Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 10
H Ljósmynd/ Árbæjarsafn Yfirlitsmynd af Norðurmýri frá því á 6. áratugnum. Þaó var árið 1935 sem fyrst er getiö um fyrirhugaöa byggð í Norðurmýri í greinargeró með skipulagstillögu fyrir Reykjavík. NORÐURMÝRIN: (SLENSKUR HVERSDAGSFUNKIS EFTIR ÁGÚSTU KRISTÓFERSDÓTTUR Réttaustan við Snorrabrautina reis á fjórða áratugnum hverfið Norðurmýri. í eldri skipulagstillögum var gert róðf yrir járnbrautarstöð 1 á þ essu svæði en þær hug- mync Jir viku fyrir íbúðabyggð. Norðurmýrin er 1 yrsta hverfið í Reyl< ;jav ík sem skipulagt var utan Hringbrautar og mc irkar fyrstu skrefin í út þensli j 1: )orgarinnar ti íl austurs. ARGIR telja að bygg- ingarlist á Norðurlönd- um hafi þróast með svipuðum hætti. ísland er stundum talið með og hvað varðar upp- hafsár módernismans er það eðlilegt, því yf- irgnæfandi meirihluti starfandi arkitekta og þeirra sem hlotið höfðu annars konar sér- menntun á sviði húsateikninga höfðu sótt menntun sína til Danmerkur. En þrátt fyrir að margt sé sameiginlegt má fínna nokkur sérkenni í hverju landi. A ráðstefnu um funk- sjónalismann sem haldin var í Ósló árið 1994 var rætt um að hvert Norðurlandanna hefði skapað sinn eigin funkis í framhaldi af Stokk- hólmssýningunni 1930, sem markaði upphaf útbreiðslu funksjónalismans á Norðurlöndum. Þannig varð til tígulsteinsfunkis í Danmörku, timburfunkis í Noregi og steinsteypufunkis á Islandi. Utbreiðsla funksjónalismans var hröð og til eru þeir sem ganga svo langt að tala um funksjónalistíska hefð á Norðurlöndum. Að hús þar hafi ávallt einkennst af einföldum planlausnum og skynsamlegum byggingarað- ferðum, einfaldleikann hafi þau átt sameig- inlegan með þeim straumum sem á fjórða ára- tugnum bárust sunnan úr Evrópu. Réttara er að líta svo á að sérstakar aðstæður á hverjum stað hafi blandast alþjóðlegum straumum þannig að úr hafi orðið staðbundinn (vern- acular) funksjónalismi. í skrifum íslenskra arkitekta frá fjórða ára- tugnum kemur fram að þessi blöndun hafi ekki orðið af neinni tilviljun heldur meðvituð stefna. I grein um Stokkhólmssýninguna 1930, talar Guttormur Andrésson arkitekt og múrari um að íslendingar hafi fulla ástæðu til að bíða með eftirvæntingu þeirrar reynslu sem nágrannalönd okkar séu að öðlast af funksjónalismanum. Svo segir hann „Að vísu höfum vjer sérstöðu og er að sjálfsögðu ómögulegt fyrir oss að semja oss alveg að byggingarháttum einnar þjóðar - til þess eru staðhættir og öll skilyrði of ólík. Það liggur í hlutarins eðli að sú húsagerð sem hugsuð er suður í Frakklandi og hefir að mestu þroskast í Þýskalandi og Svíþjóð, þarf að breytast all mjög áður en hún er nothæf hjá oss. En hefir ekki einmitt þessi stefna mesta möguleika til að valda þeirri breytingu að vjer, með þeim byggingarefnum sem vjer nú notum getum skapað sjálfstæða íslenska húsagerð innan takmarka hennar?“ Og fleiri tóku í sama streng. í bókinni Húsakostur og Híbýlaprýði er inngangsgrein eftir Hörð Bjarnason arki- tekt. Þar segir hann meðal annars að íslend- ingar eigi að vara sig á að taka athugasemda- laust á móti öllu sem að þeim er rétt. Freistast má til að álykta sem svo að við- horf í anda þjóðernishyggju hafi valdið því að íslenskir arkitektar hafið viljað laga funkis að íslenskum aðstæðum og horft gagnrýnum augum á það sem var að gerast erlendis. Að mínu mati álitu íslenskir arkitektar aðlögun af þessu tagi vera fullkomlega eðlilegan þátt í þróun funksjónalismans. Funksjónalisminn var hluti af alþjóðahyggju módernismans og það hefði verið í beinni andstöðu við grunn- hugmyndafræðina að telja ísland að ein- hverju leyti of gott fyrir funkis. Það er ekki svo að stefnur og straumar í byggingarlist séu jafnósveigjanlegar og Dogmayfirlýsing kvikmyndaleikstjórans Lars Von Triers. Hugmyndirnar breytast á ferð sinni og taka við nýjum sérkennum á hverjum stað. A áðurnefndri ráðstefnu í Ósló talaði einn fyrirlesaranna, Wenche Findal, um að líta mætti á Norðurlöndin sem jaðarsvæði þar sem svipaðar aðstæður ríkja hvað varðar byggingarefni, veðurfar og landslag. Því sé ekki að undra að þróun funksjónalismans hafi verið svipuð í löndunum. Skipulag Reykjavíkur Árið 1927 var gert heildarskipulag fyrir Reykjavikurbæ byggt á hugmyndum sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins og Guðmundur Hannesson læknir höfðu áður sett fram í riti. Bók Guðmundar Um skipulag bæja frá árinu 1916 hafði mikil áhrif á gerð skipulagsins. Þess verður þó að geta að þetta skipulag var formlega aldrei samþykkt. Meg- ineinkenni skipulagsins er að göturnar eru langar og oft bogadregnar. Þar sem ekki var gert ráð fyrir einbýlishúsum átti að byggja húsasamstæður með lokuðum görðum í miðju, svokallaða randbyggð, eins og verka- mannabústaðir Guðjóns Samúelssonar við Hringbraut eru gott dæmi um. Eitt af því sem Guðmundur lagði áherslu á var staðsetning húsa gagnvart sól, hann taldi mikilvægt að menn gætu notið sólar við hús sín og að þeir hefðu aðgang að garði. Að- algarðsvæðið átti að vera sunnan húss burt- séð frá því hvort sú hlið sneri að götu eður ei. Skapaði þetta fyrirkomulag allsérstæða götu- mynd sem má sjá víða um bæinn enda þess- um hugmyndum fylgt vel framyfir miðja öld- ina. Skipulagið frá 1927 náði aðeins til Reykja- víkur innan Hringbrautar. Brátt varð ljóst að það svæði dugði engan veginn og hafist var handa við að skipuleggja svæði utan Hring- brautar. Norðurmýrin Það var árið 1935 sem fyrst er getið um fyrirhugaða byggð í Norðurmýri í greinar- gerð með skipulagstillögum fyrir Reykjavík. Þar kallast hverfið byggingarsvæði III og áttu að vera þar fjölbýlishús meðfram Njáls- götu og Rauðarárstíg, að hluta, en þriggja 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.