Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Page 8

Skátablaðið - 01.10.1953, Page 8
Skátafélag Akraness. S. 1. haust voru skátafélögin á Akranesi, Vær- ingjar og Kvenskátafélag Akraness, sameinuð í eitt félag. Félagið heitir Skátafélag Akraness. Félagsforingi er Hans Jörgenson, kennari. Hans er gamall og reyndur skátaforingi og hefur starfað mikið að skátamálum. Deildarforingi er Þorvaldur Þorvaldsson, kennari, sem einnig er reyndur skátaforingi frá Hafnarfirði. Við sameiningu félaganna (stofndagur 2. nóv 1952) voru meðlimir liins nýja félags 42 drengir og 24 stúlkur. En nú mun félagið telja hátt á annað hundrað meðlimi. Félagsforinginn Hans Jörgenson og kona hans Sigrún Ingimundardóttir, en hún er einnig skáti, hafa verið á ferðalagi í sumar um Norð- urlönd, og tekið þátt í skátamótum í Danmörku og Noregi. Þá voru 6 skátar frá Akranesi meðal þátt- takenda á alþjóða-rekka mótinu, sem haldið var í Sviss í sumar, af 12 þátt. frá íslandi. Einnig sótti Baldur Ólafsson, skáti frá Akranesi mót Oslóar skáta í sumar. Skátafélag Akraness annaðist móttöku 14 franskra skáta, sem heimsóttu Akranes einn dag í ágúst s. 1. og tóku skátarnir á móti erl. gest- unum af mikilli rausn og myndarbrag. Skátamót i Borgarvik, 1953. Dagana 1,—4. ágúst s. 1. efndi S. F. R. til skáta- móts í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Þátttakendur í móti þessu voru 78 skátar frá Reykjavík, Hafn- arfirði, Keflavík, Akranesi og Hveragerði. Auk ísl. skátanna sóttu mótið 14 franskir rekkar frá París. Undirbúning mótsins önnuðust Henry Þór Henrysson, Guðmundur Ingvarsson, Einar Strand og Bergur Jónsson, sem var mótstjóri. Mót þetta var fyrir drengjaskáta. Skátaráðsfundur 1953. Sjötti fundur Skátaráðs var haldinn í Skáta- heimilinu í Reykjavík 13. júní 1953. Á fundinum mættu 12 meðlimir Skátaráðs, en alls sátu fundinn 18 manns, þ. e. stjórn Bís, framkvæmdastjóri og fundarritari. Dr. Helgi Tómason, skátahöfðingi, flutti er- indi um skátastarfið, Tryggvi Kristjánsson flutti skýrslu stjórnar Bís fyrir s. 1. ár, og hafði hann einnig framsögu um fjármálin, og lagði fram fjárhasáætlun Bís, sem seinasta Skátaþing fól stjórninni að semja. í sambandi við umræður um fjármálin var samþ. tillaga um að leggja til við stjórnina, að hún skipaði sérstaka fjáröflunarnefnd Bís, sem m .a. ynni að því að safna gömlum skátum, sem fúsir væru til að greiða kr. 100.00 á ári, í næstu 3 ára, til styrktar starfsemi Bís. Flutningsmenn voru Jón Oddeir Jónsson og Daniel Gíslason. Tillögu þessari fylgdi listi með áritun flutn- ingsmanna og nokkurra fundarmanna, sem allir greiddu fyrsta sillag sitt kr. 100.00. Inntökubeiðnir frá Skátafélagi Hveragerðis, Glaðherjum, Súgundafirði og Skátafélagi Akra- ness, voru samþ. á fundinum. Þá fluttu þau Jónas B. Jónsson og Hrefna Tynes, varaskátahöfðingjar erindi um starfsemi drengja og stúlkna að Úlfljótsvatni. Skátaráðsfundurinn var settur kl. rúmlega 4 síðdegis og slitið kl. 7.15. Þar sem skátahöfðingi þurfti að hverfa frá í byrjun fundar, stjórnaði frú Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi, fundinum. Skátablaðið. Ef það væru nokkrir útsölumenn Skátablaðs- ins, sem ættu eftir að senda greiðslu fyrir blaðið fyrír árið, sem er að líða, eða frá í fyrra, þá væri sú greiðsla þakksamlega þegin. 20 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.