Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 9
UNDIR FÁVÍSIFELDI
JQHN RAWLS ÁTTRÆÐUR
_____________EFTIR _____________
ANDREAS FÖLLESDAL
JOHN Ravvls, áhrifaríkasti stjórn-
málaheifnspekingur 20. aldar, varð
áttræður 21. febrúar. Rawls var pró-
fessor í heimspeki við Harvardhá-
skóla frá 1962 þar til hann lét af
störfum 1991. Hann var ráðinn til
starfa á grundvelli einungis þriggja
birtra ritgerða. En hugmyndirnar í
þeim urðu grunnurinn að bókinni A Theory of
Justice [Kenning um réttlæti], sem setti kúrs-
inn bæði meðal heimspekinga og annars staðar
þegar hún kom út 1971. Siðfræðingar og
stjórnmálaheimspekingar gerðu sér fljótlega
grein fyi'ir því, að nú varð maður annaðhvort að
vinna samkvæmt kenningu Rawls eða útskýra
hvers vegna maður kaus að gera það ekki.
Rawls hefur haft gífurleg áhrif á vitsmuna-
og stjórnmálalíf á Vesturlöndum, í heimspeki,
lögfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og hag-
fræði.
Réttlátt samfélag
Spurningin sem vegur þyngst hjá Rawls er
hvaða kröfur þurfi að gera til að samfélag sé
réttlátt. Hugmynd Rawls er í stuttu máli sú, að
það sem ráði úrslitum um réttlátt sam-
félag sé það hvernig þeir verst settu
hafa það. Hann setur fram nokkr-
ar grundvallarreglur um það
hvernig lífsgæðum og réttind-
um skuli skipt á milli þegna
með ólíkar lífsskoðanir. I
fyrsta lagi verður að tryggja
öllum jöfn pólitísk og borgara-
leg réttindi. Einnig verður að
tryggja jöfn tækifæri; fólk með
samskonar hæfileika og undir-
búning verður að hafa jafnan
aðgang að hinum ýmsu störf-
um í samfélaginu.
Þegar kemur að dreifingu
efnahagslegra gæða hafnar
Rawls bæði algeru frelsi á
formi markaðsfrjálshyggju og
algerum jöfnuði á formi jafnra
launa. í staðinn telur hann að
stofnanir samfélagsins verði
að tryggja jafnar ævitekjui-
óháð samfélagsstöðu, nema
hagur þeirra verst settu verði
bættur með því að einhverjir
hafi hærri laun og stækki
þannig „þjóðarkökuna". Hærri
laun fyrir sum störf eru því
réttlætanleg, en aðeins ef slík-
ur launaauki er nauðsynlegur
til að gera minnstu sneiðina af þjóðarkökunni
eins stóra og hægt er. Þessi grundvallarregla
kallastójöfnuðargrundvallarreglan.
Fávísifeldurinn
Þessar grundvallarreglur tjá margt af því
sem er sameiginlegt með mörgum trúarlegum
og flokkspólitískum lífsskoðunum, og er að
finna í meginviðhorfum bæði sósíaldemókrata
og kristilegi-a demókrata. Rawls skýtur nýjum
stoðum undir þessar grundvallarreglur, eftir
því sem hægt er án þess að grípa til umdeildra
trúarlegra og heimspekilegra forsendna.
Til að henda reiður á hugmyndum okkar um
réttláta skiptingu stingur Rawls upp á eftirfar-
andi hugsunartilraun: Imyndum okkur að mað-
ur þurfi að ákveða hvaða kröfur skuli gera svo
að samfélagið sé réttlátt, en það verði að gerast
í byrjunarstöðu undir fávísifeldi. Enginn veit
hvaða hæfileika og lífsskoðanir þeh- sjálfir
hafa, og heldur ekki hver staða þeirra sjálfra
verður í samfélaginu. Hvaða forsendur skipt-
ingar myndi maður þá velja?
