Barnablaðið - 01.02.1987, Síða 8
8
Sigurður Heiðar og Elva Wiium.
Kvinesdal. Þar voru u.þ.b.
fimm þúsund íbúar.
BA: Eru krakkar í Noregi líkir
íslenskum krökkum?
Elva: Já, nema þau tala ekki
alveg eins! Það er auðveldara að
eignast kristna vini í Noregi.
Norskir krakkar bölva ekki eins
mikið og íslendingar.
BA: Hefur þú tekið á móti
Jesú?
Elva: Já, og ég tók skírn í
Noregi þegar ég var ellefu ára.
BA: Getur þú sagt mér frá
einhverju sem Jesús hefur gert
fyrir þig?
Elva: Já, þannig var að vin-
kona mín átti hund. Ég hélt að
ég þekkti hann, en einu sinni
réðst hann á mig. Hann stökk á
mig og felldi mig, en þá var eins
og einhver sneri mér, svo hund-
urinn náði ekki að bíta mig í
andlitið. Hann glefsaði í hnakk-
ann á mér í staðinn. Mamma og
pabbi voru ekki heima þegar
þetta gerðist, en svo komu þau
allt í einu eins og kölluð, svo þau
gátu farið með mig til læknis
strax.
BA: Hvernig gekk þér að
kynnast íslensku krökkunum
þegar þú komst heim?
Elva: Fyrst var það erfitt, en
svo gekk það betur þegar ég byrj-
aði í skólanum.
BA: Ertu ekki í unglingafélag-
inu Skrefinu?
Elva: Nei, Siggi bróðir minn
bannarmér það!
BA: Ha?!
Elva: Hann er alltaf að stríða
mér!
BA: Jæja, saknarðu Noregs?
Elva: Já, ég hlakkaði mikið til
að koma heim, en ég sakna Nor-
egs núna.
BA: Var betri matur í Noregi
en á íslandi?
Elva: Nei, þar var aldrei
cheerios bara komflakes!
Nammið er líka betra á íslandi,
ég borða samt ekki mjög mikið
af því.
BA: Hvernig finnst þér Barna-
blaðið?
Elva: Það erágætt.
BA: Hvaða efni viltu helst
hafa í blaðinu?
Elva: Mér finnst skemmtileg-
ast að hafa viðtöl, þrautir, leiki
og föndur.
Nú kemur Sigurður, bróðir
Elvu heim úr skólanum og við
tökum hann samstundis til yfir-
heyrslu.
BA: Hvernig fannst þér að
búa í Noregi?
Sigurður: Allt öðruvísi en á ís-
landi. Fólkið var öðruvísi. ís-
lendingum, sem koma til Noregs
finnast Norðmenn rosalega
sveitalegir.
BA: Jæja!?
Sigurður: Það er alveg satt!
Þeir eru dálítið lubbalegir til
fara, en svipaðir á annan hátt.
Norsk náttúra er öðruvísi,
mikið er af trjám. íslendingar
verða oft leiðir á því að geta ekki
séð neitt í kringum sig, en mér
fannst fallegra úti. Ég varð fyrir
sjokki þegarég kom heim!
BA: Var erfitt að flytjast út?
Sigurður: Þegarvið komum út
skildi ég ekki málið. Ég hafði
lært dálitla dönsku, og skildi
nokkrar sagnir, en annars skildi
ég ekkert. Ég og eldri systir mín
fengurn því aukakennslu fyrsta
árið. Það hjálpaði mikið.
Það er dálítið erfitt að vera út-
lendingur í Noregi. Af því að ég
var íslendingur komu spurning-
ar eins og: „Búið þið í snjóhús-
um?“ Þeir sem ég kynntist vissu
lítið um ísland og héldu að hér
væru engin hús, bara snjóhús og
sleðar. En svo vöndust þeir okk-
ur og fóru að líta á okkur sem
jafningja.
BA: Tókstu þátt í einhverju
kristilegu starfi í Noregi?
Sigurður: Já. í bænum þar
sem við bjuggum var mjög öflugt
kristilegt starf. Þar var biblíu-
skóli, risastór tónleikahöll og
mjög mikið fjölmiðlastarf. A
Sigurður H. Wiium.