Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 17
Sigrún Eldjárn opnar
sýningu í dag klukkan
15 í Listasafni ASl
í Asmundarsal við Freyju-
-
götu. A sýningunni sýnir
Sigrún bæði málverk
og bókverk. ÞORVARÐUR
HJÁLMARSSON lagði
leið sína á Freyjugötuna
og skoðaði landslag
sem var honum bæði
framandlegt og
kunnulegt í senn.
✓
SÝNINGU Sigi-únar Eld-
járn í Asmundarsal er fólk
á ferð um öðruvísi Island
en það sem við erum vön
að sjá svona dags daglega.
Annað ísland og lítið eitt
öðruvísi sem vekur upp
hugrenningar um að ekk-
ert er sjálfsagt, jafnvel jörðin sem við stönd-
um á gæti verið önnur en hún er, það er að
minnsta kosti auðvelt að ímynda sér það. Ekki
það að landslagið sem blasir við okkur á
myndunum sér frábrugðið því Islandi sem við
þekkjum, galdurinn er sá að það er það alls
ekki. Fjöllin hafa ekki breytt um svip, þau eru
bara á öðrum stöðum en við erum vön að sjá
þau á. Þetta land virðist kunnulegt þó við get-
um ekki í fljótu bragði staðfært það, við eigum
eftir að fínna kennileitin og gefa sveitunum
nafn til þess að þær eignist hlutdeild í okkur,
en landið sjálft eins og brýst fram úr undir-
meðvitundinni því þetta eru íslensk útnes og
íslensk heiðarlönd þó umhverfið hafi eilítið
breytt um svip.
„Þetta er greinilega íslenskt landslag, en
þetta eru ekki ákveðnir staðir heldur bara
eitthvað úr kollinum á mér,“ segir Sigrún þeg-
ar við virðum myndirnar fyrir okkur, en eins
og kunnugt er fæst hún jöfnum höndum bæði
við ritlist og myndlist. „Samt kemur það fyrir
þegar fólk kemur og horfir á þessar myndir þá
veit það nákvæmilega hvaða fjöll þetta eru.
Svo er þarna örsmátt fólk að þvælast, í mynd-
unum mínum hefur alltaf verið fólk og verður
það sjálfsagt alltaf. Þegar ég fer um landið þá
finnst mér ég alltaf vera að sjá svona litlar
verur á sveimi í víðáttunni.“
Hér stendur fólk við blátært vatn á heiðum
uppi. Er þetta einhvers konar hulduvatn eða
er þetta íslenskt heiðarvatn?
„Það er undir þeim komið sem er að horfa á
þetta, hvort fólkið er af þessum heimi eða
ekki. Ég held að þetta sé bara svona í bland,
eins og er á íslandi, er það ekki? Þokuslæðing-
urinn sem er þarna gerir þetta svolítið dul-
arfullt."
Er undirvitundin að verki þarna?
„Já, hún er náttúrulega með í þessu öllu
saman. Þær bara vinna saman meðvitundin og
undirmeðvitundin."
Þá er þetta þitt eigið landslag, þitt eigið ís-
land.
„ Já, ég held ég megi segja það. Þó er enginn
grænn litur neinstaðar í myndunum en mynd-
irnar eru sprottnar af ferðum mínum um land-
ið, sumstaðar er glóð líka.“
Myndirnar eru bláar, það er mikil blámóða
á þeim eins og þegar fjarlægðin gerir fjöllin
blá á íslandi. Sum fjöllin eru snarbrött og
tignarleg og gætu hæglega risið úr hafi bæði
austan lands og vestan?
„Já, þessi fjöll málaði ég nú reyndar eftir
Hornstrandaferð í sumar. Það er dálítið
skemmtilegt að fjöllin standa í röðum, nokk-
urs konar biðröð.“
Háir tindar og höfug f jöll
Á einni myndinni er fólk á ferð eftir hvítu
hjarni, ef til vill jökli, tvær smáar verur sem
haldast í hendur. Mannverurnar eru grann-
vaxnar og líkar og tylla sér á landið innan um
háa tinda og höfug fjöll.
„Fólkið er á öllum myndunum, að vísu frek-
ar fátt,“ segir Sigrún.
Þarna breytir sýningin um svip og verður
hvít, blái liturinn hverfur að mestu og þessi
hvíta auðn varpar fram næstum óhjákvæm-
legri spurningu. Eigum við, manneskjan sjálf,
landið, eða á landið okkur ef til vill?
„Það er alveg gagnkvæmt. Ég held að þetta
sé faðmlag sem við eigum saman, landið og
fólkið. Kannski frekar að landið eigi fólkið en
að fólkið eigi landið."
