Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 18
18
Stúlkan á rauða
kjólnum
I síðasta blaði sagði ég ykkur
frá Daníel, þar áður fylgdumst
við með Jósef. Nú er kominn
tími til að ég segi ykkur frá
stelpu. í Biblíunni eru ekki ein-
göngu sögur af strákum, þar eru
líka sögur af stelpum.
Biblían segir okkur ekki frá
því hvað þessi stelpa heitir, svo
við þurfum að búa til nafn á
hana. Hún átti heima í ísrael, og
við skulum kalla hana Tirzu.
Tirza var afskaplega góð
stúlka, hjálpaði mömmu sinni
og gerði allt sem hún bað hana
um að gera. Henni fannst mjög
gaman að lesa sögur og hún
hafði lesið um Jósef og hvernig
hann fór til Egyptalands. Jósef
elskaði Guð og gleymdi honum
aldrei. Tirza hugsaði: „Þannig
vil ég vera, ég ætla alltaf að
muna eftir Guði og biðja til
hans." Hún var mjög dugleg að
fara með bænirnar sínar á kvöld-
in og hún bað Iíka á morgnana.
Þegar Tirza átti afmæii og
varð 13 ára, bauð hún vinkon-
um sínurn heim og þær
skemmtu sér mjög vel. Skömmu
áður hafði mamma Tirzu spurt
hvað hana langaði í, og Tirza
hafði óskað eftirað eignast nýjan
kjól. Foreldrar hennar voru frek-
ar fátæk, svo Tirza átti ekki
mikið af fötum. Hún átti bara
tvo kjóla. Nú hafði mamma
Tirzu saumað mjög fallegan,
rauðan kjól. Tirzu fannst hann
einstaklega fallegur og hún vildi
alltaf vera í honum.
Nokkrunr dögum seinna, er
Tirza var nýbúin að klæða sig í
rauða fallega kjólinn, búin að
fara með bænirnar sínar og biðja
Guð að blessa sig og hjálpa í dag,
þá gerðist óvæntur atburður.
Þegar hún var að ljúka við nrorg-
unmatinn heyrðust allt í einu
mikil óp í mönnum fyrir utan.
Þeir æptu: „Sýrlendingar eru
að ráðast á okkur!" Tirza varð
nrjög hrædd. Pabbi hennar var
farinn í vinnu og hún var ein
hjá inömmu sinni og sagði við
hana með tárin í augunum:
„Hvað eigum við að gera
mamma?“ „Gráttu ekki, við
skulum krjúpa hér við borðið og
biðja til Guðs,“ sagði mamma.
Það gerðu þær. Þær voru rétt
staðnar upp frá bæninni, er þær
heyrðu nrikil Iæti fyrir utan hús-
ið og allt í einu var hurðinni
hrundið upp og ijórir hermenn
komu inn. Þeir tóku Tirzu og
fóru með hana með sér. Mamma
hennar hrópaði á eftir henni:
„Gleymdu ekki Guði þínum!“
Svo var farið með Tirzu í
ókunnugt land, ásamt mörgum
öðrum úr hennar þorpi. Tirza
þurfti að ganga lengi, lengi og
fallegi, rauði kjóllinn hennar
varð óhreinn á leiðinni. Hún var
flutt í hús, þar sem sagt var við
hana að hér ætti hún að verða
þjónustustúlka. Þetta var hús
sjálfs hershöfðingjans. Hann hét
Naaman. Hann var mikill og
voldugur hershöfðingi.
Nú hugsaði Tirza til Jósefs;
hann hafði verið í ókunnu landi.
Hún bað til Guðs og bað hann
um hjálp. Hún bað til hans á
hverjum degi og vann svo öll sín
störf eins vel og hún gat.
Kona Naanrans var afskaplega
hrifin af Tirzu. Dag einn voru
þær að tala saman og Tirza sá að
hún var mjög döpur í bragði.
Tirza spurði hana af hverju hún
væri svona hrygg. Hún horfði á
Tirzu og sagði: „Naaman er
rnikill og voldugur hershöfðingi
og hefur unnið marga sigra, en
það er eitt, sem hann getur ekki
sigrað. Hann er með holdsveiki
og honum hefur versnað svo
mikið undanfarna daga að bráð-
um þarf hann að fara frá mér.“
Svo grét hún. Þá sagði Tirza:
„Eg vildi óska að húsbóndi rninn
væri kominn til spámannsins í
heimalandi mínu, því hann
mundi geta Iosað hann við lík-
þrána.
Konan sagði Naaman, manni
sínum frá spámanninum,
Naaman sagði konunginum frá
honum og konungur sagði Naa-
man að fara til ísraels.
Naaman lagði af stað til
ísraels ásamt fríðu föruneyti.
Hann kom til spámannsins, sem
flutti honum þau skilaboð að