Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 12
ið. Og þar með var mótinu slitið, en að- komuskátarnir fóru ekki frá Akureyri fyr en kl. 16 daginn eftir. Mótstjóri var Jón Norðfjörð deildar- foringi, foringjar aðkomuskátanna voru Daníel Gíslason, Þórarinn Björnsson og Björn Jónsson. Bryti var Þorsteinn Þor- bjarnarson. Skátunum var skift niður í flokka og eldaði hver flokkur fyrir sig. Allan undirbúning undir mótið ann- aðist skátafjelagið Fálkar f. h. Banda- lags ísl. skáta, og fórst það ágætlega úr hendi, eins og þess var von og vísa, og vil jeg nota tækifærið og þakka Fálk- unum f. h. aðkomuskátanna fyrir þær góðu og skemtilegu stundir, er við átt- um með þeim. Það freistar mín að skrifa meira um landsmótið, en vegna rúmleysis í blað- inu að þessu sinni er það ekki hægt, og hefi jeg orðið að vera eins stuttorður og hægt er, en það verður ef til vill tækifæri síðar til að segja ykkur frá ýmsu skemtilegu, er fyrir kom á mót- inu. Frank Michelsen. Akraness-ferðin. Um hvítasunnuna voru 65 skátar og 35 skátastúlkur úr Reykjavík á Akra- nesi. En vegna kulda og rigningar var ekki hætt á að liggja í tjöldum, en búið í samkomuhúsinu „Báran“ og barna- skólahúsinu, en stúlkurnar bjuggu í skátahúsinu. En þrátt fyrir óveðrið skemtu allir sjer prýðilega og voru vel ánægðir, þegar heim kom, þrátt fyrir sjóveikina. Alþjóðamót Roverskáta í Svíþjóð í sumar. Fyrir f jórum árum síðan var í Kand- ersteg í Sviss haldið hið fyrsta alheims- mót Roverskáta. Á þessu ári verður haldið slíkt mót í Svíþjóð. Það hefst þ. 21. júlí og verð- ur lokið þ. 5. ágúst. Tjaldbúðir skátanna eiga að standa á eyju nokkurri, er heitir Ingerö. Hún er skamt frá Stokkhólmi, en þó afskekt, og er svo til ætlast, að þar geti skátarnir iðkað skátalistir sín- ar og íþróttir, án átroðnings almenn- ings, sem oft hefir valdið truflunum á slíkum mótum, einkum Jamboree, eins og þeir kannast við, sem það hafa sótt. Líklegt er, að um 5000 roverskátar frá fjöldamörgum löndum taki þátt í mótinu. Hjeðan frá Islandi fer einn skáti. Gústaf Adolf Svíaprins — eða skáta- prinsinn, eins og hann oft er nefndur — er einn þeirra, sem sjer um undir- búning og stjórn mótsins. í viðtali við sænskt blað um mótið farast honum svo orð meðal annars: „Skátastarfsemin var í upphafi ein- ungis miðuð við drengi á aldrinum 12— 18 ára. En er drengir eldast breytast áhugamál þeirra. Og til þess að piltar geti starfað áfram sem skátar, er þeir eldast, hefir stofnandi skátahreyfingar- innar R. Baden-Powell skapað nýtt starfskerfi fyrir hina eldri skáta, er hann kallar rover-skáta, og hefir hann með bókinni „Rovering to success",*) sem út kom árið 1922, lagt grundvöll- inn að þessu nýja kerfi, sem náð hefir mikilli útbreiðslu meðal allra skáta“. Einkunarorð allra roverskáta er, seg- ir Baden Powell: „Orðinn skáti — á- valt skáti“. *) Bók þessi hefir verið þýdd bæði á dönsku og norsku. 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.