Trú - 01.06.1907, Page 6

Trú - 01.06.1907, Page 6
30 TRÚ hegnanda réttlætis, en hinuni megin við hann er Paradís hinna hólpnu uppljómuð af Guðs ástarljósi. En hver get- ur hjálpað oss yfir jressa torfæru inn á land hinnar eilífu sælu? Enginn maður, að eins Jesús Kristur. Hann hefir hjálpað oss með jrvi að liann fórnfærði sjálfum sér fyrir vorar syndir, svo nú er oss ekki framar varnað inntöku í Guðs dýrðarríki. »Eg er vegurinn«, segir Kristur, »eng- inn keinur til föðursins nema fyrir mig.« Sá syndari, sem vill fá fyrirgefningu syndanna og ei- líft líf getur að eins á einn hátt öðlast það — með því að koma til Jesú, eins og konan gerði á hans hérvistar- dögum. Hún féll honum til lóta, og baðaði þá með tár- um sínum. Með því að leita hjálpar aunarsstaðar eyðum vér tímanum bara til ónýtis. Leiddu mig á þínum vegi! Haltu mér við þína hönd! Pvo mig í þínu blóði, og hreinsa mig af allri synd! Pannig verður syndarinn að biðja. Lesari, hjá engum manni er sáluhjálp að fá, heldur að eins hjá Jesú Kristi. Pýtt. Himinsöngurinn Saga. Frh. »Já, það held eg« ,sagði hann, »farið þið bara gætilega og ekki of langt«. Svo eftir að móðirin liafði enn einu sinni ámint Sig- ríði um verk sín, ýttu þau frá og reru burt. Dagurinn var hinn æskilegasti. Háin á túnunum var vel sprottin svo þau voru græn eins og á vordegi. Fjörð- urinn lá spegilsléttur. Að eins fáeinar smábárur báru vott um vind, sem var að hverfa. Pær nöldruðu við steinana í fjörunni. Par stóð Pórólfur litli og horfði lengi á eftir bát pabba

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.