Skátablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 16
ar þrjár og hjólreiðar tvær. 14 skátar
heimsóttu skátafjelagið „Fálkar" á Ak-
ureyri. í desember starfaði nýliðaskóli.
Fjelagið aðstoðaði við kappreiðar hesta-
mannafjelagsins „Ljettfeti" með því að
halda uppi reglu og selja aðgangseyri,
hjelt eina skemtun, tvo dansleiki og eina
hlutaveltu til ágóða fyrir fjelagssjóð.
Einnig aðstoðaði það við að bjarga hesti
úr vök, safnaði í landskjálftasjóð, gaf
út blað og ljet flytja fyrirlestra um
skátamál opinberlega.
Ylfingaflokkurinn var stofnaður 10.
mars og þ. 22. mars var stofnuð 2. sveit,
sem hefir aðsetur sitt á Reynistað, og
er það fyrsta íslenska skátasveitin, sem
stofnuð er í sveit. Sveitarforingi er Sig-
urður Jónsson.
Stjórn fjelagsins skipuðu: Frank B.
Michelsen, Óskar Magnússon, Guðmund-
ur Jónsson og Margrjet Sigurðardóttir,
sveitarforingi ylfinga.
Skátasveit Ólafsf jarðar, sveitarforingi
Brynjólfur Sveinsson.
Skátasveit Ólafsfjarðar hefir nú 17
fjelaga, er hafa lokið nýliðaprófi.
Þeir hafa haldið 4 sveitafundi og 9
flokksæfingar. Útilegurnar og göngu-
ferðirnar (þær eru 6 með 21 þátt-
takanda og gönguferðir 4 með 42)
sýna, að í fjelaginu eru tápmiklir og
dugandi drengir, sem vilja áfram á
skátabraut sinni.
Skátarnir við Ólafsfjörð hafa selt
og aðstoðað við skemtun til ágóða fyrir
landsk j álf tas j óð.
Stjórn fjelagsins skipuðu: Brynjólf-
ur Sveinsson, Magnús Magnússon og
Eugenius Þorsteinsson.
„Einherjar“, Isafirði, deildarforingi
Gunnar Andrew.
Síðastliðið ár starfaði skátafjelagið
„Einherjar" með miklu fjöri. Alls voru
14
í fjelaginu 45 íjelagar, þar af 14 ylf-
ingar og 6 farskátar (R.-S.). Æfingar
voru haldnar í ágæta „Greninu“ gamla,
sem allir ísfirskir drengir kannast við
af sjón eða heyrn. Flokksæfingar ylf-
inga hafa verið 20 alls, en hópaæfingar
35. Ylfingar hafa tekið 6 sárfætlinga-
próf, 5 fyrstu stjörnur og 17 sjerpróf
á árinu. En í skátasveitinni hafa verið
tekin auk nýliðaprófanna 6 II. flokks
próf, 4 sjerpróf og 7 I. flokks próf, svo
að nú eru 14 ísfirskir skátar með I. fl.
prófmerkið. Æfingar voru samtals 122
í flokkum og 13 í sveit, auk foringja-
funda, sem eru minst mánaðarlega.
Tjaldútilegur fjelagsins hafa alls
staðið yfir í 15 nætur með 65 þátttak-
endum, auk Kaldalónsferðarinnar. En
skátaútilegur eru 22 með 144 þátttak-
endum, svo að áberandi er, hve mikið
ísfirsku skátarnir nota „Valhöll“ sína
mikið.
Hjálparstarfsemin hefir verið mikil.
Yngstu skátarnir hafa verið líkmenn
við jarðarfarir barna, og hefir það tíðk-
ast vestur frá svo lengi, að nú er orðin
hefð að biðja um skáta til að bera börn
til grafar. Er þetta gott dæmi og auð-
velt til eftirbreytni.
í slysavarnasveitinni á ísafirði er all-
mikill fjöldi manna, en innheimtur ár-
gjalda ganga oft illa, svo að dýrt myndi
vera og tafsamt að hafa fastan mann
við þær. Þetta hafa skátar tekið að sjer
endurgjaldslaust.
Á árinu varð húsbruni á ísafirði. Að-
stoðuðu þá allmargir skátar við björg-
un innanstokksmuna o. fl. úr brunan-
um. Ennfremur hafa þeir bjargað hesti
úr ógöngum og annast f jársöfnun vegna
jarðskjálftanna við Dalvík.
Á sjúkrahúsinu hafa skátar unnið
120 stundir, og önnuðust þeir einnig
fjársöfnun til jólaglaðnings sjúklinga
SKÁTABLAÐIÐ