Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 23

Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 23
FYLKIR jólin 1997 23 • • / Skapti Om Olafsson KFUM & K í Vestmannaeyjum Greinarhöfundur fyrir miðri mynd ásamt þátttakendum í óvissuferð á vegum KFUM&K nú í haust. Kristilegt félag ungra manna og kvenna var stofnað af sr. Friðrik Friðriksyni þann 2. janúar árið 1899 hér á Islandi. Og er hann upphafsmaðurinn að öllu skipu- lögðu æskulýðsstarfi á Islandi. Hinn 30. nóvember árið 1924 var Kristilegt félag ungra manna stofnað hér í Vestmannaeyjum af sr. Friðrik Friðriksyni og fór stofnunin fram í Landakirkju. Stofnendur vom 62 í eldri deild og 66 í yngri deild. I stjóm félagsins skipaði sr. Friðrik þá Sigurjón Þ. Ámason, sóknarprest, Pál.V.G. Kolka, lækni, Stein Sigurðsson, Þorbjöm Guðjónsson bónda á Kirkjubæ og Bjama Jónsson, verslunarmann á Svalbarða. Var sr. Sigurjón Ámason kjörinn formaður félagsins. Svo var Kristilegt félag ungra kvenna stofnað hér í Eyjum árið 1926, hinn 14. mars, með 95 stofnfélaga. Héldu bæði félögin fundi sína í Landakirkju eins og enn er gert á sunnudögum, ýmist í sitt hvom lagi eða sameiginlega. Fljótlega sá félagið þörf sína á því að koma sér upp samkomuhúsi og var von bráðar farið að hugsa um það að safna saman fé til húsbyggingar bæði með frjálsum samskotum innan félagsins og svo ríflegum árstillögum félagsmanna eins og efni hvers og eins og geta leyfði. Starf félaganna var misöflugt en það lagðist að nokkm leyti í dvala fyrir nokkmm ámm en var endurvakið með öflugu unglingastarfi í samvinnu við söfnuð Landakirkju 21. mars 1992. Aðal hvatamaður og driffjöður í endurlífgun á starfi KFUM & K í Vestmannaeyjum var Hreiðar Öm Stefánsson þá æskulýðsfulltrúi hjá Landakirkju. En þess má geta að nýr æskulýðsfulltrúi hefur tekið til starfa, Hulda Líney Magnúsdóttir. Tók hún við af Aldísi Atladóttur sem vann með Hreiðari þegar hann var hér í Eyjum. En eftir að hann fór til annarra starfa í höfuðborginni þá tók Gylfi Sigurðsson við og hefur komið sterkur inn í starfið ásamt Huldu Líney. KFUM & K starfið í Vestmannaeyjum hefur oft verið mjög blómlegt. í dag er starfsemin enn í fullu fjöri eftir að Hreiðar Öm reif starfið uþp. Var mjög mikill fengur í því að fá hann hingað til Eyja, hann starfar nú í Bústaðakirkju sem umsjónarmaður safnaðarstarfs. Á þeim ámm kom uþþ áhugi á því að koma KFUM & K húsinu í betra horf. En það kostar sitt að gera svona gömul hús upþ. En strax sumarið 1994 var byrjað að múra, smíða, mála og gera við hina ýmsustu hluti í húsinu. En það hefur tekist með hjálp góðs fólks hér í bæ. KFUM & K húsið var svo endurblessað til starfs KFUM & K 14. október 1994. Þegar unnið var að þessum endurbótum sumarið 1994 þá vom það unglingamir í KFUM & K sem unnu í húsinu að mestu leyti en að sjálfsögðu vom líka fagmenn sem sáu um að gera aðskiljanlegustu hluti. Þetta var mjög svo skemmtilegur tími, maður var þama alla daga vikunnar og stundum langt fram á kvöld við það að mála og fleira. Fjölbreytt starfsemi Starf KFUM & K í dag er mjög virkt, á sunnudagskvöldum kl. 8:30 eru fundir í yngri deild f Safnaðarheimilinu og svo er „oþið hús“ á miðvikudagskvöldum kl. 8:30 í KFUM & K húsinu. Á fundum á sunnudagskvöldum er ýmislegt brallað. Fundirnir em þannig uþþ byggðir að við bytjum alltaf uþpi í kirkju. En þar er byrjað á signingu og bæn svo er einhver af leiðtogunum eða þrestur sem er með hugleiðingu. Svo er auðvitað sungið og endað er á bæn. En við höfum haft þá reglu að krjúpa við altarið þegar við endum stundina uppi í kirkju, þá er flutt stutt bæn sem leiðtogi eða þrestur flytur. Eftir stundina uþþi sem tekur yflrleitt svona 20 mínútur er farið niður í Safnaðarheimili þar sem farið er í leiki, verkefni unnin, eða þá að gestur sem við höfum fengið í heimsókn á fund flytur stuttan fyrirlestur. Eða þá að eitthvað óvænt er gert. Núna í vetur hafa að meðaltali mætt um 35 - 40 unglingar á fundi og oþnu húsin. Oþnu húsin hafa verið ívið vinsælli hjá unglingunum en fundimir á sunnudögum. En á oþnu húsunum er hægt að spila borðtennis, horfa á sjónvarp, spjalla saman, spila og svo emm við