Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 9

Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 9
9 FYLKIR jólin 1997 Myndin er tekin þegar I 0 ára bekkur Páls í Barnaskólanum fór í skemmtigöngu í Herjólfs- dal. Neðri röð frá vinstri: Lísa Wium, Svana í Ásgarði, Bússa í Stafnesi, Steingrímur Ben. kennari, Ása Hjálmars, Gréta á Flötunum, Þóra á Múla og Jóna á Túnbergi. Efri röð frá vinstri: Sirrý í Breiðholti, óþekkt, óþekkt, Gússí á Geithálsi, Þórey á Hvoli, Sella í Baldurs- haga, Stúlla í Breiðuvík, Bói í Túni, Anna Tomm., óþekktur, Eiríkur Haralds, Palli prests, Garðar Gísla, Tryggvi á Vesturhúsum. Sumir strákanna í bekknum lentu út úr myndinni. unnið hjá Phil og Sön. Það er nú svo þótt fiskurinn sé góður og gefi mikið þá þurfum við að víkka grundvöllinn sem við byggjum á, við þurfum að nota öll sóknarfæri sem mögulegt er til þess að ná árangri. Heimurinn er alltaf að minnka með auknum samskiptum og auðveldari boðleiðum og við þurfum að nýta þetta allt til þess að styrkja okkar eigin sjálfstæði og menningu og grundvöllur þess er öflug aftvinnuuppbygging. Þjóðfélag þarf sterka stöðu í þessum efnum og með sterkri stöðu í atvinnu og hagsæld styrkist staða fjölskyldunnar sem er náttúrulega gulllyk- illinn að öllu saman. Ég hef verið svo lánsamur að eiga stóra og góða fjölskyldu, það félagsstarf þótl ég sé engin félagsvera, en það hefur verið skemmtilegt. Þegar maður fæst við verkefni, stór eða smá, á sviði félagsmála eða stórtækra verkefna í uppbyggingu þá er það auðvitað bæði krefjandi og gefandi. Það er mjög ánægjuleg tilfinning að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þeirri miklu uppbygg- ingu sem hefur átt sér stað í landinu undanfarna áratugi, taka þátt í þeirri miklu tæknibyltingu sem hefur orðið og er í rauninni miklu meiri en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Við erum öll að lifa tímana tvenna, næstum daglega. Það var lengra milli Vestmannaeyja og Reykja- víkur þegar ég var að alasl upp, en milli Reykjavíkur og Páll ásamt vinnufélaga á virkjunarstað við Búrfell. er mikils virði og ekki getur maður kvartað undan vega- nestinu frá foreldrum mínum. Ef rnaður vaknaði á nóttinni var nánast víst að mamma sat við sauma eða með prjónana að gera okkur föt. Þannig var nú það, en allan þennan kærleik og alla þessa natni lærir maður af reynslunni. Stundum er maður of fljótfær, en flest lærist. Ég man að amma þín Margrét var mjög glæsileg kona. Einu sinni sem oftar kom ég í Suðurgarð á sunnu- degi og þá var Margrét í peysufötum og með fallegar fléttur. Hvernig festir þú flétt- urnar spurði ég gáskafullur. A ég að gefa þér þær svaraði hún að bragði og hló, en þarna var ég tekinn í landhelgi, því Margrét var með sítt og fallegl hár og þetta voru hennar eigin fléttur. Ég var aldeilis tekinn í bakaríið heima á Ofanleiti þegar þetta spurðist." Aljdrei meiri velmegun á Islandi en nú Ég spurði Pál um gildi félagsstarfsins sent hann hefur tekið að sér í ýmsunr áttum? „Einhvernveginn hef ég flækst inn í alls konar Sydney í dag. Almenn vel- megun er mikil og meiri en nokkru sinni fyrr á Islandi, þótt alltaf sé eitthvað sem betur má fara og því miður alltaf einhverjir sem hafa .það ekki eins og best verður á kosið. Við megum vera þakklát fyrir íslenskt þjóðfélag í dag og möguleikarnir eru miklir ef við gætum hófs í kröfum og forðumst hégóm- ann. Heilsan og hamingjan haldast í hendur ef menn hugsa rökrétt. Aður lifðu margir í stöðugum ótta, en tæknin og þróunin hefur breytt mörgu. Það var til dæmis ótt- inn í sjávarplássinu þar sem bátar voru stöðugt að farast. Það grópast í mann atburður eins og pabbi upplifði. Hann þurfti að heimsækja heimili og tilkynna skipsskaða og mannslát. Þegar konan sá pabba á tröppunum, prestinn, fórnaði hún höndum í örvæntingu og hrópaði: “Þú þarft ekkert að segja.