Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 3

Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 3
FYLKIR jólin 1997 Guðbiörg Matthíasdóttir Hátíð fagnaðar, ljóss og friðar Desembermánuður er genginn í garð. Á marg- víslegan hátt erum við minnt á komu jólanna. Ég held, að það fari ekki fram hjá neinum að jólin em að koma. Hvert sem litið er getum við séð merki hátíðanna. Jóla- skreytingar, auglýsingar um allt og ekkert. Við verðum vör við ysinn og þysinn og spennuna hjá bömunum sem eru eftirvæntingarfull og tilhlökkun þeirra mikil þar sem þau vænta mikils á jólahátíðinni. Við þurfum líka að muna að það er nauðsynlegt að hlakka til og gleðjast yfir því sem fram- undan er. Margir byrja á aðventunni að undirbúa komu jólanna, baka, skreyta oghugaaðjólagjöfum. Jólin með jólaundirbúningi varpa birtu á hversdagslífið. En látum samt ekki amstur og veraldlegan undirbúnað jólanna villa okkur sýn. Við emm að fagna fæðingu frels- arans þessi jól eins og öll önnur jól. Minnug þess ætt- um við að njóta aðventunnar með frið í sálinni og leiða hjá okkur jólastreituna. Hinn raunverulegi jólaboðskapur sem engillinn sagði við fjárhirðana hljóðar svo: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn- um. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð fínna ungbam reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með engl- inum fjöldi himneskra her- sveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upp- hæðum og friður með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ (Lúk. 2: 10- 14). Jólaboðskapur Biblíunnar er fluttur um gjörvallan krist- inn heim. I þessum boðskap felst friður og fögnuður enda jólin hátíð fagnaðar, ljóss og friðar. Allt of margir eru hræðilega einmana í dag. Margir sjá aðeins tómleika og tilgangsleysi. Of fáir mega vera að því að sýna þessu fólki skilning og umhyggju. Reynum að ýta frá okkur þeirri svartsýni, sem ríkt hefur hér í bæjarfélaginu. Égtekundir orð séra Bjama Karlssonar í Fréttum 27. nóv. sl. en þar sagði hann „ef eitthvert byggðarlag utan suðvestur- hornsins á framtíð fyrir sér eru það Vestmannaeyjar. Kirkjan er vettvangur mann- ræktar og tilbeiðslu.“ Hér er öflugt safnaðarstarf og kirkj- an opin hvem dag. Við megum aldrei missa vonina og um leið trúna á lífið. Við eigum að njóta hverrar stundar í lífinu á hvaða árstíma sem er ef heilsan er fyrir hendi. Jólin eru fjölskylduhátíð og þér gefst tilefni til að styrkja fjölskylduböndin. Gott er á þessum tímamótum að staldra við og hugleiða með sjálfum okkur líf okkar og hvers við væntum af lífínu. Með lífi sínu, breytni og kenningum gaf Jesús Kristur okkur til eftirbreytni hina einu og sönnu fyrirmynd mannlegs lífs. Megi jólahátíðin flytja þér og þínum birtu og yl og komandi ár verða öllum til heilla. Guðbjörg Matthíasdóttir Höfundur er húsmóðir og kennari og situr í sóknarnefnd Landakirkju 3 Bls 3 Jólahugvekja eftir Guðbjörgu Matthíasdóttir Bls 5 Þekking og djörfung eru lykillinn að framförum og farsæld á íslandi Árni Johnsen ræðir við Pál Sigurjónsson frá Ofanleiti, forstjóra ístaks Bls I I Jólahald í Katalóníu Úlfar Steindórsson ogjóna Osk Pétursdóttr skrifa frá Barcelona. Bls 12 Að komast heim um jólin Sigtryggur Helgason skrifar um minnisverða atburði, um horfinn heim og breytta tíma í samgöngum. Bls 14 í hita og sól rétt fyrir jól Kristín Inga Grímsdóttir skrifar frá Phoenix í Arizona. Bls 16 Raunverulegur möguleiki eða draumur? Grímur Gíslason skrifar hugleiðingar í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá komu svifskipsins SR N6 til Vestmannaeyja. Bls 19 Vígbúnaður á Skansinum 1586 - 1997 Halldór Baldursson dr. med. skrifar um byggingarsögu og viðbúnað á Skansinum fyrr og nú. Bls.23 KFUM&K íVestmannaeyjum Skapti Örn Ólafsson skrifar um starfsemi félagsins Bls.26 Látnir kvaddir Myndir af fólki sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri tíma og lést á árinu Bls.30 Helgihald á jólum og áramótum ÚTGEFANDI: RITNEFND: FORSÍÐUMYND: PRENTVINNA: UPPLAG: Eyjaprent hf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum Arnar Sigurmundsson ábm.,Magnús Jónasson.Grímur Gíslason Sigurður Einarsson og Guðmundur Eyjólfsson. Álsey og Brandur í kvöldkyrrðinni. Ólafur E Lárusson / Odda. Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum 2400 eintök BLAÐINU ER DREIFT í ÖLL HÚS í VESTMANNAEYJUM OGAUK ÞESS SELT ÁSKRIFENDUM VÍÐA UM LAND OG í LAUSASÖLU í VESTMANNAEYJUM OG REYKJAVÍK.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.