Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 14

Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 14
14 FYLKIR jólin 1997 S I híta og sól rétt fyrir jól Kristín Inga Grímsdóttir skrifar frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum Kristín Inga brunar á línuskautum eftir Venice Beach í Los Angeles. „Og hvor sem þið trúið því eða ekki þá datt ég ekki“ segir Kristín. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess, þar sem ég sit hér á stuttbuxum í hitanum og skrifa þessar línur, að jólin séu að koma. Þetta er talsvert öðruvísi aðventa en ég er vön. Hér í Phoenix í Arizona er sól og yfir 20 stiga hiti f desember og því ekki sá kuldi sem égervön áþessum árstíma. Þegar ég ákvað fyrir tveimur árum að fara sem Aupair til U.S.A. vonaðist ég til að lenda á stað þar sem væri sumar allt árið, þó að ég hafí ekki sótt neitt sérstaklega um það. Vonir mínar í þeim efnum rættust þó því ég var svo heppin að lenda hér í Phoenix. Phoenix er staðsett í Arizonafylki, inni í miðri Arizonaeyðimörkinni, þannig að hér allt í kring er eyðimörk, enda eru hér yfir 300 sólardagar á ári og yfír háveturinn fer hitinn ekki mikið niður fyrir 20 stig. Og ég bý hér í nýju húsi í nýbyggðu hverfi einum útjaðri borgarinnar og handan við bakgarðinn hjá okkur er eyðimörk svo langt sem augað eygir, enda koma sléttúlfar, „Coyotes“, og snákar hér að húsgarðinum um nætur. Eg lagði af stað í þessa ársdvöl mína í Bandarikjunum 4. júní sl. og óhætt er að segja að þessi tími, sem liðinn er, hafi verið rnjög viðburðaríkur. Ég var full tilhlökk- unar og mér fannst eins og ég væri bara að skreppa í létt sumarfrí. Ég dvaldi í nokkra daga í Washington á námskeiði á vegum Aupair- samtakanna en 7. júní hélt ég þaðan til Phoenix í Arizona. Ég hafði fengið fjölskyldu þar og átti að passa eina stelpu, Elisabeth, sem er 2ja ára. Fjölskyldan sem ég er hjá er alveg yndisleg og hefur reynst mér vel. Húsmóðirin, Susan, er sölumaður fyrir Johnson & Johnson og húsbóndinn, Jim, er íþróttafréttamaður á sjónvarpsstöð og umboðsmaður fyrir hafna- boltaspilara. Svo er hér yndislegur hundur sem heitir Morgan. Ég kunni strax vel við mig hér og mér líður mjög vel. Hér hef ég upplifað margt skemmtilegt og fengið að kynnast svo ótal mörgu og sjá hluti sem voru svo fjarlægir mér fyrir nokkmm mánuðum. Ég hef ferðast talsvert um í frítíma mínum og hef því náð að sjá mig vel unt hér í kring. Meðal stjarnanna í Hollywood Ég er búin að fara nokkrar ferðir til Los Angeles og einnig er ég búin að fara þrisvar sinnum til Las Vegas. Að heimsækja þessa staði er eins og að ganga inn í ævintýri og þar fær maður að sjá það sem hefur verið manni svo fjarlægt hingað til. I einni ferð minni til L. A. fór ég meðal annars „baseball“ eða hafnaboltaleik og sá L.A. Dodgers leika við Cincinati Reds. Það var mikil upplifun að fara á svona leik. Fyrir leikinn var Hollywood stjömuleikur þar sem margir frægir leikarar fóm á kostum. Ég hefði ekki trúað því að það gæti verið svona skemmtilegt á hafna- boltaleik en ég verð að segja að þetta var algjör toppur. Stemmningin var svo ótrúleg að ég hef aldrei kynnst öðm eins. Úr því að ég var komin til L.A. var ekki hægt að sleppa því að kíkja í Hollywood og sjá með eigin augum margt af því sem maður hefur séð á skjánum undanfarin ár. Staðir sem ég þekki vel vegna framhaldsþátta í sjónvarpinu, Beverly Hills og Melrose, voru heimsóttir og ýmislegt annað skoðað. Ég varð vitni að upptöku á mynd þar sem Nicholas Cage var að leika. Mér fannst merkilegt að sjá þessa upptöku og ég verð að segja að mér fannst þetta minna í sniðum en ég hafði gert mér í hugarlund og umstangið í kringum þetta var ekki mikið. Las Vegas er toppurinn Las Vegas er ævintýraheimur út af íyrir sig og þar er óhætt að segja að fínna megi öfgana í Ameríku í öllum sínum myndum. Þó Vegas sé þekktust fyrir spilavítin þá er þar margt að sjá og nóg við tímann að gera, hvort sem er á degi eða nóttu enda er Vegas nefnd Borgin sem aldrei sefur. í Vegas er hvert hótel heilt ævintýri. Hótelin eru flest byggð í einhverjum sérstökum stfl. Þar er hótel sem heitir New York, New York og er það byggt upp eins og Empire State og framan við hótelið er nokkurra tuga metra há eftirlíking af