Barnablaðið - 01.02.1987, Qupperneq 9
Barnabla&ið
Vinsælt skíðasvæöi í grennd við Kvinesdal.
sumrin voru ijölmenn mót og þá
frelsuðust margir og læknuðust.
Ég var í unglingakór og við
ferðuðumst oft til annarra bæja
og sungum og vitnuðum á sam-
komum.
BA: Manstu eftir einhverju
sérstöku bænasvari sem þú
varðst vitni að og vilt segja frá?
Sigurður: Já, það var maður
sem gekk nrjög haltur, og þurfti
að vera í gifsi. Þegar beðið hafði
verið fyrir honum læknaðist
hann og gekk alveg eins og heil-
brigður nraður á eftir.
BA: Er mikill munur á kristi-
lega starfinu, sem þú tekur þátt í
hér og því, sem þú kynntist í
Noregi?
Sigurður: Ég er í Skrefinu, en í
því eru yngri krakkar en þeir,
sem ég umgekkst í Noregi. Mér
fannst samfélagið úti betra. Hér
virðast krakkarnir vera að sækj-
ast meira eftir félagsskap. Það er
mjög gott að eiga kristna félaga,
en úti var lögð meiri áhersla á
trúboð. Þar var auðveldara að
blanda geði við eldra fólkið.
Þarna var starf fyrir alla aldurs-
hópa og mikið um að vera.
Unglingarnir stjórnuðu alltaf
samkomu á hverjum föstudegi,
líkt og er hérna.
BA: Átt þú ekki einhver góð
ráð handa okkur til að bæta
samfélagið hér?
Sigurður: Jú, við eigum að
gefa Guði meiri tíma.
BA: Getur þú sagt frá ein-
hverjum ferðalögum eða ævin-
týrum sem þú lentir í?
Sigurður: í skólanum sem ég
var í voru ýmis valfög og það
sem ég valdi hét útilíf. Við fór-
um í þrjár útilegur. Sú fyrsta var
gönguferð. Næst fórum við á
skíði og þá lentum við eitt
kvöldið í svo slæmu veðri að við
villtumst næstum því. Síðasta
útilegan var skemmtilegust. Þá
fórum við á einæringum niður á,
og það var mjög erfitt. Ég og
félagi minn vorum aðeins á und-
an hinunr yfir flúðir á einum
stað og gátum við með naurn-
indunr róið þar yfir. Kennarinn
og nokkrir fleiri komu næstir og
vildi ekki betur til en svo að þeir
duttu allir í ána. Það fannst mér
nokkuð sniðugt. Flestir gripu til
þess ráðs að bera báta sína
framhjá þessum stað, svo við
vorum þeir einu sem komust
yfir.
í Noregi eru hvers kyns úti-
íþróttir vinsælli en hér. Vetrar-
íþróttir eru mjög vinsælar. Þar
sem við bjuggum var mjög stutt
að fara á skíði, en á sumrin lék-
um við tennis. Miðað við hvað
bærinn var lítill, var margt um
að velja. Hér er fótbolti, körfu-
bolti og handbolti vinsælli, og
minni áhugi á öðrum íþróttum.
BA: Hver eru helstu áhuga-
mál þín?
Sigurður: í fyrsta lagi Guð. I
öðru lagi íþróttir. Á vetuma
skíði, bæði svig- og gönguskíði,
en á sumrin, þegar ég var úti,
æfði ég tennis reglulega. Blak
finnst mér líka skenrmtilegt,
samt æfi ég það ekki eins mikið.
Ég hef verið í tveimur lúðra-
sveitum og spila á trompet.
BA: Var erfitt að flytjast heim
til íslands aftur?
Sigurður: Flutningurinn sjálf-
ur var erfiður, því þá var ég orð-
inn svo stór að ég þurfti að
hjálpa mikið til!
Við töluðunr íslenskuna vit-
laust og fólk var alltaf að leið-
rétta okkur. Það var mjög Ieiðin-
legt. Allt hérna er miklu stærra
og ég er óvanur svona stórri
borg.
BA: I hvaða skóla ertu núna?
Sigurður: Ég er í Öldusels-
skóla. Hann er nrjög góður og
ekki nrjög stór. Ég fór úr góðum
skóla í góðan skóla.
BA: Hvað finnst þér það besta
við að vera kominn heim?
Sigurður: Að kynnast nýju
fólki, og kynnast ættingjunr
sínum.
BA: Lestu Barnablaðið?
Sigurður: Já, þegar ég fæ það.
BA: Hvaða efni finnst þér að
ætti helst að vera í blaðinu?
Sigurður: Skemmtilegar sög-
ur, en ekki margar framhalds-
sögur. Þrautir, skemmtileg við-
töl, efni sem krakkar hafa sjálfir
samið, og fleira. Gott væri einnig
að hafa fastan þátt með biblíu-
kennslu.