Barnablaðið - 01.02.1987, Qupperneq 21
Barnablabib
Barnatorg
Þessa mynd teiknaði Berglind
Snæland, 11 ára, Reykjavík.
Halla Birgisdóttir, Siglu-
firði, sendi okkur eftirfarandi
vísu:
í Grunnskóla Siglujjarðar
skrifa allir vel.
Stönglast út ífrímínútur
ogfrjósa þar í hel.
Spéhornið
— Hve margir hér vilja fara
til himins? spurði sunnudaga-
skólakennarinn.
Allir réttu upp hendur, nema
Jens.
— En hvers vegna vilt þú
ekki fara til himins?
— Mamma sagði að ég ætti
að koma beint heim eftir sunnu-
dagaskólann.
Lausnirá
þrautum bls. 2.
Hjálpaöu Snorra
Stóra „grenitréð“ hægra meg-
in við húsið er regnhlífin.
Hve margir?
35 þríhyrningar.
Barnatorg
Halló, kæra Barnablað.
Ég er 11 ára gömul, ég vil
þakka gott blað, en blaðið
kemur svolítið seint.
Hér kemur einn brandari:
Fjórir menn voru í flugvél,
en neðri helmingurinn datt
af svo þeir héngu í loftinu.
Það var einn Hafnfirðingur,
einn Reykvíkingur og tveir
Vestmannaeyingar. Þá sagði
Reykvíkingurinn: „Einn
verður að stökkva niður."
Hafnfirðingurinn stökk nið-
ur. Þá klöppuðu hinir og
duttu allir niður.
Laufey Jörgensdóttir
Bröttugötu 17
900 Vestmannaeyjum
Ferðamaðurinn: Hefur þú
búið í Alaska alla ævi?
Eskimóinn: Ekki ennþá!
Svo var það hænan sem fékk
hita — og verpti eingöngu soðn-
um eggjum.
Hefur þú heyrt um manninn
sem var með svo miklar hrukkur
á enninu að hann varð að skrúfa
á sig hattinn?
Lína frænka var búin að
klippa hárið alveg stutt, og þegar
hún spurði litla frænda sinn
hvað honum fyndist um nýju
klippinguna, svaraði hann:
— Já, nú lítur þú ekki lengur
út eins og gömul frænka.
— Það var gott, hvernig lít ég
þá út?
— Eins og gamall frændi.. .
PENNAVINIR
Ég óska eftir pennavinum á aldrinum
10—12 ára. Ég er sjálf 11 ára. Áhuga-
mál margvisleg.
Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir,
Geröaveg 14a,
250 Garði.
Kæra Barnablaö!
Ég óska eftir pennavinum, stelpum
og strákum á aldrinum 11-14 ára. Ég
er sjálf ellefu ára. Áhugamál min eru
þessi: Frjálsar iþróttir, fótbolti og
pennavinir.
Jóna Rósa Stefánsdóttir
Sætúni 2
565 Hofsós
P.s. Þakka gott blað.
Kæra Barnablað!
Ég óska eftir pennavinum, bæöi
strákum og stelpum á aldrinum 9-11
ára. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál
margvisleg.
Guðrún Rebekka Jakobsdóttir
Sæbakka 2
465 Bildudal
Kæra Barnablað.
Ég óska eftir pennavinum á aldrin-
um 11-14 ára. Sjálf er ég 12 ára.
Áhugamálin min eru: Limmiöar, plaköt
með Madonnu og A-Ha, sund, iþróttir
og ég safna frimerkjum.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Birna Evelyn Rafnkelsdóttir
Klettabrekku, Nesjum
Höfn, Hornafiröi
íslandi
P.s. Þakka gott blað.
Kæra Barnablað,
Mig langar að eignast pennavini á
aldrinum 10-12 ára. Áhugamál min
eru íþróttir, dýr, feröalög og margt
fleira.
Heimilisfangið er:
Páll Rúnar Traustason
Hólum Hjaltadal
551 Sauöárkrókur
Kæra Barnablað.
Mig langar að skrifast á við stráka
og stelpur á aldrinum 11-14 ára.
Áhugamál min eru Madonna, sætir
strákar, dans, föt, sund, handbolti og
fieira.
Guðrún Hulda Jónsdóttir
Bláhvammi
641 Húsavík
P.s. Þakka gott blað.