Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 4
IIM ORP j MYNPMST FYRROC WÚ - FYRSTI HLUTI
TOLLE - LEGE:
eftir rögnu :^ ~' ':v ;’;—r : '
SIGURÐARDÓTTUR
Krotað í sandinn,
Dauði Marat eftir Jacques-Louis David, 1793, Fagurlistasafnið í Brussel.
sögurnar á bak við
mynd irnar, orð á hvolfi,
varasamar afleiðingar
langvarandi baða
ogí leira.
FRÁ upphafi ritmáls hafa ritlistin og
myndlistin hvor um sig sóst eftir
því að eiga einkarétt á því að túlka
umhverfi okkar, náttúruna, lands-
lagið, menninguna. Stundum hafa
þær ljáð hvor annarri krafta sína,
stundum unað samhliða hvor við
sitt án þess að blanda geði. Ut
pictura poesis er sagt, af mynd sprettur Ijóð. Og
að ein mynd segir meira en þúsund orð er
rótgróið í hugsun okkar. Það má deila um það
eins og annað, ekki þarf að hugsa lengra en til
Islendingasagna til að sjá að ógleymanleg mynd
getur sprottið af minna en þúsund orðum. I
heimspeki hefur því verið haldið fram að baki
orða og hugmynda byggi maðurinn heimsmynd
sína á myndum, þær séu grundvöllur hugsunar
okkar, að þegar allt komi til alls leysist tungu-
málið upp í myndir, að einhverstaðar í myrkri
hauskúpunni flökti alltaf skuggar á vegg, sam-
mannleg heimsmynd. Allt frá tímum Platós hafa
ófáir reynt að hrekja þessa kenningu.
Á síðustu áratugum hefur það svo færst í
aukana að ekki verður greint milli myndlistar
og orða, og listaverk oft á tíðum gerð með orð-
um eingöngu, jafnt á myndrænan sem á heim-
spekilegan hátt. Þó er eins og ákveðin togstreita
sé oft á tíðum milli orða og mynda, og hefur ver-
ið gengið svo langt að líkja muninum þama á
milli við menningu og náttúru, að orðin séu túlk-
un, menning, en myndin einhvemveginn nátt-
úrulegri, raunsærri, raunsönn túlkun á nátt-
úranni sjálfri. Einnig hefur verið stungið upp á
því að líkja þessu tvennu við algebra og rúm-
fræði, þar sem algebran byggist upp á táknum,
en rúmfræðin birtist í þrívíðum myndum. Á
sama tíma er þá augljóst að báðar era tilbúið
kerfi og ekki ímyndir raunveraleikans eins og
hann birtist hversdagslega.
Hér verður stiklað á stóra og samskipti orða
og mynda skoðuð í gegnum aldirnar, allt fram á
okkar tíma, þegar listamenn halda því til dæmis
fram að skrif um myndlist flokkist undir lista-
verk og notkun tungumálsins í myndlistinni er
löngu orðin sjálfsagður hlutur.
Krotað í sandinn
Einhvem tímann í fomeskju dró einhver
strik í sandinn, risti rún í stein, teiknaði línu á
vegg. Var hann, eða hún, að skrifa eða mála?
Enn var ekki búið að skilgreina þar á milli.
Elstu myndverk sem fundist hafa era hella-
myndir sem era um tíu til fimmtán þúsund ára
gamlar og líklegt að mun eldri verk séu til sem
ekki hafa varðveist eða fundist. Vitað er að
fyrsta ritmálið, myndletur, kom til sögunnar um
fimm þúsund fyrir Krist og því hafa liðið fleiri
þúsund ár þama á milli, áður en nokkuð kom til
sem hét annaðhvort mynd eða letur. Notkun
rómversks ritmáls hófst svo löngu síðar, nokkr-
um öldum fyrir Krist. Myndlistin og ritmálið
þróuðust síðan hlið við hlið öldum saman án
þess að skarast. Það var ekki fyrr en kálfsskinn-
ið kom til sögunnar á um þriðju öld eftir Krist,
að eiginlegar myndskreytingar hófust. Papýr-
usrullur þær sem áður voru notaðar hentuðu
nefnilega illa til slíks. Það var óhentugt að rúlla
upp myndunum, þá vildu koma sprangur í lit-
inn. Kálfsskinnið kom með stóran sléttan flöt
sem geymdur var flatur og hentaði vel til mynd-
skreytinga. Á næstu öldum þróuðust þessar
myndskreytingar samhliða málaralistinni en
handritalýsingar og myndskreytingar náðu há-
marki á miðöldum, hér heima jafnt og í Evrópu.
