Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 6
í HEIMSÓKN HJÁ TENGDADÓTTUR ALPHONSE MUCHA í PRAG Morgunblaðið/Ásdís Geraldine Mucha er þekkt samtímatónskáld í Tékklandi og hefur hún samid bædi hljómsveitar- og söngverk. En tónsmídar nam hún af þeim Benjamin Dale og Allan Bush. Morgunblaðið/Ásdís Hann er sérkennilegur tveggja manna stóllinn í stofunni heima hjá Geraldine en þó virdast þau kunna nokkud vel vid sig í honum, Þórir Gunnarsson rædismadur og húsrádandi. LlKT og að ganga inn í FORNGRIPAVERSLUN Alphonse Mucha (1860-1939) varð nánast frægur á einni nóttu þegar hann málaði mynd af frönsku leikkonunni Söruh Bernhardt sem sett var á aug- lýsingaplakat. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR heimsótti tengdadóttur hans, Geraldine, sem býr innan um verk og muni listamannsins í Prag. BLAÐAMAÐUR er á gangi í Prag á fögrum vetrardegi ásamt Ásdísi Ásgeirsdóttur ljósmyndara og fararstjóran- um Þóri Gunnarssyni, ræðis- manni íslands í Tékklandi. Skyndilega staðnæmist Þórir við hús eitt í Kastalahverflnu, Hradcany, og segir að í þessu húsi búi tengda- dóttir tékkneska myndlistarmannsins Alp- honse Mucha (1860-1939) sem varð nánast frægur á einni nóttu þegar hann málaði mynd af frönsku leikkonunni Söruh Bernhardt og sett var á auglýsingaplakat. Hann segir okkur að tengdadóttirin, Geraldine, búi innan um verk myndlistarmannsins og ýmsa muni fjöl- skyldunnar og sé eldspræk þrátt fyrir að vera 84 ára gömul. Við erum uppnumdar yfír þess- um tíðindum en verður ekki um sel þegar ræð- ismaðurinn hringir dyrabjöllunni hjá þessari frægu konu. Gluggi opnast á efri hæðinni og út um hann kemur höfuð fullorðinnar konu sem prýtt er silfurgrárri umgjörð. Hún heyrir ekki vel hvað ræðismaðurinn segir og segist koma nið- ur að vörmu spori. Þegar hún opnar dyrnar sér hún hver er hér á ferð og brosir breitt. Okkur léttir óskaplega og þegar okkur er boð- ið inn þiggjum við það með þökkum. Húsið er komið til ára sinna og heldur lágt er til lofts í anddyrinu og dimmt. Við blasa trönur þar sem komið hefur verið fyrir sjálfs- mynd Mucha. Hann virðist einnig vera nokk- uð sáttur við þessa íslensku innrás og eftir að hafa skoðað nokkrar myndir sem hann gerði af frönsku leikkonunni höldum við upp á efri hæðina. Líkt og forngripaverslun Það er líkt og að ganga inn í forngripaversl- un. Þetta eru margir hverjir einhverjir furðu- gripir í íslenskum augum sem hafa litla þekk- ingu á húsgagnalistinni. Það kemur í ljós að eitt af þessu er stóll fyrir tvær manneskjur sem setjast sín hvorum megin í þetta ein- kennilega fyrirbæri. Geraldine og Þórir sýna hvernig þetta virkar og það virðist ekki fara illa um þau þar sem þau sitja þarna. Þetta hófst allt saman hjá Mucha aðfanga- dagskvöldið árið 1894, segir Geraldine. Mucha var þá með öllu óþekktur sem myndlistarmað- ur og starfaði hjá prentara í París. Skyndilega komu skilaboð frá leikkonunni miklu, Söruh Bernhardt, um að hún vilji nýtt auglýs- ingaplakat - samstundis. Mucha hafði aldrei áður gert auglýsingaplakat en átti bágt með að neita leikkonunni. Hann lærði tækni gömlu meistaranna í Múnchen í Þýskalandi og hafði því enga þekkingu á þessu sviði. Engu síðar gerði hann plakat og þar með var lífí hans breytt á einni nóttu. Mucha kom úr mjög fátækri fjölskyldu í litlu þorpi í héraðinu Móravíu. Hann