Sameiningin - 01.09.1910, Síða 4
196
innar frá því, er liún fyrst liófst á bökkum Jórdan-ár,
þar til nú, er svo má að orði kveða, að verið sé að skíra
menn til trúarinnar á Jesúm í öllum fljótum og lœkjum
jarðarinnar, heldr sí og æ áfram.
Fjórðu mótbárunni fleygja fáeinir menn fram, en
liún er sú, að fyrir afglöp sín geti kristniboðar vorir
komið oss í ófrið við aðrar þjóðir. Svo sem við mátti
búast liættir mönnum við að fara öfugt að, bvort sem
þeir hafast við að heiman eða heima. Oss yfirsést öll-
um, ókristnum mönnum engu síðr en kristnum, leik-
mönnum engu síðr en prédikurum, 0g yfirsjónir af hálfu
presta geta komið fyrir í Asíu eins víst og í Bandaríkj-
um; en um það er eg sannfœrðr, að það, sem kristniboð-
arnir gjöra vel, vegr upp á móti skaða þeim, sem verða
kann af yfirsjónum þeirra, og langt fram yfir það.
Þeir innvinna oss fleiri vini en óvini. Vestrheimsmenn
þeir, sem fara til útlanda í fjárgróða-slíyni, eru miklu
líklegri til að baka oss stjórnmála-vandræði í viðskiftum
við önnur lönd en kristniboðarnir, sem helga líf sitt til
að lyfta fólki því, er þeir dvelja hjá, á hærra stig.
Reynslan réttlætir fyllilega málstað kristniboðs-
starfseminnar, og þeir, sem í henni taka þátt, reka það
erindi, sem aldrei verðr metið nógu mikils. Trúboðar
vorir hafa það mikilvæga skylduverk á liendi að flytja
fagnaðarboðskapinn aftr til lands þess, þar sem saga
hans hófst.
Biblían, bæði gamla testamentið og nýja testament-
ið, kom forðum úr Austrlöndum; landið helga, þar sem
spámennirnir fóru um og Jesús kenndi og starfaði, er
partr af Austrheimi. Frelsarinn kvartaði um það, að
lians eigin veittu honum ekki viðtöku, er hann kom til
þeirra; en nú, eftir að kristindómrinn hefir í nýja heim-
inum siannað tilveru-rétt sinn, hverfr hann aftr inn í
gamla lieiminn til þess að leggja liann undir sig.
Þeir, sem helzt stýra hugsunum almennings í Austr-
löndum, eru því vanir að eiga við heimspekilegar rann-
sóknir; þeir verja trúarbrögð sín frá siðfrœðilegu sjón-
armiði, og þeir, er þar koma fram í nafni kristindómsins,
eru því með öllu ugglausir um, að þeir muni loks bera