Letrið og myndin rannu oft frábærlega saman,
eins og sjá má á myndinni úr Flateyjarbók. Þó
var ljóst að hvort um sig hafði sína eiginleika og
ætlunin var ekki að gera eitt úr þeim báðum.
Saga myndskreytinga og handritalýsinga er svo
auðvitað saga út af fyrir sig og ekki verður
fjallað um hana hér. í því samhengi má þó nefna
að þó dæmi um samrana orða og mynda virðist
fá í íslenskri myndlist fyrri alda, birtast þau
kannski helst í útskurði, þar sem letri og mynd
er gert jafnhátt undir höfði, sérstaklega ef um
rúnaletur er að ræða. Rúnimar gegndu líka
mikilvægara hlutverki en að útskýra myndefnið
eins og hið venjulega stafróf gerði, þær bjuggu
náttúralega yfir kyngimagni. Þó rúnaletrið sé
ekki myndletur bera ýmsar rúnir þó myndræn
nöfn, eins og til dæmis „fé“, „kaun“ og „þurs“. í
útsaumi ýmiss konar má einnig finna letur og
mynd á sama myndfleti hérlendis og erlendis en
frábært dæmi um slíkt er hið fræga franska
Bayeux-veggteppi frá elleftu öld. Það er um 70
metra langt og sýnir innrás Vilhjálms sigurveg-
ara í England. Þetta er frásagnarmáti sem allir
ættu að skilja og gefur jafnvel kraftmestu nú-
tímateiknimyndasögum lítið eftir.
Englaflug
List framkristni, býsönsk list og íkonar voru
ráðandi í málaralist aldanna fram til um þúsund,
þegar farið er að tala um miðaldir. Þar sem að-
allega var verið að myndlýsa Biblíuna í mynd-
verkum þessa tíma var ekki óalgengt að letur
fylgdi myndunum. Kannski má líka líta svo á að
málverkið hafi ekki verið orðið jafnsjálfstæður
miðili og síðar varð, og þess vegna sjálfsagðara
að mynd og letur væra á sama myndfleti.
Á tímabili því sem kennt er við miðaldir hélt
málaralistin áfram að segja sögur og það má
segja að í gegnum aldimar hafi málaralistin í
öllum sínum myndum alltaf verið að því. Orðin
bjuggu að baki myndunum, goðsögumar, ljóðin
og Biblíusögumar. Oft á tíðum var nauðsynlegt
að þekkja sögumar sem málverkin byggðu á til
þess að skilja þau. Á trúarlegum málverkum frá
miðöldum og endurreisnartímanum, þ.e. frá um
þúsund og fram á sautjándu öld, má þess vegna
oft sjá ritað mál birtast á ýmsan hátt. Englar
fljúga um með áletraða borða, nöfn birtast á
töflum ýmiss konar, persónur lesa gjarnan í
Biblíunni eða myndefnið er útskýrt með texta
sem settur er ofan við eða neðan við myndina
sjálfa, utan myndflatarins. Hlutverk orðanna
var einfalt, þau veittu upplýsingar, útskýrðu, en
drógust ekki inn í málverldn að öðra leyti. Orð
vora mjög oft notuð, og virtist vandræðalaust að
koma borðum og þess háttar fyrir á myndflet-
inum. Fjarvídd var ekki til á miðöldum, hún var
ekki notuð í málverkum fyrr en á endurreisn-
artímanum. Ef til vill var auðveldara að koma
fyrir letri í tvívíðum myndum, því notkun leturs
fór stöðugt minnkandi með auknu raunsæi og
notkun fjarvíddar í málverkinu síðar.
Orð á h volf i
Stundum var það þó svo að orðin vora allt í
einu komin í aðalhlutverk. Dæmi um slíkt era til
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001