Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 14
EFTIR SIGURÐ HRAFN GUÐMUNDSSON Árið 1937 var Nicholaus Ritter majór sendur af þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna til þess að stela Norden-sprengjusigtinu sem var einhver mesta upp- finning í flughernaði ó þeim tíma. Hér er leiðangri Ritters lýst, órangri hans og eftirmóla. MAÐURINN hélt í ann- arri hendinni á skjala- tösku, í hinni á þess konar regnhlíf, sem hægt er að nota sem göngustaf og gekk ákveðið niður eftir landganginum á þýska farþegaskipinu Bremen, sem lá við bakka 86 á Manhattan í New York. Dr. Hans Rankin var þéttvaxinn, meðalmaður á hæð og með ljóst yf- irbragð, hann var í viðskiptaferð til Bandaríkj- anna fyrir alþjóðlegt verslunarfyrirtæki í Hamborg. Þetta var í dögun hinn 17. október 1937. Við hliðið leit tollvörðurinn kæruleysislega á farangur Rankins, en regnhlífm fangaði at- hygli hans svo hann spurði Þjóðverjann: „Hvernig virkar þetta apparat?" með áhuga þess sem fæst við vélar og tól. Rankin spennti hana upp og sýndi tollverðinum hina þýsku gæðavöru. „Þetta væri helvíti magnað fyrir njósnara!" sagði hann og hló. Rankin tók undir hláturinn og þeir skildu í mestu vinsemd. Þjóðverjinn einn vissi að þetta var alls ekki neinn brandari. Hann var njósnari. Nafnið, Dr. Hans Rankin, sem og starfið var yfirvarp, hann var majór í Abwehr, þýsku leyniþjónust- unni og hét Nicholaus Ritter. Tilgangur hans með ferðinni var að komast yfir eitt mikilvæg- asta leyndarmál Bandaríkjamanna fyrir stríð, hið hámákvæma Norden-sprengjusigti. Á þriðja áratugnum hófu Þjóðverjar að nýju að byggja upp flugher sinn, en samkvæmt Versalasamningunum máttu þeir ekki gera neitt slíkt, enda hét hann die schwarze Luft- waffe, svarti flugherinn. Þeir höfðu ekki að- gang að neinum öðrum flugher um tæknilega aðstoð. Því voru menn sendir um allan heim til þess að kaupa allt sem falt var hátæknilegs eðlis og tengdist fiugvélum. En í Bandaríkjunum var allt slíkt um þessar mundir talið til hernaðar- leyndarmála, allt frá uppdraganlegum hjóla- búnaði til sprengjumiðunartækja. Ef eitthvað fæst ekki keypt, verður að stela því! Þetta hefur verið viðhaft bæði í hemaði og iðnaði alla tíð og þar er engin þjóð annarri betri. Hnupl Þjóðverja á tækninýjungum ann- arra þjóða varð hluti af skipulagðri starfsemi Abwehr eftir 16. mars 1935. Þá lýsti Hitler því yfir, að þaðan í frá yrðu skilyrði samningsins um vopnleysi Þýskalands hunsuð og skipaði opinbera yfirstjórn yfir Heer (landher), Kriegsmarine (sjóher) og Luftwaffe Þýska- lands. Foringinn gaf þannig umheiminum þau skilaboð, að hann væri að byggja upp vold- ugasta her í heimi, die Wehrmacht. Tveimur árum seinna var Nicholaus Ritter majór sendur í för sína, sem átti að láta Þjóð- veijum í té hönnun Norden-sprengjusigtisins. Þegar Abwehr sendi Ritter til Bandaríkjanna árið 1937, hafði hann enga reynslu af njósnum, en hann bjó yfir mikilvægri reynslu - hann hafði starfað sem klæðisframleiðandi í Banda- ríkjunum um tveggja ára skeið og talaði amer- íska ensku reiprennandi án þýsks hreims. Kiæðisverksmiðjan fór á hausinn í desem- ber 1936, eins og svo mörg önnur fyrirtæki á þessum tíma, kreppan sá til þess. Niðurbrot- inn og örvæntingarfullur hitti hann fyrir til- viljun Fiedrich von Bötticher, hermálafulltrúa Þýskalands í Washington, sem ráðlagði honum að snúa aftur heim og taka þátt í uppbyggingu hervélar Adolfs Hitlers, sem þá var í fullum gangi. Hinn gjaldþrota iðnrekandi tók ráðum hans og sigldi til Þýskalands. Þar var honum vel tekið, hann var fijótlega settur majór í Ab- wehr í Hamborg og gerður að yfirmanni Ast X, leyniþjónustu flughersins. Fljótlega eftir að hann hóf störf, fóru yf- irmenn Luftwaffe í Berlín að liggja í honum að nálgast Norden tækið, sem var einhver magn- aðasta hátæknigræja þess tíma, til þess að þýskir vísindamenn gætu smíðað það og komið fyrir í þýskum sprengjuflugvélum. Þrýsting- urinn á Ritter var mikill - hann hafði engu að tapa, þannig að hann ákvað að láta undan hon- um, fara til Bandaríkjanna og ná í teikning- arnar, nokkuð sem virtist óhugsandi. Eftir tollskoðun lét Ritter hringja á leigubíl fyrir sig og fór með honum að Taft hótelinu, rétt norðan við Times Square, þar sem hann skráði sig undir téðu dulnefni, Dr. Hans Rank- in. Það fyrsta sem hann gerði, þegar hann kom upp á herbergið, var að setja regnhlífina sína inn í skáp. Hann og örfáir yfirmenn hjá Ab- wehr í Berlín og Hamborg vissu að hún var hol að innan, því henni var ætlað að fela leynileg skjöl, sem smygla átti til Þýskalands. Tollvörð- urinn hafði því hitt naglann á höfuðið, óafvit- andi. Tveim tímum síðar tók hann dæmigerðan New York leigubfl fyrir utan hótelið og bað bfl- stjórann að fara með sig að Monitor Street númer 245 í Brooklyn, gi'áu, látlausu og frekar óaðlaðandi húsi. Hann gerði upp við bflstjór- ann, fór hægt út úr bílnum á meðan hann at- hugaði með gætni hvort fylgst væri með hon- um, gekk síðan rólega upp að dyrunum og hringdi bjöllunni. Miðaldra, feitlaginn maður með nokkurra daga skegg kom til dyra og bauð góðan dag. „Mr. Söhn?“ spurði Ritter. „Ja, I am mister Söhn,“ svaraði maðurinn vai'lega, með greinilegum þýskum hreimi. „Gleður mig að sjá þig, Pops. Ég færi þér kveðju frá Roland.“ Pops var lykilorð Ast X til að hitta Söhn, og Roland sérstakt orð fyrir Treff, eða leynilegan fund þeirra. Söhn var minni háttar foringi og í meðallagi áreiðanlegur, svo að Ritter hafði engan áhuga á honum. Majórinn vildi vita hvort Söhn gæti komið í kring fundi með „Paul“. „Að sjálfsögðu," svaraði Pops. Ákveðið var að Ritter kæmi aftur á sama tíma, tveimur sólarhringum seinna, hann fór aftur á hótelið sitt og drap tímann þangað til. Þegar hann kom á staðinn, á tilsettum tíma, t 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.