Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 15

Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 15
E L E K T R 0 N 57 leiðslu eða hleðslu-kefli ina í hana með ákveðnum millibilum. Eg skal nú reyna að skýra stuttlega hvað hleðslukefli er. Það er ekkert annað en rafsegull af sérstakri gerð, og er samsettur af járnkjarna, sem ákveðnum umferðum af einangruðum koparvír er undið um. Venju- lega myndar kjarninn hring, af ástæðum sem við ekki þurfum að fara neitt frekar út 1 hér. Svo við snúum okkur aftur að einföldu myndinni okkar af hringrásinni, sem sam- sett var af rafmagnsvaka, straummæli og vírlykkju, þá skulum við bæta rafsegul við, og í einfaldri hringrás munum við veita því athygli, að straumurinn er þeim mun ve.ikari sem svarar fyrirstöðunni í vinding- um segulsins. Við munum ef til vill um leið og við lokum hringrásinni, taka eftir snöggu höggi á straummælisnálinni, og ef við slítum hringrásina, munum við taka eft- ir höggi í öfuga átt og að líkindum neista þar sem hringrásin var slitin. Högg nálar- innar og neistarnir stafa af íleiðslu rafseg- ulsins. Ef við nú skjótum rafsegul þessum inn í víxlstraumshringrás, munum við verða þess áskynja, að rýrnunin er ekki samsvar- andi rýrnuninni í jafnstraumshringrásinni. Hún mun reynast töluvert meiri, vegna þess, að rafsegull veitir v/xlstraum meira viðnám, og fer það viðnám vaxandi eftir breytinga- tíðleikanum. (Frh.). Fjr og dú á aöalstöðinni. Eftir C. Reiffenstein Hansen*). Þýtt af Gunnari Schram. ---- Framh. Enginn af símriturunum mátti vera á stöðinni, nema meðan hann hafði vörð, og heimsóknir starfsbræðra írá öðrum stöðvum voru bannaðar. Ef varðtíminn varð venju fremur langur, svo að menn þörfnuðust matar, máttu þeir senda eftir honum, og borða hann í þar til ætluðu herbergi, sem var við liliðina á ritsímaherberginu. En seinna varð einnig að nota þetta *) Eftir »Dansk Telegraftidende«. herbergi fyrir símann, svo að nú var ekki lengur nein borðstofa. Árið 1856 flutti stöðin úr Hellig- gejststræde, þar sem hún hafði hingað til verið, í hús hinnar kon- unglegu postulíns verksmiðju í Köbmagergade, og voru símaher- bergin á fyrstu hæð. Þó að þarna væri rúmbetra en í gömlu húsa- kynnunum, var þó hvergi nærri rúmgott. Skrifstofa stöðvarstjórans var smá kompa við hliðina á rit- símaherberginu, og var rétt nægi- leg fyrir skrifborð. Og þegar síma- fólkið fékk launin sín, varð það að standa í dyrunum, því inn komst það ekki. Laun símastjórans voru 166 dalir 64 skildingar og laun stöðvarstjór- ans 66 dalir 64 sk. Ein útgjöld eru það sem aftur og aftur sjást í kassabókinni, sem maður mundi ekkert skilja í, ef, maður vissi ekki hvernig í þeim lægi. Aftur og aftur sést »Jensen« með meiri eða minni upphæð und- ir nafninu »Ymislegt«, eða »Eyðsla við næturvörðinn«. En að likindum hefir þessi »Jensen« annast um smá- kaup fyrir stöðina. Á einum stað stendur Lorenzen Spiritus 40 skild- ingar, en að líkindum hefir það verið brennsluspíritus. Bréfa-viðskifti slöðvarinnar hafa ekki verið mikil, og sést það af því að sérhvert bréf er fært inn í kassa- bókina, ásamt sendingar kostnaði þess. Það hefir verið dýrt að ferðast þá, því símrilari nokkur, sem var sendur til Fredericiu, fékk 17 dali 34 sk í ferðakostnað, og fleiri dæmi sanna það einnig. í húsaleigu þurfti stöðin að greiða 250 dali um miss- irið. Sendlarnir á stöðinni voru ein- ungis 6, og áttu þeir að annast

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.