrýmisins og eiginíleiðslunnar aflagar öldulag útsenda straumsins. í öðru lagi er öldulag móttekna straums- ins 1 langri talslmahringrás ekki eingöngu mjög veikt heldur einnig aflagað. Veiklunin kemur aðeins fram í því, að hljóðmagnið 1 móttökutækinu er minna; en áhrif aflögun- arinnar koma fram 1 framburði orðanna (articulation). Eins og margir starfrækjendur vita, eru til hringrásir þar sem móttekna hljóðmagnið er mikið, en framburðurinn slælegur. Eins ber það oft við, að framburð- urinn sé lýtalaus, en hljóðmagnið mjög lítið. Á mjög löngum loftlínum mun hins fyrra verða vart, en hins síðara á sumum tegundum jarðsíma. Áhrifabreytileiki stöðurafmagnrýmis og eiginíleiðslu í talsímahringrásum var upp- götvaður þegar í byrjun talsímaverkfræði starfsins. Það var sýnt fram á, að þessi á- hrif voru gagnstæð og það var sannað stærðfræðislega, að hægt væri að afmarka svo stöðurafmagnsrými og eiginíleiðslu tal- símahringrásar, að hægt yrði að tala eftir henni eins og hringrás, sem hefði hvorugt þessara einkenna. I reyndinni (practice) hefir það viðtangsefni verið leyst á þann hátt, að eiginíleiðslan hefir verið aukin í talsímahringrásum sem hafa mikið stöðuraf- magnsrými, og þaðan kemur orðið „hleðsla". Eg þykist hafa orðið þess var, að orðið „hleðsla“ hafi verið misskilið af ýmsum, sem ekki eru vel heima í talsímaverkfræði, sökum þess, að í daglegu tali táknar það að fylla eitthvað, hvort sem það er notað um vagn eða byssu. En þegar orðið er notað 1 talsimaverkfræði (og við með hleðslunni i raun og veru aukum þunga hringrásarinnar) þá hægjum við ekkert á henni i sama skilningi og þegar vagnlest hægir á sér ef þungi hennar er aukinn með þvi að bæta vögnum aftan við. Það er mjög erfitt að taka nokkuð hliðstætt, auðskilið dæmi, og samlikingar við vísindalegar fræðisetningar eru sjaldan réttar, enda þótt þær geti stundum komið að notum. Eg held samt að eg ætti í þessum fyrirlestri að reyna að taka hliðstætt dæmi. Ef eg tek eins yards langan streng, held í annan enda hans og sveifla honum í hring yfir höfði mér, mun eg þurfa töluvert afl til þess að láta strenginn yfirbuga fyrirstöðu loftsins. Ef eg nú festi einhvern lítinn þunga við annan endann, verður ef til vill dálítið erfitt að koma honum á hreyfingu, en eftir að það er einu sinni búið, þarf lítið til þess að halda ferðinni við. Svo er, að þunginn hefir aukið hreyfimagn strengsins og gerir mér léttara að sigra fyrirstöðu loftsins. Þetta sýnir að nokkru leyti, þótt ófull- komlega sé, hvað á sér stað í talsímahring- rás þegar við hlöðum hana. I raun og veru aukum við hreyfiafl straumsins og stuðlum þannig að hreyfingu hans gegn fyrirstöðu hringrásarinnar. Hér í landi*) hefir hleðsla aðeins verið notuð á neðanjarðarhringrásum, með þvt að hennar er slður þörf á loftlínum. Neð- anjarðar talsímahriugrásir hafa tiltölulega mikið stöðurafmagnsrými og mjög litla eig- inlleiðslu. Áhrif stöðurafmagnsrýmisins aleins, í talsímahringrás eru þau, að safna fyrir orku straumsins eitt augnablik og sleppa henui síðan. Það hvorki drekkur i sig né eyðir orkunni, en áhrifin af þessari fyrirsöfnun og lausn orkunnar á víxl verka á móti straumnum, sem veitt er inn í hring- rásina frá sendiendanum. Stöðurafmagns- rými neðanjarðarhringrása er óhætt að ætla jafn dreift eftir allri lengd hennar, og áhrif þau sem eg einmitt hefi lýst eiga sér stað eftir allri lengd hringrásarinnar. x Ennfremur. I 25 mílna langri hringrás gæti straumurinn, sem t sendiendanum hefði aflfylli táknaða með t. d. 100, haft í móttökuendanum aflfylli, sem 1 hlutfalli við hina yrði sex. Þetta virðist nú furðuleg rýrnun, en hún á sér einmitt stað á meðal- línu milli London og Liverpool, þar sem samtöl þó ganga vel. I langri talstmhring- rás, þar sem rétt er á takmörkunum að heyrist, er móttekni straumurinn minni en 1 af hundraði af þeim útsenda. Eins og eg hefi áður tekið fram, hafa neðanjarðarhringrásir mjög litla eigin- lleiðslu, en áhrif hennar leitast þó við að koma 1 veg fyrir að orka safnist fyrir 1 rými hringrásarinnar, og tilgangurinn með að hlaða er sá, að auka eiginíleiðsluna og á þann hátt að varna því enn frekar, að rýmið taki upp mikið af orkunni. íleiðsla hringrásar er aukin með því að setja 1- *) í Englandi. — Ritstj.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.