Þannig að landið skapar okkur að einhverju
leyti?
„ Já, ég held það nú.“
Hérna eru eldkeilur og gígar, sumir gig-
arnir eru með stöðuvötnum og fólkið stendur á
börmunum og speglar sig í vatninu?
„Já, þetta er nú tilvitnun í Stefán frá
Möðrudal, það er að segja myndin hér af
Herðubreið. Þetta er kannski eina fjallið á
sýningunni sem hefur ákveðna fyrirmynd og
svo líka Snæfellsjökull hérna á einni mynd-
inni. Ég get ekki neitað því að þetta eru ákveð-
in fjöll sem ég hef þarna í huga. Svo eru það
gígarnir og mér þykir dálítið gaman að vera
með vatn í þeim og láta fólkið og landið spegl-
ast í því. Fjöllin fara á hvolf. Annars skiptir
það engu máli hvað fjöllin heita, þetta er bara
íslenskt landslag og að mestu leyti tilbúið."
Þú vinnur þá með landið eins og nokkurs
konar efnivið?
„Já, það má eiginlega segja það.“
En það er mikil og hvít birta yfir Snæfells-
jökli, glampi?
„Já, ég sá hann svona einhverntímann þeg-
ar ég var á leiðinni í rútunni út á Keflavík-
urflugvöll, maður horfir vel á landið þegar
maður er að yfirgefa það. Þá var hann svona,
með bjarma yfir sér.“
Leikur með skynjunina
Á fyrstu hæð Ásmundarsals, í Gryfjunni
svokallaðri, sýnir Sigrún bókverk gerð á ár-
unum 1997 til 2001. Bækurnar eru gerðar úr
japönskum pappír, leðri, roði, vír og öðru til-
fallandi efni, og eru aðeins til í einu eintaki
hver og ein.
„Fyrstu bókina gerði ég í Japan, ég var það
í nokkrar vikur og þá gerði ég þessa bók.
Þetta var árið 1997 og síðan hef ég verið að
smá bæta við, þær eru gerðar úr japönskum
pappír og eru hver með sitt innihald. Þessi bók
hérna er Hamlet. Ég vinn þær .þannig að ég
tek stóra örk og skrifa með sjálfblekungi og
það kemur í gegnum pappírinn, þá tæti ég
þetta niður og bý til úr því bók þannig að text-
inn verður allur samhengislaus og það er ekki
hægt að lesa þetta. Héma er bók um „Hjart-
að“ og inniheldur líffæraheiti bæði á latínu og
íslensku, innan um er reyndar pínulítið úr
Rómeó og Júlíu Shakespeares, blandað saman <
við hjartað."
Og pappírinn er rauður eins og vera ber.
„I þessari já, ég litaði hann rauðan. Bæk-
urnar eru ýmiskonar, i þessari bók er ekkert
nema bara pappírinn, þetta eru ský í bókar-
formi. Svo sauma ég þetta saman og bind
þetta inn og skemmti mér vel við þetta. Þetta
er handgerður pappír gerður úr jurt sem heit-
ir Kozo. Ég hef nú kannski farið út í það að
búa þessar bækur til vegna þess að ég skrifa
bækur og myndskreyti þær, og þetta hefur
orðið til sem einhvers konar tengiliður þarna á
milli þessara tveggja miðla sem ég er í, mynd-
listarinnar og ritlistarinnar. Ég alla vegana
ímynda mér það. Mér hefur alltaf fundist bók-
arformið heillandi og langaði til að prófa það.
Þetta er eins og pínulítlir skúlptúrar eða lítil
ljóð, eitthvað svoleiðis." ,
í barnabókunum þínum hefur þú verið að
skrifa ærslafull nútímaævintýri, með tíma-
flökkurum, geimálfum og drekum. Heldur þú
að myndirnar á sýningunni kallist á við sög-
uraar og séu ef til vill myndgerð nútímaævin-
týri? Það sem ég á við er að mér sýnast æv-
intýrin lifa góðu lífi í myndunum og ærslin,
eða öllu heldur einhvers konar yfirvegaður
leikur með skynjun áhorfandans, vera áber-
andi þáttur í sýningunni.
„Já alveg örugglega. í fljótu bragði finnst
manni þetta ekkert vera líkt, þessar barna-
bækur sem ég er að skrifa og málverkin, en ég
er auðvitað bara ein manneskja og þetta hlýt-
ur að vera eitthvað líkt þó það liggi kannski ^
ekki í augum uppi. Þetta er alla vega sprottið
af sama meiði.“
Sýning er opin alla daga, nema mánudaga,
kl. 14-18 og stendur til 11. mars.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 17