“ „Við höfum ástæðu til þess að þakka fyrir svo margt sem við búurn við í dag og teljum sjálfsagt en það er fjarri því sjálfgefið." á.j. það var mikill samgangur milli Suðurgarðs og Ofanleitis og henni Nýju í Suðurgarði, en Ingi sonur hennar var leik- bróðir minn og einnig Eiríkur Haraldsson sem átti heima á næsta bæ, Steinsstöðum. A þessum tíma voru tveir fólksbílar í Vestmannaeyjum, bíll Haraldar Eiríkssonar og bíll Helga Benediktssonar. Maður fór allt gangandi og ekki þótti okkur peyjunum mikið að ganga daglega suður á Breiðabakka niður að lón- unum sem þar eru og voru okkar leiksvæði, buslpollar og úthöf í senn. Suðurhluti Heimaeyjar var okkar heima- völlur. Suður í Klauf tókum við á móti köllunum sem reru árabátunum úr Klaufinni. Ofanbyggjarasamfélagið var mjög sérstakt, Arni í Suður- garði mjög drífandi maður og þar voru til tindátamót sem við Sigfús fengum oft að steypa tindáta í úr blýi. Það fengist líklega ekki í dag fyrir barnaverndarnefndum. í Brekkuhúsi bjó Guð- mundur. Gvendur hjálpaði oft til í fjósinu heima. Hann var aðventisti og hélt því fram að þeir einu sem kæmust í himnaríki að lokum væru aðventistar úr Vestmanna- eyjum. Pabbi spurði hann þá hvort hann teldi ekki að það yrði full fámennt og dauflegt í himnaríki ef þar kæmust engir aðrir inn. Þá varð Gvendur nokkuð hugsi. Þá var alltaf jafn skemmtilegt að fara út í Bjarnarey í rollustússinu, bæði um sauðburðinn, að rýja og smala á haustin. Einu sinni þegar við fórum upp á Hvannhillu bilaði vélin í trillunni á bakaleiðinni, pakkning fór, en það var bara smíðuð ný pakkning á meðan látið var reka. Menn voru ekki að æðrast. Mér er mjög minnisstætt þegar þakið fauk af fjósinu á Ofanleiti í Hins vegar man ég að Eiríkur Haraldsson taldi Jóhannesi Áskelssyni náttúrufræði- kennara í MR trú um það að það væru engar þúfur í Vestmannaeyjum. Þegar við fluttum til Reykjavíkur 1944 fórum við með Gísla J. Johnsen til Stokkseyrar og fengum inni í sumarbústað í Kópavogi. Þá var umferðin ekki meiri um Hafnarfjarðarveginn en svo að maður fór út ef maður heyrði í bíl. Ég tók inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. „Ef þið eru rjóminn af íslenskri æsku, hvernig eru þá hin fíflin,“ sagði Einar Magnússon rektor við okkur 30 sem komumsl inn af 180 sem sóttu um.. Við þurfum að víkka grundvöllinn Nýbakaður verkfræðingur var Páll setur í verkefni við eftirlit virkjunarinnar í Efra Sogi 1959, síðan í ganga- gerðina í Færeyjum og á árunum 1961-1968 vann hann erlendis, m.a. í Danmörku, en þó lá leiðin heim aftur og þau Sigríður byggðu hús í Breiðholtinu sem þau fluttu í alkomin heim árið 1970. Ég spurði Pál um það sem stæði Ijósast eftir þetta tilþrifamikla tímabil á heimaslóð? „Það hefur geysileg reynsla fengist út úr þessu starfi og það hefur gefið bæði gleði og lífsfyllingu. Island er jú landið manns og Islendingar eru þrautseigir og hér læra menn að bjarga sér. Samstarf okkar við Phil og Sön hefur sent okkar menn um allan heim, þeir eru eins og maður segir alls staðar og í lykilstöðum. Með þessu móti hefur mikil verkkunnátta safnast hingað og í stóru verkefnunum eins og til dæmis jarðganga- gerðinni er verkkunnáttan orðin íslensk, m.a. vegna þess að margir íslendingar hafa Fríða Hjálmars frá Vegamótum og Palli fyrir utan Ofanleiti 18. júní 1939. Palli prestsins og Óli í Norðurgarði. bálviðri. Þá gekk mikið á, en ég man líka hve mér þótti undarlegt að skýin komu úr suðvestri, en svo kom vind- urinn úr suðaustri. Svo lærði maður um lægðirnar og varð eiginlega veðurfræðingur af því að alast upp á toppnum á Heimaey. Hvernig eru þá hin fíflin ? Fjórtán ára gamall flutti ég úr Eyjum, þá varð pabbi prestur í Hallgrímskirkju, en ræturnar eru ótrúlega strekar. Þá var gengið til prestsins í tvö ár, en hins vegar gengur maður alltaf í barndóm þegar maður fer til Eyja og viðmiðunin er engu öðru lík. Einu sinni í verkfræðinni var Finnbogi Rútur Þorvaldsson að segja okkur hvernig ætti að byggja upp fjallvegi og nefndi Stórhöfða sem dæmi. Ég brosti en hann gaf sig ekki, fjallvegur skyldi það heita upp á Stórhöfða í 122 metra hæð.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.