Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 11
Landsmótið 1935. Fjórða landsmót ísl. skáta var haldið á Akureyri dagana 23. til 27. júní s.I. Mótið sóttu skátar frá þessum félögum: Væringjum Rvík 29, Örnum s. st. 6, Væringjum Akranesi 8, Andvörum Sauðárkróki 1 og frá Fálkum Akureyri um 30. Landsmót þetta var frábrugðið und- anförnum mótum að því leyti, að það fór ekki fram á sama stað, heldur var að mestu ferðast um. Allir þátttakendur mótsins utan Ak- ureyrar komu í bílum þangað laugar- dagskvöldið 22. júní, og tóku Fálkar á móti þeim á Ráðhústorgi. Strax um kvöldið reistu þeir tjaldbúðir sínar á Gleráreyrum. Morguninn eftir var farið snemma á fætur, og fengu allir sjer bað í sundlaug Akureyrar. Og stuttu síðar var lagt af stað austur að Goðafossi og stansað nokkra stund við fossinn. í bakaleið var komið við í Vaglaskógi og stansað þar lengi og síðan haldið til Ak- ureyrar. Um kvöldið var haldin skáta- skemtun í Templarahúsinu og var dans- að á eftir. Næsta dag (24.) var einnig farið snemma á fætur og tjaldbúðirnar tekn- ar niður. Síðan var lagt af stað út í Svarfaðardal og tjaldbúðirnar reistar við sundlaug Svarfdælinga, þar sem nær allir fengu sér bað í hinni ágætu laug. Seinni hluta dagsins var rigning og þess vegna lítið aðhafst, en annars var meiningin að fara í fjallgöngu. Um kvöldið var haldin skemtun í einu tjald- inu, sem var svo stórt, að það rúmaði alla. En „þröngt máttu sáttir sitja“. Næsta dag (25.) var enn farið snemma á fætur og farið í laugina. Um kl. 11 var svo lagt af stað út í Dalvík á hestum postulanna. Þar stönsuðum við nokkra stund og hjeldum svo aðtjald- búðunum aftur, sem nokkru síðar voru teknar niður, og var nú haldið til Akur- eyrar. En ekki var stansað þar lengi, heldur lagt af stað að Grund og kirkjan skoðuð. Síðan var farið til Akureyrar, höfð stutt viðdvöl þar og svo lagt af stað kl. 23 upp að Fálkafelli og Skíða- stöðum, þar sem verið var um nóttina. Morguninn eftir (26.) var gengið á Súlur, sem eru 1144 metrar á hæð. Veð- ur var gott, en útsýni var ekki sem best. Er komið var til Akureyrar aftur, var tilbúinn handa öllum matur, og var hraustlega tekið til matar, því að lítið hafði verið borðað á fjallgöngunni. — Litlu síðar var farið niður í bæ í skrúð- göngu, og var Ólafur Magnússon sund- kennari hyltur, sem þennan dag átti 25 ára starfsafmæli sem sundkennari. Síð- an var gengið víða um bæinn í skrúð- göngu. Að skrúðgöngunni lokinni var kveiktur varðeldur utan við bæinn, og voru þar mörg hundruð manns saman- komin. Við varðeldinn komu fram mörg skemtiatriði, og ljetu áhorfendur og skátar hið besta yfir varðeldinum, enda var veður gott, eins og altaf var á með- an við vorum á landsmótinu. Næsti dagur (27.) var frídagur, og notuðu aðkomuskátarnir hann til að heimsækja kunningja sína, skoða bæinn og sjá Iðnsýninguna. En um kvöldið var haldið samsæti á Hótel Akureyri fyrir alla þátttakendur mótsins. Einnig var kvenskátum á Akureyri og fleirum boð- SKÁTABLAÐIÐ 9

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.