var stað- ráðinn í að verða myndlistarmaður og fór til Vínar. Til þess að eiga í sig og á fór hann að mála landslagsbakgrunna fyrir leikhús. Stærsta leikhúsið eyðilagðist í eldi og því varð Mucha atvinnulaus. Þarna var hann staddur í Vín, 19 ára og atvinnulaus og sá ekki önnur úrræði en að snúa aftur heim til Móravíu. Hann var staddur á knæpu þegar aðalsmaður kom þangað inn. Aðalsmaðurinn, Khuen Bel- assi greifi, var að leita að einhverjum sem gæti málað veggmynd í nýju borðstofuna hans. Mucha þáði starfíð þrátt fyrir að hann hefði enga þekkingu á því. Málningin flagnaði öll af og hann varð að ráðfæra sig við húsamál- ara. En hann lauk verkinu og málaði flóknar fígúrur. Vann hjá prentara Belassi áttaði sig á því að Mucha hafði hæfi- leika og sendi hann til Múnchen til að nema myndlist. Eftir það var Mucha sendur til Par- ísar og þurfti ekkert að borga sjálfur. Mucha hafði meira fé milli handanna en hann þurfti sjálfur á að halda svo að hann fór að kaupa gjafir handa samlöndum sínum en þá var pen- ingasendingunum hætt. Þess vegna fór hann að vinna fyrir prentara. Þetta var á dögunum fyrir ljósmyndirnar og því var nóg að starfa við að teikna allt fyrir dagblöðin. Hann vann eingöngu fyrir Söru næstu sex árin eftir að hann gerði fyrsta plakatið fyrir hana. Mucha bjó í 20 ár í París sem piparsveinn. Hann var mikill föðurlandsvinur og vildi ekki sjá frönsku konurnar. Hann giftist tékkneskri konu sem var 23 árum yngri en hann. Hún fór til Parísar líkt og venja var hjá ungum konum í Tékklandi og frændi hennar lét hana hafa „kynningar“-bréf til Mucha. Þegar Mucha sneri aftur til Tékklands varð hann yfir sig hneykslaður þegar hann komst að því að ungu myndlistarmennirnir stældu franska myndlist. Hann fór ekki í launkofa með þá skoðun sína að þeir ættu að sækja inn- blástur sinn í slavneskan arf en þessar skoð- anir hans ollu honum miklum óvinsældum. Kunni eklci að skjalla Mucha var talinn gamaldags í myndlistinni, segir Geraldine, því hann gerði ekki tilraunir og þess vegna fóru myndirnar hans ekki út úr húsi. Það skipti hann miklu máli hvernig ramminn utan um myndina var. Hann var ekki vinsæll portrett-málari því hann kunni ekki að skjalla fólk, segir Geraldine og hlær. Mucha hafði meiri áhuga á nýjustu uppfinn- ingum, t.a.m. rafmagni, en því hvað kollegar hans voru að gera í myndlistinni. Þegar hann fór að mála með pastellitum varð hann im- pressjónisti. Hann sýndi aldrei pastelmynd- irnar heldur málaði þær fyrir sjálfan sig. Þær voru fyrst sýndar 1994 á sýningu í Kastalan- um. Mucha var sá sem gerði flestar myndir af Söruh og hafði mikil áhrif á auglysingaplak- atagerð, segir Geraldine. Veggirnir eru málaðir í rókokkóstíl en ekki af Mucha. Þegar rafmagn í húsinu var end- urnýjað voru veggirnir einnig gerðir upp. Mucha bjó aldrei sjálfur í þessu húsi. Þegar hann fluttist aftur til Tékklands lét hann byggja sér hús í Prag. Kommúnistar tóku síð- an húsið til diplómatískra nota og fjölskyldan fluttist hingað í húsið við götuna Hradcanské Nám, í Kastalahverfinu í Prag. Mucha var 54 ára þegar sonur hans, Jiri, fæddist, sem síðar varð eiginmaður Geraldine, og þess vegna þekkti Mucha vart son sinn sem fullorðinn mann. Hún sýnir okkur portrett- mynd sem Mucha málaði af honum þegar 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.