Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 26
Framhald af bls. 99. mörgum sinnum, svo að ég veit, hvernig ég á að fara að, ef ég lendi í snjóstormi. En ég skil ekki, hvers vegna hann ætti að skella yfir núna í glampandi sólskini. Svo ók hann niður eftir Karasjokka-ánni. Móð- ir hans stóð og horfði á eftir honum, þar til sleðinn hvarf bak við bugðu á ánni. Ég vona, að honum gangi vel á leiðinni, sagði hún við systurnar, sem höfðu staðið og horft á bróður sinn leggja syngjandi af stað. Hreinninn tók strikið beint niður eftir ánni. Snjórinn rauk fyrir eyrunum á Anta, en hann sat bara og hló, og fannst þetta ganga ágætlega. Karasjokka lá eins og breiður vegur framundan honum, troðinn niður undan fótum margra hreindýra eftir veturinn. Á bökkunum eru stórir furuskógar. Trén teygja greinar sínar upp móti blárri him- inhvelfingunni yfir ánni, og þau eru svo sver, að fullorðinn rnaður gæti ekki teygt hendurnar utan um þau. Innan um fur- una vex grannvaxið birki. Hvítir stofn- arnir eru eins og þráðbein kerti með brúnum hnúð á endanum. Það eru spor eftir héra, rjúpur og refi á bökkum árinnar. Þar eru líka spor, sem hann þekkir ekki. Geta þau verið eftir úlf? Nei, því trúir hann ekki. Úlfur- inn er farinn til Norður-Finnlands fyrir löngu. Sólin skín svo heitt yfir fannhvítan snjó- inn, að hún því nær blindar hann. Það er eins og loftið sé eitt stórt haf af hvítu, sterku ljósi. Hann verður oft að halda stóru hreindýraskinns vettlingunum sín- um upp fyrir augun, til að blindast ekki algjörlega. Snjógleraugu átti hann ekki. Það voru aðeins stórbændurnir í Karasjok, sem notuðu sólgleraugu. Hann hafði svert sig undir augunum með viðarkolum. Það gerðu allir Lapparnir í sterku sólskini. Anti finnst það dásamlegt að aka niður Karasjokka. Hann syngur allan tímann um ána, skóginn, dýrin og sólarljósið. Honum finnst hann upplifa mikið ævin- týri í dag, og það sé margra söngva virði. Já, Anti finnst hann vera landkönnuður, sem sé að finna nýtt land. Svona langt niður eftir Karasjokka hefur hann aldrei farið fyrr að vetri til. Þess vegna er svo margt nýtt fyrir hann, drenginn á sleðan- um. í skólanum hafði hann heyrt um Kól- umbus, sem fann Ameríku. í dag finnst honum, að hann sé Kólumbus, sem finn- ur Karasjokka. Er Anti hafði ekið í fimm tíma, mætti hann gömlum Lappa á ánni. Þeir heilsast með því að segja: Boris! Boris! hvor við annan. Lappinn er á leið til Karasjok til að heimsækja nokkra ættingja sína. Þeg- ar hann heyrir, hvert Anti ætlar, segir hann. Það er allt of langt fyrir þig, sem ert svo ungur og óreyndur. Anti hlær bara að gamla Lappanum. Ég kemst áreiðanlega alla leið, segir hann. Ég kann að aka. En þú verður að vera aðgætinn og fara varlega, segir Lappinn. Ég sá nokkur ný spor eftir úlfa neðar með ánni. Og ég er líka hræddur um að það skelli á snjó- stormur. Ég hef svo mikla gigt í dag, og það boðar alltaf snjóstorm. Að lokum ráðleggur hann Anta að snúa til baka með sér. Nei, það vill Anti ekki. Ég ræð vel við sleðann minn og ég skal komast til föður míns. Þú kannt ekki fótum þínum forráð, seg- ir sá gamli. En þú skalt samt sem áður gista á Skipagurra í nótt. Annars verður hreinninn þinn of þreyttur. Þú getur feng- ið gistingu hjá Jóhanni Tapjo kaupmann- inum í Skipagurra. Og gangi þér svo vel. Lappinn ekur áfram. Anti finnst hann 102 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.