Frelsisstyttunni. Annað hótel, Luxor, er byggt eins og pýramídi og allt þar er í fomegypskum stfl og eitt hótelið heitir Cesars Palace og þar er allt í fornrómverskum stfl. Þannig mætti áfram telja. Nánast hvert sem litið er eitthvað merkilegt að sjá . I Vegas fór ég í hroðalegasta tæki sem ég hef komist í. Það er uppi á háum tumi sem heitir Stradosphere. Farið er með lyftu upp á 108. hæð og þaðan er farið upp á þak byggingarinnar. Þar er rússíbani og tæki sem heitir; Big shoot. Það em sæti sem eru á braut utan á mastri sem stendur einhverja tugi metra upp úr turninum. Sætunum er svo skotið upp eftir mastrinu og tekur það þrjár sekúndur að þeytast einhvetja tugi metra upp í loftið en síðan fellur maður niður í fríu falli niður undir tumþakið og þeytist þá aftur upp. Þannig gengur þetta nokkrum sinnum og ég segi það satt að þetta er hrikalegt. Las Vegas er alveg meiriháttar staður og ég held að það sé erfitt að finna einhvern annan stað sem toppar Vegas. í leit að Tori Spelling Mamma, pabbi og systkini mín komu hingað út í heimsókn í október. Þau dvöldu á heimilinu mínu meðan þau vom hér í Phoenix en síðan fékk ég frí til að fara í smá ferðalag með þeim. Við keyrðum mikið um og komum við í Vegas og L. A. Einnig fómm við í Grand Canyon, Miklugljúfur, sem eru bæði hrikaleg og ofboðslega falleg enda talin eitt af sjö undmm veraldar. á ferðalagi okkar í L.A. heimsóttum við bæði Disneyland og Universal Studio og var það ákaflega skemmtilegt. Eftirminni- legast úr ferðinni er þó þegar við fómm í skoðunarferð um Hollywood til að beija augum alla frægu staðina. Pabbi var bflstjórinn og því miður fyrir hann þá keyptum við kort af Hollywood þar sem inn var merkt hvar allar helstu stjömumar búa. Það var því keyrt beint inn í Beverly Hills með kortið fína og reynt að finna eitthvað af húsunum sem fræga fólkið býr í. Við keyrðum þama fram og aftur og við stelpurnar vomm rosalega spenntar yfir þessu. Við sem alltaf höfum fylgst vel með Beverly Hills 90210, urðurn að sjá húsið hennar Tori Spelling, Donnu úr 90210. Við ætluðum að vísa bflstjóranum veginn eftir kortinu en fljótlega villtumst við og keyrðum þama um í einn og hálfan tíma á mesta umferðartímanum og komið var svarta myrkur. Bflstjórinn og bróðir minn voru orðnir frekar pirraðir á þessari keyrslu og fannst lítið til þess koma að sjá einhver hús sem einhverjir leikarar byggju í. Pabbi sagði reyndar að hann hafi nú aldrei þolað Beverly Hills þættina en eftir þennan bfltúr þá hataði hann þá og vildi ekki heyra minnst meira á þetta hverli. „Trick or treat“ Halloween, eða Hrekkjavakan, var meðan fjölskyldan mín var hjá mér í heimsókn. Það var frábært að vera þátttakandi í því. Öll húsin voru skreytt og fyrir Halloween vorum við búin að skera út andlit í grasker og setja kerti inn í þau. Graskerin vom síðan sett út framan við húsin og kveikt á kertunum þegar fór að dimma. Allir fóru síðan í grímubúninga og svo var gengið í húsin í hverfinu og bankað upp á. Þegar opnað var, var hrópað: „Trick or treat“, hrekk eða sælgæti, og þá voru húsráðendur alltaf tilbúnir með nammiskál til að gefa. Það var rosalega gaman að fá að upplifa þetta sem maður hafði bara séð í bíómyndum til þessa. Gaman að kynnast nýju fólki og nýjum siðum Síðasta fimmtudaginn í nóvember var svo „Thanksgiving", þakkargjörðardagurinn. Þá var eldaður kalkúnn á heimilinu og mér fannst bara eins og það væm komin jól. Strax eftir Thanks- givings var síðan jólatréð sett upp og skreytt og stendur þannig í stofunni fram yfir jól. Þetta er eitt af því sem maður þekkir ekki og því er gaman að kynnast því og sjá hvað siðimir eru ólíkir því heima er maður ekki vanur því að jólatréð sé komið skreytt inn í stofu í lok nóvember. Ég er nú búin að vera hér í Phoenix í hálft ár og mér finnst það í raun ótrúlegt að dvöl mín hér sé hálfnuð því enn finnst mér bara eins og ég sé í hálfgerðu sumarfríi. Hér er gott að vera og hér hef ég kynnst mjög mörgum. Mikið af íslendingunt býr hér, mest er það fólk sem er hér í skóla, og hef ég kynnst mörgu af þessu fólki en einnig hef ég kynnst mörgum Stórfjölskyldan: Grímur, Elísabeth, Jim, Kristín Inga, Erna Osk, Gísli stendur fyrir framan og Susan situr.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.