Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 9
Samkeppni skáta í stundvísi. Á síðastliðnu ári tók stjórn B. í. S. upp þá eftirtektarverðu nýbreytni að hafa samkeppni milli allra skátaflokka á landinu. Keppt var um það, hvaða flokkur væri stundvísastur í skátastarf- inu. Samkeppnin hófst fyrsta sumardag 1934, samkvæmt sjerstakri reglugerð, er stjórn B. í. S. sendi öllum skátafje- lögum á landinu, og skyldi samkeppn- inni lokið fyrsta sumardag 1935. Nú hefir stjórn B. 1. S. kveðið upp dóm sinn um það, hvaða flokkur hafi reynst stundvísastur, og tilkynti sjálf- ur skátahöfðinginn úrslitin í samkvæmi því, er skátarnir hjeldu honum á sjö- tugsafmæli hans. Verðlaunin — sem voru fimtíu krónur — hlaut 2. flokkur í 3. Væringjasveit í Reykjavík. Þessi stundvísasti flokkur landsins heitir Nú heyrðist brak og brestir; brúin var að gefa eftir öðrum megin gjárinn- ar. Hinir stóru, þungu bjálkar svign- uðu, en litli mótorbáturinn þaut áfram með fullum hraða og var aðeins kom- inn nokkra metra frá brúnni, þegar hún f jell og hin mikla vatnsbylgja, sem hrun hennar orsakaði, var nærri búin að hvolfa bátnum. Nú sigldu þeir öruggir heim aftur undir stjórn Bobs, sem stýrði liðlega fram hjá öllum hinum hættulegu skerj- um og grynningum í ánni. Fölir og þög- ulir störðu þeir á eyðilegginguna, þang- að til bugða á ánni huldi hana sjónum þeirra. (Væbneren.).. „Smirlar" og er núverandi foringi hans Sigurgeir Jónsson. Skátablaðið hefir snúið sjer til Hen- riks W. Ágústssonar, sem er í stjórn B. í. S., og hefir átt mikinn þátt í því að koma þessari samkeppni á, og spurt hann um ýmislegt þessu viðvíkjandi. Fyrst spyrjum vjer, hvort þátttakan hafi verið góð. „Því miður“, svarar Henrik, „var hún mjög ljeleg, aðeins þrjár flokksbækur komu utan af landi, frá Isafirði, og fimm frá „Væringjum" í Reykjavík. Þar með er það upptalið, og má það merkilegt kallast, að fleiri f jelög skyldu ekki senda bækur, þegar þess er gætt, að samkeppni þessi var vel tilkynt með skipulegri reglugerð, og allir skátaflokk- ar landsins höfðu jafna aðstöðu til að geta tekið þátt í henni“. „En úrslitin — hvað um þau?“ spyrj- um vjer. „Um úrslitin er það að segja, að þrír flokkar, þ. e. „Spóar“ frá ísafirði og „Svanir“ og „Smirlar“ frá Væringjum báru mjög af og voru allir nokkuð jafn- góðir, en eftir nákvæma athugun óvil- hallra manna komumst við að þeirri niðurstöðu, að „Smirlum“ bæri verð- launin — fimtíu krónur —, sem ætlaðar eru til áhaldakaupa fyrir flokkinn. Um „Svani“ og „Spóa“ er það eitt að segja, að þeir voru mjög jafnir“. „Hyggst bandalagsstjórnin að hafa fleiri samkeppnir á næstunni?" „Það má vel vera, að við komum með nýja samkeppni, en alt er þó óákveðið með það enn, og þori jeg því engu að lofa, en sannarlega væri það æskilegt, 7 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.