Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 7
voru nefnilega að gera við brúarhand- riðið og vissu ekki um eldinn, fyr en um seinan. Þá tóku þeir eftir því, að kvikn- að var í skóginum báðum megin brúar- innar, svo að þeir komust ekkert. Ekki gátu þeir stokkið niður í ána, því það var of hátt og þeir ósyndir og höfðu eng- an kaðal“. Faðir Toms hristi höfuðið. „Og það er líklega ómögulegt að koma kaðli upp til þeirra“, mælti hann áhyggjufullur. „Jú, með boga og ör!“ hrópaði Tom ákafur. „Náum í kaðal og seglgarns- hnotu hjá kaupmanninum. Bob getur siglt með okkur upp ána á mótorbátn- um. Svo siglum við alveg að brúnni; jeg bind seglgarninu í eina örina og skýt henni síðan með boganum mínum upp á brúna. Alveg eins og björgunarlínu er skotið um borð í skip með línubyssu. Þeir geta svo dregið kaðalinn upp á seglgarninu“. William reið af stað til kaupmanns- ins. Hann kom fljótlega aftur með kað- al og seglgarn. „Hérna er gríðarlangur kaðall og ein hnota af seglgarni. Brúin er minsta kosti 40 metra há“. William tjóðraði nú hest sinn við trje. Síðan flýtti hann sjer niður að land- göngubrúnni, en drengirnir voru þegar komnir niður í bátinn. „Hefir þú nóg bensín?“ spurði Tom og þreif í startarann. „Jeg hefi nóg bensín“, svaraði fjelagi hans. „Stökkvið þjer svo niður, herra Trestle, og þér líka, herra William, ef þjer viljið. Það er nóg rúm fyrir okkur alla“. Tom þreif nú startarann og snjeri honum; vjelin byrjaði að hjakka og blása. Báturinn rann frá bryggjunni og var eftir stutta stund kominn út á miðja SKÁTABLAÐIÐ ána. Bob þrýsti á bensíngjafann og bát- urinn rann á fleygiferð upp eftir ánni, svo að freyddi af framstafni hans. „Þetta er góður hraði“, sagði Willi- am, og horfði á trjen, er sýndust þjóta fram hjá báðum megin við þá. „Ætli við verðum komnir til brúar- innar eftir tíu mínútur?“ spurði hr. Trestle og leit á Bob. ,Já, vissulega”, svaraði Bob. „Bátur- inn fer eins hart og hann þolir. Eftir fimm til sex mínútur verðum við komn- ir þangað. En við verðum að gæta vel að skerjum og grynningum í ánni“. Áin beygði nú til hægri og þeir komu inn í Matai-gljúfrin, djúp, þröng og draugaleg. Áin hafði fyrir löngu graf- ið sig þarna niður með ómótstæðilegu afli. Vatnið var dýpra þarna, er straum- urinn var líka sterkari og dró það dá- lítið úr ferð bátsins. Báðum megin við þá risu upp háir klettar, þar sem hvert þrep og stallur voru vaxin plöntum og smá-runnum; hver brekka og hjalli var vaxinn runn- um og burknum, sem blikaði í öllum regnbogans litum. En uppi yfir var dökkblár himininn og einstaka ský, sem rak hægt undan vindinum. En mennirnir í bátnum tóku ekki eft- ir hinni fögru náttúru alt í kringum þá. Við bugðu eina í ánni feykti vindur- inn drífu af brennandi laufi og kvistum yfir þá. Nú voru þeir komnir þangað, sem eldurinn hafði náð alveg fram á gjárbakkann. Við og við þeytti vindbyl- ur ösku og brennandi laufi út yfir gjána. Hingað og þangað, þar sem há trje stóðu upp úr eldhafinu, teygðu logarn- ir sig snarkandi og hvæsandi upp eftir þeim. Með skerandi skrækjum flugu páfagaukarnir fram og aftur, tryltir og blindir af reyknum og ruglaðir af há- vaða eyðileggingarinnar. Hópar af önd- 5

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.