Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 6
ÖRIN.
Skátasaga frá Nýja-Sjálandi.
Óli B. Guðmundsson íslenskaði.
„Hrói Höttur hafði ekki betri boga en
þennan!“ hrópaði Bob, þegar Tom vinur
hans sýndi honum boga, sem hann var
nýbúinn að smíða.
Þeir voru báðir skátar úr Kiwi-flokki
í Taranaki-sveit á Nýja-Sjálandi. Bob
hafði komið upp ána á mótorbát föður
síns til að heimsækja Tom vin sinn, sem
tók á móti honum við landgöngubrúna.
„Hvaða trje notaðir þú í hann?“
spurði Bob, á meðan hann var að reyna
bogann. „Það er mjög seigt og fjaður-
magnað“.
„Lensutrje", svaraði vinur hans. „Það
var það seigasta, sem jeg fann; jeg leit-
aði hálfan daginn áður en jeg fann nokk-
uð, sem mjer líkaði“.
„Hefir þú tekið eftir reykjarmekkin-
um þarna hjá Matai-gljúfrinu?“ Bob
benti á stóran, gráan reykjarstrók, sem
gaus upp á milli hárra kletta í ca. 1 km.
fjarlægð. „Hardy brendi burt lágskóg
í gær“, svaraði Tom.
„Það hefir verið heldur snemt“.
„Já, en það hafa verið þurkar lengi
og hann hjelt, að það væri líklega betra
að nota tækifærið áður en það rigndi
aftur. Svo er það líka nauðsynlegt að
hreinsa dálítið til annað slagið, svo að
það er ekkert við þetta að athuga“.
„Það er mjög mikil áhætta. Ef það
hvessir snögglega, þá er ómögulegt að
vita, hvenær eldurinn stöðvast".
„Komdu með mjer hjerna upp eftir
og reyndu bogann. Mig langar til að sjá,
hve hittinn þú verður“.
Þeir bundu nú bátinn og gengu upp á
4
grasbala þar stutt frá. Síðan tók Tom
nokkrar örvar úr örvamæli sínum og
fjekk Bob. Því næst tók hann bauk og
setti hann á girðingarstaur í hæfilegri
fjarlægð.
„Getur þú hitt þetta, Bob!“ hrópaði
hann.
Bob reyndi þrisvar, en hitti aldrei.
„Láttu mig nú sjá, hvað þú getur“,
sagði hann og hló. „En jeg verð víst að
æfa mig betur, ef jeg á að verða góður
bogamaður“. Tom tók við boganum og
valdi sjer ör.
Fyrsta örin hæfði staurinn rjett fyr-
ir neðan baukinn. En næsta ör þeytti
bauknum langar leiðir út í loftið.
„Vel skotið!“ hrópaði Bob. „Lof mjer
að reyna aftur---------“. Hann þagnaði
skyndilega. „Nú, hvað er þetta?“ Dynj-
andi hófaskellir, sem stöðugt færðust
nær, heyrðust greinilega á hörðum veg-
inum.
„Þetta hlýtur að vera einhver, sem
þarf að flýta sjer“, sagði Tom um leið
og þeir hlupu niður að veginum.
Maðurinn var nú kominn næstum alla
leið, og faðir Toms, sem líka hafði heyrt
hófaskellina, kom nú hlaupandi heiman
að frá húsinu.
„Hvað gengur á, William?“ spurði
hann, þegar hann sá hræðslusvipinn á
andliti nágranna síns.
„Eldurinn frá báli Hardys hefir
breiðst út og kveikt í skóginum!“ hróp-
aði William. „Það er kviknað í báðum
endum brúarinnar, svo Jones og fjelagi
hans eru þar eins og mýs í gildru. Þeir
SKÁTABLAÐIÐ