Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10
o við og við, og þó að þú viljir ef til vill ekki kannast við það, hugsarðu mikið um það með sjálfum þér: HVAÐ Á ÉG AÐ VERÐA? Viltu verða smiður, flugmaður, bilstjóri, kaupmaður, bóndi, lceknir, kenn- ari eða eitthvað annað? Og ef um stiílku er að rœða, langar hana kannske að verða lijúkrunarkona, kennari, hárgreiðsludama, eða það, sem flestar konur verða — húsfreyja á snotru heimili. En með þessu er ekki allt sagt. Marteinn Lúther, sem stofnaði hina evangelisk-lúthersku kirkju, sem er þjóðkirkja vor íslendinga, sagði einu sinni, að sérhver kristinn maður œtti að verða náunga sinum Kristur. — Með því átti hann við, að þú cettir að gera hið sama fyrir meðbrceður þína og sjálfur Jesús gerði. Þú átt líka að vera frelsari, björgunar- maður, hjálparmaður allra, sem eru i andlegri eða likamlegri neyð. Það, sem Jesús gerði á fullkominn hátt, gerir þú raunar á ófullkominn hátt, því að hann var syndlaus, en þú ert syndari. En þú átt að verða samverkamaður hans, þrátt fyrir það. Þú átt að boða öðrum fagnaðarerindið um guð, þú átt að breyta eftir Jesú í liferni þinu, feta i fótspor hans. Þú átt að fórna þér fyrir aðra, jafnvel að deyja fyrir sannleikann, ef þörf krefur. Þú átt urnfram allt að vera SANN- KRISTINN MAÐUR. HVAÐ VILTU VERÐA? VILTU VERÐA SANN-KRISTINN MAÐUR? Viltu verða samverkamað- ur Hans, sem fœddist i jötunni og dó á krossi? Jesús þarfnast þin, hvort, sem þú ert þiltur eða stúlka, og hvaða atvinnu, sem þú stundar. Sá, sem cetlar sér að verða eitthvað, þarf að lcera, bceði munnlega og verk- lega. — Það er ekki alltaf jafnskemmtilegt að ganga í skóla, en það er nauðsyn- legt — Jesús stofnaði skóla, — og það, sem er meira en skóli. Hann stofnaði kirkj- una. — Ýmsir merkir menn hafa lika stofnað félög og reglur, til að búa ungt fólk undir lifið. Baden-Powell lávarður stofnaði t. d. skátaregluna. Skátaregl- an hefur sinar uppeldisaðferðir til að gera menn að mönnum — en hvaða mönnum? HVAÐ VERÐUR SKÁTINN? Skátinn, eins og aðrir, á að verða sann-kristinn maður, — kristinn skáti. Þess vegna þarf skátinn einnig að ganga í skóla kirkjunnar, og sœkja messur, ekki siður en skátafundi, sem hann auðvitað á að rœkja vel. — Skátinn þarf lika að cefa sig i að taka þátt í kristilegri guðsþjónustu, alveg eins og hann þarf að cefa sig i •ýmsu, sem skátareglunni tilheyrir. Þvi betur kristinn sem skátinn verður, þvi betri skáti verður hann einnig, því að kristindómurinn kennir skát- anum að vera hjálþsamur, greiðvikinn og reglusamur. Senn koma jólin. — Þau eru ekki gefin til skemmtunar. Þau eru ekki fyrst og fremst afmcelisveizla frelsarans, heldur guðsþjónusta. — Þau eru cetluð til messugjörðar og bcenar. — Sá skáti, sem vill verða kristinn skáti, rcekir jólin eins og hver kristinn maður á að gera, — og HVERNIG VÆRI AÐ GERA ÞAÐ HEIT Á JÓLUNUM, AÐ VERÐA ENN BETRI SAMVERKAMAÐUR KRISTS EN ÞÚ HEFUR VERIÐ. GLEÐILEG JÓL! c í 86 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.