Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 12
 Morgunblaðið/Kristinn Hlín Diego, Lára Stefánsdóttir og Katrín Johnson æfa dansverkiö „Pocket Ocean“ sem Rui Horta hefur samió fyrir íslenska dansflokkinn og verdur frumsýnt í Borgarleikhúsinu 3. mars nk. EFTIR RUI HORTA Hvernig er búið að skap- andi danslist? í hvernig umhverfi þrífst skapandi danslist? Þessum spurn- ingum er reynt að svara í eftirfarandi erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu í Leeds á Englandi fyrir skömmu er nefndist Gróðurhúsaáhrifin: listin og vísindin að hlúa að danshöfundum. IFYRSTA lagi vil ég íhuga umhverfi danssköpunar. Dansinn er á mótum nokkurra listgreina og það gefur ýmsa möguleika, en gerir einnig miklar kröf- ur til dansskáldsins. Við getum valið um tónlist, leikmyndir, lýsingu, listræn og hugmyndafræðileg markmið, en þessari frelsun fylgir einnig ábyrgð. Hún merkir að við verðum að minnsta kosti að búa að vissri grunnþekkingu og hafa góðan smekk til að móta ákvarðanir okkar. Undanfarið hafa margir nýstárlegustu við- burðirnir í listdansi ekki komið úr smiðju danshöfunda, heldur frá mjög skapandi og færum sjónlistamönnum sem hafa notað dansinn til að miðla hugmyndum sínum. Eg held að nú sé kominn tími til að draga lær- dóm af þessari reynslu og gera sér ljóst að danshöfundur er sá sem notar merkingar- kerfi hreyfínganna til að skapa áhrifamikla leikviðburði sem ekki er hægt að greina frá öðrum listgreinum. Ef ég hugleiði þær ögranir sem framtíðin í danssköpun ber í skauti sér mundi ég nefna þetta: að kunna að nota þessar listgreinar á vitsmunalegan og fagurfræðilegan hátt án þess að tapa sér í spennandi tæknibrellum, og halda líkamanum hreyfanlegum og í brenni- depli rannsókna okkar. Ég hef þá trú að besta leiðin til að þjálfa danshöfunda sé að þjálfa mjög góða dansara. Það eru þeir sem taka þátt í sköpunarferlinu, þeir eru túlkendumir sem leggja sitt að mörkum með rausn sinni, líkamsnánd og jafn- vel eigin hugmyndum. Því ættum við að hug- leiða háþróað menntunarkerfi sem væri byggt, að svo miklu leyti sem kostur er, á reynslu, vísindaþekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum í heild sinni sem væri aldrei firrtur menningarumhverfinu. I heimi leiklistarinnar þurfum við umboðs- menn og skipuleggjendur sem standa við hlið danshöfundanna, sýna þeim samstöðu og eru meðvirkir í sköpunarbaráttunni, en ekki fólk sem flíkar valdi sínu valdsins vegna. Atvinnufólk sem leggur starfinu lið með fjáröflun, safnvörslu og skipulagningu, sem uppgötvar hæfileika og sér framtíð þessarar listgreinar fyrir næringu, en lætur listamönn- unum eftir frumkvæðið og missir aldrei sjón- ar á því að þjóna þeirri menningu sem við eigum sameiginlega. Ég vil ennfremur líta á blaðamenn og gagnrýnendur sem innanbúðarfólk en ekki utangarðsfólk. Ég trúi því að fjölmiðill sem fjallar um listir hafi áhuga á listum og gegni þar af leiðandi almennu stuðningshlutverki. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsinu vil ég aðeins segja að menn skyldu hugsa sig vel um áður en þeir segja „nei“ og af hvaða hvöt- um þeir segja „nei“. Okkar heimur er afar brothættur. Danssköpun og samfélagsþróun í öðru lagi trúi ég því að danssköpun verði ekki greind frá samfélagsþróuninni. Við erum hluti af þjónustusamfélagi. Æ fleiri vinna störf sem tengjast í engu framleiðslu eða vinnslu til að sinna frumþörfum. Sjötíu eða áttatíu prósent vinnuaflsins starfar við stjómun (þetta á oft við í leiklist- inni, þar sem við sjáum æ fyrirferðarmeiri stofnanir. Stundum þarf 600 manns til að halda 150 listamönnum að verki - og yfirleitt er dansflokkurinn í kjallaranum). Við erum einkum að endurskipuleggja og stjóma - þetta er ekki áfellisdómur, heldur veruleiki sem við getum ekki litið fram hjá. Þetta veldur gnðarlegum breytingum á gild- ismati okkar og eins því hvernig við tengj- umst hvert öðm. Flest okkar búa í borgum og borgir merkja að oft emm við firrt draumum okkar og emm að kljást við afar flókin kerfi. Það er geðldofm fjarlægð milli hugar og líkama, og því hefur líkaminn villst. Ég kom hingað í leigubíl, það em naumast nokkur tré í miðborginni og eini hluti náttúrannar sem ég kom auga á var mitt eigið hömnd. Líkaminn verður afdrep, sein- asti staðurinn þar sem við getum varðveitt kenndir okkar. Og leikhúsið er staður þar sem við setjum líkama, líkt og um safn væri að ræða. Maður fer í leikhúsið og segir: „Nei sko, þama er líkami!