Nytjastefnan, hefð sem réð lögum og lofum í
siðfræði í 150 ár, myndi samþykkja að lítill
minnihluti myndi sæta sífelldri kúgun ef þetta
leiddi til hámarksnytja fyiir heildina. En
Rawis telur að undir fávísifeldinum myndi eng-
inn hætta á samfélag þar sem einungis heild-
arnytsemd skiptir máli, án tillits til skiptingar
lífsgæða. Enginn myndi hætta á að verða með-
al þeirra verst settu í slíku samfélagi ef þeir
ættu möguleika á að tryggja sér jöfn pólitísk
réttindi og ævitekjur samkvæmt ójöfnuðar-
grundvallarreglunni. Undir fávísifeldinum
myndu menn því taka grundvallarreglur hans
fram yfir nytjahyggjuna.
Rawls telur einnig að menn myndu hafna því
að skipting lífsgæða í byrjunarstöðunni ætti að
vera hallkvæm tilteknum hæfileikum eða til-
teknum lífsskoðunum, þar eð þeir myndu
ekki vita hvort þeir hefðu sjálfir þessa
hæfileika eða deildu þessum lífsskoð-
unúm.
Réttlæting siðferðisins
Auk þess að færa rök fyrir
þessum réttlætisgrundvallar-
reglum út frá upphugsaðri
sáttmálastöðu veitir A
Theory of Justice einnig
innsýn í aðra mikilvæga
spurningu, um hvernig
hægt sé að réttlæta siðferð-
ishugmyndir. Hugmyndir
okkar um hvað sé rétt og
hvað sé rangt við tilteknar að-
stæður byggjast oft á almenn-
um siðferðisreglum um hvað sé
gott og rétt, um hvað þurfi að
taka með í reikninginn og svo
framvegis. En hvernig er aftur
á móti hægt að réttlæta þessar
reglur?
Rawls heldur því fram, að siðferðishug-
myndir okkar réttlæti hver aðra í endurskoð-
uðu jafnvægi. Við aðlögum bæði raunverulegar
siðferðishugmyndir okkar og gi-undvallarregl-
ur okkar í ljósi hvor annarra, þannig að þær
verða á endanum að forsendum og niðurstöð-
um í hagnýtri kenningu. Þá veita þær hvor
annarri gagnkvæma réttlætingu. Mat okkar á
raunverulegum aðstæðum fær réttlætingu sína
„ofanfrá“, en almennu reglurnar sem við fylgj-
um fá aftur á móti réttlætingu sína „neðanfrá",
með því að sýna fram á að þetta séu þær grund-
vallarreglur sem eigi best við allar þær tilteknu
hugmyndir sem við höfum um raunveruleg til-
vik og hvernig við bregðumst við í siðferðisefn-
um.
Rawls réttlætir þannig grundvallarreglur
sínar í tveim skrefum. Fyrst sýnir hann fram á
að grundvallarreglurnar yrðu fyrir valinu ef
taka þyrfti ákvörðun undir fávísifeldi. Þessi
feldur er tákn fyrir það sem við teljum að taka
þurfi með í reikninginn varðandi spurninguna
um réttláta skiptingu á milli jafnra borgara.
Síðan er samfélagssáttmálinn réttlættur með
því að sýna fram á að niðurstöðurnar eru í sam-
ræmi við yfirvegaðar siðferðishugmyndir okk-
ar um jafna virðingu, réttlátan launamun, póli-
tískt vald og jöfn tækifæri.
Sameiginlegar hugmyndir
um réttlæti
í seinni ritgerðum og bókinni Political Lib-
eralism [Frjálslyndisstefnan] (1993) hefur
Rawls verið ákaflega upptekinn af því hversu
mikilvægt það sé að í samfélaginu ríki sameig-
inlegar hugmyndir um réttlæti. Samfélag sem
einkennist af fjölbreyttum lífsviðhorfum verð-
Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við
Óslóarhóskóla og við ARENA sem er rannsóknar-
verkefni um Evrópuvaeðingu þjóðríkisins. Hann
skrifaði doktorsritgerð í stjórnmálaheimspeki undir
handleiðslu Johns Rawls við Harvardháskóla.
ur að eiga slíkan sameiginlegan grundvöll til að
öruggt sé að þar ríki traust og að stofnanir
samfélagsins njóti stuðnings til lengri tíma.
