Barnablaðið - 01.02.1987, Qupperneq 6

Barnablaðið - 01.02.1987, Qupperneq 6
6 BWn'a SvjaV' Brynja er ellefu ára oy hefur búið í Topeka, höfuðborg Kansas i Bandaríkjunum i sjö ár. Hún fhittist til íslands fyrir þremur árutn. BA: Hver eru helstu áhuga- mál þín? Brynja: Sund og ballett. Ég ætla að reyna að komast í ballett bráðum, en sund æfi ég hjá Ægi, tvisvar í viku. Ég er komin í besta hópinn í okkar fiokki. BA: Hvernig var skólinn í Kansas? Brynja: Ég byrjaði sex ára að ganga í skóla. Hann var mjög skemmtilegur, nema hvað skóla- dagurinn var dálítið langur. í eldri deildunum var skólatíminn frá kl. níu til fjögur. Mér fannst frímínúturnar skemmtilegastar. þegar við vorum að leika okkur úti. Það var líka gaman í reikn- ingi. BA: Hvað gerðir þú og vinir þínir í Kansas þegar þið áttuð frí? Brynja: Við lékum okkur úti í ýmsum leikjum, og vorum oft á hjólaskautum. Ég fór oft í Disneyworld. þar eru mörg mjög skemmtileg leiktæki. Það var mest gaman að fara í víkingabát- ana, þeir rugguðu til og frá og vatn skvettist allt í kring. BA: Fórstu oft í kirkju í Kansas? Brynja: Já, við fórum alltaf í barnamessu á sunnudögum. Við fengum að gera margt æðislega skemmtilegt þar. Einu sinni var ég í viku á biblíunámskeiði. Þá skrifuðum við nöfnin okkar og heimilisföng Brynja sleikir sólskinið í Kansas. Brynja Swan. á blöð, sem við létum inn í blöðrur. Síðan létum við blöðr- urnar Ijúka út í loftið, í þeirri von að einhver, sem fyndi blöðr- urnar myndi skrifa okkur. Ein vinkona mín fékk bréf skömmu síðar. Öðru sinni útbjuggum við litla pakka með mat og sendum í pósti til fólks í löndum þar sem var hungursneyð. BA: Ertu í kristilegu starfi hér? Brynja: Já, ég fer annan hvern sunnudag í Grensáskirkju. og oft í Seljasókn. Það er hvort tveggja mjög gaman. í Grensáskirkju syngjum við og biðjum og stund- um er skipt í aldurshópa og farið í leiki og föndrað. Jesús hefur gert margt fyrir mig. í sumar fór ég í sumarbúðir. og fyrst leiddist mér ógurlega mikið. En svo bað ég Jesú að hjálpa mér, og þá hætti mér að leiðast. BA: Hver er uppáhaldssöngv- arinn þinn? Brynja: Þorvaldur Halldórs- son.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.