Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 34

Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 34
Sjálfsagt yrði haganlegast að skátabún- ingnum fylgdu tvennar buxur, stuttbuxur úr brúnu flaueli, og síðbuxúr úr sama efni. Óhjákvæmilegt hlýtur þetta fyrirkomulag að vera, því að á veturna verða skátar að geta gengið í hlýjum fatnaði. Við skulum ekki reyna að apa þá vitleysu eftir skátum nágrannaþjóða okkar, að þvælast um í stuttbuxum um hávetur í snjókomu, bara fyrir tóma hreystimennsku. Á hinn bóg- inn eru ekki allir skátar fyrir það að ganga í stuttbuxum, ekki einu sinni á hlýjustu útilegudögunum að sumarlagi, og það sem meira er, síðbuxnahópurinn mun vera í miklum meiri hluta. Þess vegna verður aðallega að notast við síðbuxur allan árs- ins hring, þótt að stuttbuxurnar verði ógjarnan lagðar á hilluna. Margir skátar, einkum þeir eldri eru orðnir vanir stutt- .buxunum, og þætti leitt, ef þeir fengju ekki að nota þær áfram í útilegum í sumr- in. Ástæðurnar til þess að skyrtuléreftið, sem hingað til hefur alltaf verið notað í buxurnar, þykir ólientugt, er að það sjást auðveldlega á því óhreinindi, það er ekki hlýtt og kripplast fljótt. Brezkir skátar nota ávallt stuttbuxur úr flaueli, og eru þeir ánægðir með það fyrirkomulag. Þá kemur að skátaskyrtunni. í aðalatrið- um virðist skyrtan okkar vera hentug í sniði. Gallinn er aðeins sá, að vandfund- aru tvær skyrtur, senr eru nákvæmlega úr sama efninu og með sama sniðinu. Ein skyrta er úr Ijósbrúnu, þunnu og fínriffl- uðu lérefti, með langa og mjóa axlasprota, smáa vasa, sem sitja neðarlega á brjóstinu. Aftur á móti er önnur úr þykku móbrúnu lérefti, með risastóra brjóstvasa, sem sitja ofarlega á brjóstinu og með stutta og breiða axlaspprota. Svona misræmi má alls staðar sjá, þar sem skátar eru samankomn- ir í búningi. Það væri því nauðsynjamál, að komið væri á „standard“ sniði á skáta- skyrtunni, og svo þyrfti í eitt skipti fyrir öll að verða ákveðið hvaða efni skuli hafa í skyrtuna og það alltaf notað framvegis. Þá er komið að merkjunum. Þau eru sá hluti búningsins, sem mestrar lagfæringar þurfa við. í fyrsta lagi þarf að leggja nið- ur snúrurnar. Þær eru aðeins til lýta og trafala. í stað þeirra mættu koma merki, sem sýndu fjölda sérprófa. Fyrir foringja- snúruna þarf ekkert merki að koma. Það á að vera hægt að sjá það á foringjadepl- unum á hægri brjóstvasa, hvort skátinn er foringi eða ekki. Foringjasnúran er alveg óþörf og ætti hvergi að sjást. Við erum nógu skreyttir samt. í öðru lagi eru öll okkar merki prentuð á hvítan grunn, oft- ast með óekta litum. Þess vegna mega þau helzt ekki koma í vatn, en eru samt fljót að óhreinkast. Helzt þyrftu merkin að vera ísaumuð. Öll erlend skátamerki eru ísaum- uð, og gefur það búningnum annan og betri svip. Slík merki mætti láta framleiða erlendis fyrir tiltölulega lítið verð. Ef það skyldi ekki vera framkvæmanlegt mætti láta prenta merki hér heima eins og áður hefur verið gert, en aðeins á lituðum grunni. Slík merki væru ásjálegri og minntu minna á pappírssnepla, heldur en merkin okkar gera nú. í stað flókamerkjanna þyrftu bráðnauðsynlega að koma ísaumuð merki. Yfirleitt þyrfti liturinn á merkj- unum að vera íburðarlausari í heild. í stað flokksborðanna skrautlegu þyrftu að koma mjóir borðar eins og staðareinkenn- ismerkin og þeir settir á vinstri öxl, sem einfaldlega stæði á: 1. flokkur, 2. flokkur o. s. frv. Fyrirkomulagið á árstjörnunum virðist gott, nema hvað sveitarmerkisborð- anum undir árstjörnunum þyrti að vera ráðstafað á látlausari hátt. Þá kemur að öðrum göllum búnings- ins. í fyrsta lagi væri ekki vanþörf á að gera ýmsar breytingar á höfuðfötunum. Flestir 110 SKATAB laðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.