Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 2
Þorvaldur Skúlason, Elektra 1970-71.
Hildigunnur
Halldórsdóttir
Guðmundur
Kristmundsson
Sigurlaug
Eðvaldsdóttir
Sigurður
Halldórsson
KVARJEJTARj KAAAM-
ERMUSIKKLUBBNUM
TÓNLEIKUM Kammermúsíkklúbbsins á 44.
itarfsári lýkur með tónleikum Camerarctica í
Sústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld,
k1. 20. Camerarctica er skipuð að þessu sinni
Hildigunni Halldórsdóttur, 1. fiðlu, Sigur-
laugu Eðvaldsdóttur, 2. fiðlu, Guðmundi
Kristmundssyni, lágfiðlu, og Sigurði Hall-
dórssyni, knéfiðlu.
Fluttur verður Strengjakvartett nr. 9 í Es-
dúr op. 117 (1964) eftir Dmitri Shostakovich
og Strengjakvartett nr. 8 í e-moll op. 59,2
(1806) eftir Ludwig van Beethoven.
Sjostakovitsj og Beethoven
Sjostakovitsj er talinn stórvirkastur höf-
unda strengjakvartetta á nýliðinni öld. Eftir
hann Iiggja 15 kvartettar. Kvartettformið
varð honum meiri vettvangur persónulegrar
tjáningar en önnur tónlistarform og kvartett-
ar hans bera merki harðra örlaga á við-
sjárverðum tíma.
Níundi kvartettinn er skyldur hinum átt-
unda, sem áður hefur verið fluttur. í báðum
er bitur harmur eftir ógnir heimsstyrjald-
arinnar. Báðir eru í fimm köflum, án þess að
hlé sé á milli. Það er táknað með orðinu at-
tacca.
Verk Beethovens eru oftar á tónleikaskrá
Kammermúsíkklúbbsins en annarra höfunda.
í strengjakvartett op. 59,2 er að finna fyr-
irboða að þeim sérstæðu áhrifum sem fylgja
síðstu stórverkum Beethovens.
LISTASAFN KOPAVOGS
ÚR EINKA-
SAFNI
SVERRIS SIG-
URÐSSONAR
f LISTASAFNI Kópavogs verður opnuð
sýningin Ur einkasafni Sverris Sigurðs-
sonar í dag, laugardag, kl. 16. í þessu
einkasafni eru verk eftir 68 listamenn, allt
frá frumherjum íslenskrar málaralistar til
myndlistarmanna samtímans. Að þessu
sinni eru um 130 listaverk til sýnis úr
einkasafninu, málverk, teikningar, vatns-
litamyndir og þrívíð verk eftir marga
fremstu myndlistarmenn þjóðarinnar.
„Árið 1980 færðu Sverrir og eiginkona
hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Háskóla
íslands að gjöf 140 verk úr safni sínu. Árið
1995 gaf Sverrir Háskólanum aftur 100
verk í minningu Ingibjargar. Þrátt fyrir
þessar höfðinglegu gjafir til Háskólans eru
enn í safni Sverris margar perlur. Hann á
einstakt safn af verkum Þorvalds Skúlason-
ar og fleiri myndlistarmanna af ab-
straktkynslóðinni, einnig úrvalsverk eftir
helstu myndhöggvara okkar. Þótt Sverrir
sé kominn á tíræðisaldur heldur hann
ótrauður áfram að kaupa listaverk og
yngsta verkið á sýningunni er frá árinu
2001,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir for-
stöðumaður Listasafns Kópavogs. Sýningin
er opin alla daga, nema mánudaga, frá 11-
17 og stendur til og með 31. mars.
FLAUTUR I
HAFNARBORG
KAWAL-kvartettinn heldur tónleika í Hafn-
arborg á morgun, sunnudaginn 24. febrúar, kl.
20.
Kvartettinn skipa þau Björn Davíð Krist-
jánsson, Kristrún H. Björnsdóttir, Petrea
Óskarsdóttir og María Cederborg á þver-
flautu.
Á tónleikunum verða leikin verk eftir Kuhl-
au, Bozza, Berthomieu, von Koch, Chance og
JeanJean.
Kawala-kvartettinn fékk nafn sitt fyrir
rúmu ári en flautuleikararnir hafa starfað
saman sem kvartett undanfarin fjögur ár og
spilað við ýmis tækifæri.
Nafnið Kawala er fengið frá Búlgaríu, en
það er sérstök flauta þar í landi sem ber þetta
nafn.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningar-
málanefnd Hafnarfjarðar.