með fótboltaspil sem mikið er notað. Mikil ferðalög Tvisvar til þrisvar sinnum á ári eru haldin mót á vegum KFUM & K félaganna á landinu. I byrjun vetrar í seþtember eða október em haldin svokölluð Landsmót þar sem öll félög á landinu hittast og eiga góðar stundir saman. Á Landsmótum em yfirleitt 200 - 300 unglingar og leiðtogar og annað starfsfólk samankomið á einn stað sem undantekningarlaust hefur verið Vatnaskógur sem er um 90 km frá Reykjavík. Það er ýmis- legt gert sér til gamans á Landsmótum svo sem keþpt og leikið sér í hinum ýmsustu íþróttagreinum. En í Vatnaskógi er afar fullkomið íþróttahús og að mig minnir þrir grasvellir til að spila fótbolta þá er aðstaða til þess að iðka hinar fjölmörgu greinar frjálsra íþrótta. Svo em þar vatnabátarnir vinsælu sem óspart em notaðir á mótunum. Svo er náttúrulega líka bara hægt að spjalla saman. En markmiðið með svona mótum er meðal annars að unglingamir hittist og kynnist hvort öðru og svo auðvitað það sem K-ið rnerkir í KFUM & K, en það er kristileg fræðsla. Á mótum sem þessum hefur það tíðkast að skipta mannskapnum niður í nokkra hópa sem vinna úr ákveðnum verkefnum. Eg get nefnt dæmi um hópa svo sem leiklistarhóp sem undirbýr einhvert leikrit sem unnið er út frá þema mótsins, sönghóp sem æfir lög sem flutt eru síðan á kvöldvökum, kvikmyndahóp sem tekur upp stuttmyndir sem sýndar em á kvöldvöku og svo myndlistarhóp sem býr til listaverk eða skraut sem skreytt er með. Eins og ég sagði að framan þá em alltaf einhver þema á mótum sem síðan er unnið út frá, þema hafa til dæmis verið „vináttan", „ástin“, „kærleikur“ og „er Guð til?“ svo ég nefni dæmi. Svona mót hafa mælst rnjög vel fyrir hjá unglingunum og hafa þeir kynnst fullt af nýjum vinum frá ýmsum landshornum á þessum mótum. í febrúar eru haldin svokölluð Febrúarmót en þar er svipað uppi á teningnum og á Landsmótum. Þau mót eru yfirleitt smærri í sniðum með um 150 - 200 þátttakendur. Svo um mitt sumar, í júní eðajúlí eru haldin svokölluð Sumarmót, og er reynt að halda þau mót aldrei á sama staðnum frá ári til árs. Þau hafa verið haldin að Seljavöllum undir Eyjafjöllum, að Hruna í Hrunamannahreppi og svo síðast í Ölveri undir Hafnarfjalli. Á svona mótum hefur yfirleitt verið tjaldað og búnar til stórar tjaldbúðir. Sumarmótin eru frekar laus í skorðum eða ekki eins stíf dagskrá eins og t.d. á Landsmótum. Engu að síður eru sumarmótin frábær mót. Danmerkurferð 1995 Púff! miklar fjáraflanir en engu að síður frábær skemmtun og ógleymanleg ferð. En í júlí 1995 þá réðumst við í KFUM & K hér í Eyjum í það að fara til Danmerkur ásamt félögum frá Keflavík og Reykjavík. 70 manna hópur, þar af 28 frá Eyjum lagði af stað frá Vestmannaeyjum með Herjólfi þann 20. júlí til Reykjavíkur, en á áætluninni var að fara til Danaveldis daginn eftir. En í Reykjavík hittum við unglinga úr félögunum ofan af landi áður en við lögðum af stað. Strax og við komum til Kaupmannahafnar þann 21. júlí, tók á móti okkur hópferðabifreið sem síðan flutti hópinn á mótstað sem var í bænum Sæby. Þegar á mótstað var komið fór restin af deginum í það að koma sér fyrir og skoða okkur um á staðnum. Daginn eftir var mótið sett með glæsilegri kvöldvöku. Á mótið komu rétt um 400 unglingar, leiðtogar og annað starfsfólk víðsvegar að úr Evrópu. Mótið var í fullum gangi dagana 22. - 28. júlí, og rnikið fjör. Mótið var haldið í skóla sem heitir Herby ungdoms- skole og er þetta heimavistarskóli. Á mótinu var ýmislegt hægt að gera, skipt var í hina ýmsustu hópa og verkefni unnin. Farið var í svokallaða „surviving“ göngu, sem var þannig að skipt var í fjölmarga hópa og þeir síðan látnir ganga 25 - 30 km. og á leiðinni voru hinar ýmsu þrautir leystar, mjög svo skemmtilegt. Þrautimar voru meðal annars að klifra upp í tré á leiðinni og ná í eitthvað og svo höggva tré niður og margt fleira. En þessi „göngutúr“ tók að mig minnir 6-7 klukkutíma. Einnig var á mótinu fullt af keppnum á Þáttakandi í Danmerkurferð sumarið ‘95 reynir fyrir sér í bílferð í LEGO iandi. Á kvöldvöku á landsmóti KFUM&K í Vatnaskógi haustið 1995.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.