Rawls heldur því fram að réttlæting sín á
grundvallarreglum um skiptingu gæða taki
mið af gefnum hugmyndum um gildi einstak-
linga og hlutverk samfélagsins, sem sköruð
samstaða geti verið um, þvert á margar mis-
munandi lífsskoðanir. Kenningin getur verið
sameiginlegur þáttur í ólíkum lífsskoðunum.
A Theory of Justice kom út í Bandaríkjunum
á þeim tíma er borgararéttindahreyfingin,
Víetnamstríðið og átök ólíkra lífsskoðana vöktu
spurningar um réttmæti stjórnmálaforystunn-
ar. Við þurfum einnig á að halda, í samfélagi
nútímans, framlagi heimspekinnar til opin-
berrar umræðu. Við þurfum sameiginlegan
grundvöll fyrir mælikvarða á réttlátt samfélag
til að geta tekist á við þær spurningar er vega
þyngst. Framtíð almannatiygginga, notkun
markaðsaðferða í opinbera geiranum, áhrif
Evrópusambandsins á lýðræðishugmyndir, og
grundvöllur og takmörk umburðarlyndis eru
allt málefni sem takast þarf á við með þeim
hætti að öllum sé sýnd sama virðing.
Kenning Rawls er ítarlegt og kerfisbundið
svar við mikilvægri gnmdvallarspurningu í
stjórnmálum: Hvernig geta sameiginlegar
þjóðfélagsstofnanir okkar komið fram við alla
sem frjálsa og jafna einstaklinga, þrátt fyrir
það hversu ólík við erum? Ekki er þar með sagt
að tillögur hans séu óumdeildar. Hann tilheyi-ir
rökgreiningarhefðinni í heimspeki, þar sem
reynt er eftir megni að gera grein fyrir for-
sendum og röksemdafærslum á sem skýrastan
hátt. Það gerir auðveldara um vik að benda á
umdeilanlegar forsendur, veikleika og galla.
Imyndum okkur aö
maðurþurfi aö ákveöa
hvaöa kröfur skuli gera
svo aö samfélagiö sé
réttlátt, en þaö veröi aö
gerast í byrjunarstööu
undirfávísifeldi. Eng-
inn veit hvaöa hœfi-
leika og lífsskoöanirþeir
sjálfir hafa, ogheldur
ekki hver staöaþeirra
sjálfra veröur í sam-
félaginu. Hvaöa for-
sendur skiptingar
myndi maöurþá velja f
Og gagnrýnin hefur ekki látið á sér standa,
þótt margir gagnrýnendanna hafi ekki verið
jafnvinsamlegir í túlkun sinni á [Rawls] og
hann hefur ætíð reynt að vera í túlkun sinni á
öðrum.
Vinsamlegur, uppbyggilegur en gagnrýninn
lestur Rawls á öðrum er eftirbreytniverður.
Hann leggur ætíð áherslu á það að hann hafi
sjálfur staðið á öxlunum á risum, bæði við að
setja í formúlur spurningar sem eru mikilvæg-
ar fyrir samtímann, og við að finna vel ígnmd-
uð svör. Gagnrýnin hefur meðal annars leitt til
þess að Rawls hefur útvíkkað, endurskoðað og
betrumbætt kenningu sína. Hann hefur skrifað
um alþjóðlegt réttlæti í bókinni Law of Peoples
[Lög þjóðanna] (1993), og endurskoðaði A
Theoi-y of Justice 1999. Styttri bók, Justice as
Fah-riess [Réttlæti sem sanngimi], verður gef-
in út síðar á þessu ári.
Verkefnin sem nú bíða okkar krefjast þess
að við spyrjum hvernig samfélagið geti sýnt
öllum manneskjum jafna virðingu, þrátt fyi'ir
það hvað við erum mismunandi. Burtséð frá því
hvað okkur kann að finnast um grundvallaregl-
ur Rawls um skiptingu gæða getur verið akkur
í því að taka þátt í umræðu líkt og maður væri
undir fávisifeldi. Endurskoðað jafnvægi og
sköruð samstaða sýna hvemig hægt er að rétt-
læta gildisdóma, jafnvel í samfélagi þar sem
lífsviðhorf eru fjölbreytt.
Kristján G. Arngrímsson þýddi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 9