Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 16

Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 16
58 • ELEKTRON sendiferðir um alla Kongsins Kanp- mannahöfn. Bærinn var þá ekki svo ikja fjölmennur, og það sem var utan viggirðinganna taldist ekki með bæn- um. Það kom þó stundum fyrir að senda þurfti út fyrir Kaupmanna- höfn, en þá fengu sendlarnir sér- staka borgun fyrir þær ferðir. Árið 1862 var gefin út skipun um að hafa stöðvar í bæjum þeim sem konungurinn dvaldi í, opnar allan sólarhringinn. Símritararnir máttu þó sofa á nóttunni á stöðinni, ef þeir byggju þannig um sig að auð- velt væri að vekja þá þegar með þyrfti. Nýja lalsímakerfl Iristíanía. Stærsta sjálfvirka talsímakerfi í Norðurálfunni. Eins og áður hefir verið getið um hér 1 blaðinu*), er verið að breyta frá rótum tal- símakerfinu í Kristianíu. Það er langt síð- an að farið var að ræða um endurlagningu þessa talsímakerfis, og nú eru liðin 5 ár síðan nefnd var skipuð í málinu, að tilhlut- un forstjóra ríkissímanna norsku, herra Heftye, til að rannsaka og ihuga og koma með tillögur um endurlagningu á talsíma- kerfinu. I nefnd þessa voru skipaðir: Abild yfirverkfræðingur, Engset skrifstofustjóri í ritsímastjórninni norsku og Iversen talsíma- stjóri í Kristíaníu. Og eru þetta vafalaust færustu mennirnir, sem Norðmenn eiga á að skipa í þessum efnum. Og eftir að þessir menn höfðu rannsakað málið ýtarlega í 3 ár, rneðal annars með því, að fara kynnis- ferðir til Ameríku og ýmsra landa í Evrópu, lögðu þeir eindregið til að kerfinu yrði breytt í alsjálfvirkt (full-automatic) símakerfi. Nú var útboð gert á þessu nýja símakerfi og tilboðin voru komin til símastjórnarinn- ar í lok febrúarmánaðar í fyrra, en sakir ýmsra erfiðleika, var ekki hægt að ákveða fyr en í síðastl. janúar, hverju tilboðinu skyldi tekið. En að rannsaka og gera rétt upp á rnilli slíkra tilboða, er eitt af vanda- *) Sbr. Eleklron 1916, bls. 26. sömustu verkefnum talsímaverkfræðingsins. Enda var í þessu lilfelli skipuð 5 manna nefnd, til að dæma um það. I dómnefnd þessa voru auðvitað skipaðir þeir sömu 3 menn, sem falið hafði verið að undirbúa þetta mál, og fyr er umgetið, og auk þeirra 2 útlendir sérfræðingar, þeir talsímastjór- arnir Johansen í Kaupmannahöfn og Hult- mann í Stokkhólmi. Að nefnd þessi er svona vel skipuð, ætti að vera trygging fyrir því, að talsímakerfi þetta verði svo vandað og fullkomið, sem framast eru tök á nú á tímum. Dómnefndin lagði til einróma, að tekið yrði tilboði Western Electric Co. í Ameríku óg var það gert að öðru leyti en því, að norska talsímaverksmiðjan í Kristí- aníu, Elektrisk Bureau var látin búa til tal- símanotendaáhöldin. Gert er ráð fyrir að talsímanotendurnir í Kristíaníu verði rúmlega 30 þúsund að 5 árum liðnum, þegar verkinu á að vera að fullu lokið. Western Electric Co. í Chicago og New York, sem falið hefir verið að leggja þetta nýjá símakerfi í Kristíaníu, er langstærsta talsímaverksmiðja heimsins, og á þetta félag útibú og verksmiðjur hingað og þangað út um allan heim. Af r5 milfónum talsíma- áhalda, sero til eru í heiminum, hefir þetta eina félag búið til g milíónir. Og af öll- um miðstöðvarvirkis kerfum, hefir Western Electric búið til að minsta kosti 8o°/o. Fé- lag þetta býr til öll áhöld, hverju nafni sem nefnast, fyrir „The American Telephone & Telegraph Company", eða ca. 9/i° af öllum talslmatækjum, sem notuð eru í landi tal- símans, Ameríku. Það hefir og búið til að heita má öll miðstöðvarborð í Englandi. Allar stöðvar í Kaupmannahöfn, að aðal- stöðinni undanskilinni, eru líka búnar til af þessu sama félagi. I Tönsberg í Noregi hefir félagið lagt V4 sjálfvirkt sfmakerfi, sem reynst hefir alveg prýðilega, og nú er það að leggja samskonar símakerfi í Sandefjord. í Sviss eru nú nær eingöngu notaðar '/■* sjálfvirkar miðstöðvar frá margnefndu félagi, enda er sagt að Sviss standi einna fremst allra landa í Norðurálfu, að því er talsíma snertir. í Bergen varfélagið að Ijúka við að leggja sjálfvirkt símakerfi, þegar brunann mikla bar að höndum og brann það alt til kaldra kola, og nú hefir því verið falið að leggja kerfi þetta að nýju. Western Electric Co. er nú að gera til- boð í endurlagningu símakerfisins í Stock-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.