Aðgangseyrir er 1.200 kr., en fyrir börn,
nemendur og eldri borgara 800 kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rautuleikararnir í Kawal-kvartettinum á æfingu fyrir tónleikana í Hafnarborg.
MENNING
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handiit. Op-
ið þri.-fös. kl. 14-16. Til 15. maí.
Galleri(S)hlcmmur.is: Magnús Sigurð-
arson. Til 4. mars.
Gallerí Sævars Karls: Gabríela Frið-
riksdóttir. Til 8. mars.
Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sig-
urðssonar. Til 31. mars.
Hafnarborg: Sveinn Björnsson. Rut
Rebekka Sigurjónsdóttir. Til 26. feb.
Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir.
Til 20. maí.
íslensk grafík: Frumherjar í grafík. Til
25. feb.
Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar-
sýningin DETOX. Til 2. mars.
Listasafn ASÍ: Sigrún Eldjárn. Til 11.
mars.
Listasafn Borgarness: Tolli. Til 11.
mars.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug-
ardaga og sunnudaga, kl. 14-17.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar-
safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur
Sveinsson. Til 29. apr.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús:
Frásagnarmálverkið. Sófamálverkið.
Til 25. mars. Höggmyndnir Roberts
Dell í útiportinu. Til 20. mars.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað-
ir: Gullpensillinn - samsýning 14 lista-
manna. Til 24. mars. Austursalur: Jó-
hannes S; Kjarval.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Ásgeir
Lásusson. Til 4. mars.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar-
húsi.: Nökkvi Elíasson og Brian
Sweeney. Til 1. mars.
Mokkakaffi: Páll Panine. Til 11. mars.
Norræna húsið: Vatnslitamyndir frá
Færeyjum. Til 25. mars. Sex norrænir
ljósmyndarar. Til 18. mars.
Nýlistasafnið: Steingrímur Eyfjörð,
Ragna Hennannsdóttir, Finnur Árnar
Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir. Til
25. mars.
Stöðlakot: Hrönn Eggertsdóttir. Til
11. mars.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Sunnudagur
Bústaðak.: Camerarctica. Kl. 20.
Hafnarborg: Kawal-kvartettinn. Kl.
20.
Iljallakirkja, Kópavogi: Orgelvígslu-
tónleikar. Jón Ólafur Sigurðsson org-
elleikari. Kl. 20.30.
Neskirkja: Áshildur Haraldsdóttir og
Nína Margrét Grímsd. Kl. 17.
Mánudagur
Hjallakirkja, Kóp.: Kjartan Sigurjóns-
son, orgel. Kl. 20.30.
Þriðjudagur
Hjallakirkja, Kóp.: Björn Steinar Sól-
bergsson, orgel. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Hjallakirkja, Kóp.: Jörg E. Sonder-
mann, orgel. Kl. 20.30.
Salurinn, Kópavogi: Kjistinn H. Árna-
son gítarleikari. Kl. 20.
Fimmtudagur,
Háskólabíó: SÍ. Stjórnandi Rico Sacc-
ani. Einleikari er Philippe Cassard. Kl.
19.30.
Hjailakirkja, Kóp.: Marteinn H. Frið-
riksson, orgel. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Uppgjör við Pétur
Gaut, lau. 24. febr. Blái hnötturinn,
sun. 25. febr. Með fulla vasa af grjóti,
lau, 24., sun. 25., mið. 28. febr. Fim. 1.,
fös. 2. mars. Já, hamingjan, lau. 24. feb.
fös. 2. mars.
Borgarleikhúsið: Skáldanótt, fös. 2.
mars. Abigail heldur partí, fös. 2. mars.
Barbar og Úlfar-Splatter, lau. 24. febr.
Móglí, sun. 25. febr. Öndvegiskonur,
sun. 25. mars.
Loftkastaiinn: Á sama tíma síðar, lau.
24. febr. Fös. 2. mars.
Iðnó: Medea, lau. 24., sun. 25. febr.
íslenska óperan: La Boheme, sun. 25.
febr. Fös. 2. mars.
Kaffileikhúsið: Eva, bersögull sjálfs-
varnareinleikur, lau. 24., þrið. 27. febr.
Fös. 2. mars. Háaloft - geðveikur
svartur gamaneinleikur, sun. 25. febr.
Eös. 2. mars.
Möguleikhúsið: Lóma, sun. 25., þrið.
27., mið. 28. febr. Fös. 2. mars. Snuðra
og Tuðra, mið. 28. febr. Langafi prakk-
ari, sun. 25. febr.
Leikfclag Akureyrar: Berfætlingarnir,
lau. 24. febr. Sniglaveislan, sun. 25.
febr.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001
+