“ Þannig verður þetta eftir þrjátíu ár. Við eram sérfróð um hinn hreyfanlega lík- ama og því held ég að við höfum sitthvað til málanna að leggja í samfélagi sem er að ein- angra sig frá líkamanum og glata traustu, ævafornu sambandi við þennan sama líkama. Leikhús em um það bil seinustu blótsstaðir okkar tíma, staðir þar sem við getum komið saman til að sitja, spjalla og hugsa. Þess vegna ættum við að hugleiða það sem við ger- um á leiksviðinu. Við verðum að spyrja okkur af vissri auðmýkt hvaðan við komum og hverjum við séum að þjóna í raun, eða hvort við getum búið eitthvað til sem hefur jákvæð samfélagsleg áhrif. Gott menningarsamfélag fylgir eftir því sem góð menntun kom af stað, en getur einnig leiðrétt það sem slæm mennt- un olli. Hið vaxandi dansskáld Þessi ráðstefna fjallaði af miklum áhuga um það „hvernig ætti að móta danshöfund". Enn vil ég leggja áherslu á hversu mikilvægt sambandið er milli dansarans og þess sem semur dansinn. Það þarf afar persónulegt framtak til þess að verða danshöfundur og hvert okkar fór eigin leið að því marki. Þó trúi ég því að ef dansari býr yfir sterkum sköpunarkrafti og sé fær um að tjá hann þau ár sem hann/hún er dansari eigi hann/hún mun betri möguleika á að koma fram sem at- hyglisverður danshöfundur. Hluti af lausninni er hjá okkur danshöfundunum (við ættum að kvarta minna). Við verðum að axla ábyrgð og ýta undir að dansarar þroski sköpunargáfu sína og - ef mögulegt er - veita þeim líka tækifæri til að semja dans. Við ættum ekki að óttast að auka samkeppni í okkar eigin hús- um. Það er fallegt að miðla þekkingu. Hlutverk þess sem skipuleggur og fjár- magnar dansviðburði er mjög mikilvægt nú um stundir, vegna þess að þeir sem gegna því em gjaman meðvitaðir um nýtt hæfileikafólk og geta gert því kleift að stíga næsta skrefið. Maria de Assis sagði svo viturlega í sínu er- indi að oft mætti útdeila fjárstuðningi af næmleika; meir að segja væri hægt að gera rétt með því að úthluta minna svo fremi menn gættu þess að stuðningurinn kæmi á réttum tíma. Ég held ekki að það séu til nein einföld svör við þeirri spurningu hvort unnt sé að „kenna danssköpun“. Vissulega gætu gmnn- hugmyndir um samsetningu (composition) sem og alhliða þekking á fagurfræðum og tengdum listgreinum orðið þáttur í námsskrá. Og það er trúa mín að hægt sé að gefa dans- höfundi tækifæri til að láta reyna á fyrstu verk sín innan leikhússtofnunar. En það sem raunvemlega skiptir máli gerist eftir þessa menntun, úti í vemleikanum, rétt eins og í flestum öðmm starfsgreinum. Dæmið um portúgalska dansheiminn er alveg ljóst: við fómm öll burt til að leita að einhverju öðm og við snemm til baka til að skapa okkar eigin verk og uppgötva okkar persónulega stíl. Auk þess þekktumst við vel, við unnum saman og vomm misjafnlega samábyrg, við vorum sam- stiga (og ósamstiga). Það sem gerði hinn mikla mun var sú einfalda staðreynd að dans- skáld voru í samræðum við hvert annað. Ég get því ímyndað mér að það geti einnig verið langtíma aðferð til að „móta“ danshöfund að styðja við dans á einum, afmörkuðum stað. Samsetningin er afar flókin smíð, hún er nánast eins og tilraun til að fá botn í kaótíska veröld (og oft mjög kaótíska sál) og end- urvinna í formi dansverks. Hún snýst ekki að- eins um að útdeila dansspomm, heldur sam- tvinnun leikrænna þátta; hún snýst um hugmyndir, hún snýst um lífið. Og þá ferð föram við ein saman. Það er ekkert til sem heitir fullbúinn danshöfundur. Hann/hún er allt lífið að læra eins og góður læknir. Danssköpun snýst um stöðuga rann- sóknarvinnu með það markmið að þroska alla sína möguleika, til þess að menn þurfi ekki að heyra: „Nei sko, við fundum danshöfund!“ Vandinn er sá að markaðskerfið notar efnileg dansskáld til að búa til skjótan frama, eins og gert er við hverja aðra framleiðsluvöru. Skipuleggjandinn og stuðningsaðilinn gegnir annars vegar mikilvægu hlutverki við að uppgötva og koma ungu hæfileikafólki til þroska, en hins vegar ætti hann að forðast þá tilhneigingu dansheimsins að veðja á skyndi- frama. Þess í stað ætti hann að efla sam- ábyrgð til lengri tíma og skapa stöðugleika, til þess að vekja þá kennd með listamann- inum að hann/hún sé að taka áhættu í stað þess að stefna á skyndiframa. Reynsla mín sem danshöfundur er raunar athyglisverð og ekki dæmigerð. Fyrsta reynsla mín af danssköpun var á níunda ára- tugnum í Portúgal, fjarri meginstraumi dans- heimsins í Evrópu. Ég gat gert mín mistök (og gerði helling af þeim) og þó að þau væru aldrei „fyrirgefin" heima, hafði enginn utan að komandi tök á að sjá þau. Hefði það gerst ef ég hefði vaxið upp í heimsborgaralegra umhverfi? Ég held ekki. Þegar ég kom seinna til Frankfurt fékk ég réttu aðstoðina á réttum tíma frá Mousonturm og Dieter Buroch. A bak við mig var skipulag sem gerði mér kleift að einbeita mér algerlega að skapandi starfi. Og eftir margra ára tilraunir (og mistök) var þetta allt í einu litið óvæntum augum og mik- ill áhugi vaknaði. Núna, eftir sjö ár í Frank- H 1 2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.