Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 15
FYLKIR jólin 1997 15 Á hrekkjavöku í Bandaríkjunum. stelpum frá ýmsum löndum sem eru aupair hér eins og ég. Þar sem ég er hér á vegum samtaka þá er auðvelt að kynnast öðmm stelpum sem em einnig á vegum samtak- anna því við hittumst alltaf reglulega og gemm eitthvað skemmtilegt saman. Eitt af því sem maður verður að gera þegar maður fer sem aupair út, á vegum þessara samtaka, er að fara í eitthvert nám meðan maður dvelur hér. Ég ákvað að taka það eftir áramótin og fer því í nám í efnafræði á nýju ári og verð að taka sex tíma á viku í því námi. Ameríkanar eru afar vingjarnlegir og opnir Eg hef alltaf heyrt mikið talað um allt frelsið sem ríki í Bandaríkjunum og einhvem vegin er útbúin sú mynd í huga manns að hér sé vagga alls frelsis í hvaða mynd sem er. Það kom mér því verulega á óvart, eftir að ég kom hingað, að þetta er langt í frá að vera svona í reynd. Bandaríkin em alls ekki eins fijáls og ég hafði a.m.k. haldið. Aftur móti er fókið héma yfirleitt mjög vinalegt. Hér heilsast allir og hvar sem maður kemur í verslanir, veitingastaði eða nánast hvert sem er kemur afgreiðslu- fólkið og talar við mann. Býður góðan daginn og hvort hægt sé að hjálpa og ef maður er tilbúinn í spjall stendur ekki á því. Svo kveður það og óskar manni góðs dags eða góðrar helgar þegar maður fer. Fólk, sem maður þekkir ekkert, heilsar manni á götu og þetta er bara einhvern veginn svo sjálfsagt hér. Ég sé íslendinga ekki fyrir mér taka upp þessa siði sem manni finnast svo sjálfsagðir eftir að hafa verið hér skamman tíma. Verð stundum leið á örbylgjufæðinu og langar í matinn hennar mömmu Maturinn hér er svo kapítuli út af fyrir sig og er mikill munur á venjum í þeim efnum og heima. Það eru talsverð viðbrigði fyrir mig, sem er alin upp við það að heima er eldað nánast á hverjum degi og oft mikið haft fyrir matseldinni, að koma hingað og sjá hvernig þessum málum er háttað hér. A heimilum hér er afar sjaldan eldað. Oftast er farið eitthvað út að borða og ef það er eldaðheimaþá erþaðekki áþann hátt sem ég á að venjast að heiman því þá er keypt eitthvað tilbúið sem skellt er í örbylgjuofninn og þegar það er orðið heitt er matseldinni lokið. Sama má segja um bakstur. Það er ekki sama fyrirhöfnin og heima þar sem mamma er með hrærivél, vigt, hveitistamp og allt sem þarf á lofti. Hér er bara farið út í búð og keyptur pakki með efni í brúnköku, jólaköku, eða bara hvaða köku sem er, vatni er blandað saman við og síðan er því skellt í ofninn. Þar með er bakstrinum lokið. Þetta er talsvert annað en maður á að venjast en auðvitað er þetta mjög þægilegt. Ég neita því þó ekki að oft langar mig frekar í matinn hennar mömmu heldur en þetta fæði sem hérerá boðstólum. Phoenix er yndislegur staður Þrátt fyrir það að maður sakni margs að heiman þá líður mér ákaflega vel hér. Phoenix er yndislegur staður og ég held að ég hefði varla getað orðið heppnari með stað til að dvelja á. Ég var heppin með fjölskyldu því þau hafa reynst mér rosalega vel og svo hef ég eignast hér marga nýja vini. Þá er allur aðbúnaður hjá mér frábær. I góða veðrinu get ég labbað út í bakgarðinn og skellt mér í sundlaugina, sem þar er, svo ég get haft það ansi huggulegt í garðinum héma heima. Mér líkar alla vega það vel héma að ég held að ég gæti alveg hugsað mér að setjast að héma, svo fremi að ég hefði fjölskylduna mína með að heiman. Ometanleg reynsla Sú reynsla sem maður öðlast með því að fara til dvalar úti í heimi er ómetanleg. Að kynnast nýjum siðurn, víkka sjóndeildar- hringinn og svo auðvitað að læra málið og standa á eigin fótum er reynsla sem örugglega á eftir að koma sér vel í framtíðinni. Miðað við mína reynslu þá er þetta tækifæri sem ég hefði ekki viljað missa af og ég held að enginn ætti að láta svona tækifæri fram hjá sér fara. Þó að oftast sé þetta mjög skemmtilegt og manni finnist þetta ekki vera mikið mál þegar maður leggur af stað að heiman, blautur á bak við eyrun, þá koma auðvitað erfiðir tímar. Þetta er ekki alltaf létt og auðvelt og það koma tímar sem aðeins taka á en þetta er samt vel þess virði og meira en það. Héðan úr sólinni og hitanum sendi ég öllum heima í kuldanum bestu kveðjur og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Kristín Inga Grímsdóttir Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól ✓ Oskum Vestmannaeyingum öllum gleöilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Þökkum viöskiptin á líöandi ári. Apótek Vestmannaeyja komandiar. Óskum félagskonum okkar og öðrum Vestmannaeyingum, gleðilega jóla og farsæls komandi árs. Þökkum ánægjuleg samskipti ? á árinu sem er að líða. VERKAKVENNAFELAGIÐ SNOT Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um GLEÐILEG JOL, gott ogfarsœlt komandi ár. Þökkum ánœgjuleg viðskipti á árinu sem er aÖ líÖa. BIFREIÐAVERKSTÆÐIHARÐAR OG MATTA Sendum öllum Vestmannaeyingum ncer ogjjar bestu óskir um r GLEÐILEG JOL og farsœlt komandi ár. Sveinafélag járniðnaðarmanna Vestmannaeyjum Sendum öllum Vestmannaeyingum nær og fjær bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. BÓKABÚÐIN viö Heiðarveg Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi óu: Þökkum dnægjuleg viðskipti d árinu sem er að líða. Við óskum öllum Vestmannaeyingum y GLEÐILEGRA JOLA. góðs ogfarsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin! Tölvun - Strandvegi 54

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.