Sameiningin - 01.09.1910, Side 28
220
'' Hitt mun sönnu nær, að sigrvegarinn hafi að :því er sið- '1
ferði snertir orðið fyrir áhrifum frá þeim, er hann lagði
undir sig. Grikkland varð Rómverjum spillingar-upp-
spretta; eins Egyptaland. Og sá, er aö þessu leyti rann-
sakar söguna og íhugar efnið út í æsaf, mun að lokum
komast að þeirri niðrstöðu, að spillingar-straumrinn hafi
komið austan að og stefnt vestr á bóginn, og að einmitt i
þessarri borg, Antíokíu, einhverju elzta aðalbóli Assýra-
veldis og dýrðar þeirrar, sem þar til heyrði, hafi hinn
banvæni straumr haft helztu upptök sín.
Galeiða ein, sem höfð var til vöruflutninga, kom inn
í mynni Orontes-fljóts utan af hinum bláleita sæ. ÞaS var
árdegis. Veðrið var mjög heitt; engu að síðr voru allir
á iþiljum uppi, sem gátu notað sér þau hlunnindi, — og
var Ben Húr einn í þeim hópi.
Fimm ár voru liðin síöan vér skildum við hann síðast,
og hafði hann á þeim tíma þroskazt svo, að nú var hann
orðinn fulltíða maðr. Skikkja sú, er hann gekk í;, úr hvítu
líni, gjörði hann að sumu leyti ókennilegan; engu að ,síðr
var útlit hans svo, að hann laðaði menn óvenjulega mikið
að sér. Heila klukkustund og betr til hafði hann setið í
forsœlunni, sem varð af seglinu, og höfðu nokkrir sam-
ferðamenn hans, er voru sama þjóðernis, gjört sér far um
að hefja samtal við hann, en þeim tókst það ekki. í sem
fæstum orðum, og þó mjög kurteislega, hafði hann svarað
spurningum þeirra, og talaði hann á latneskri tungu. Vel
hreint mál talaði hann; látbragð hans bar þess_ vott, að
þar var menntaðr maðr; það hvorttveggja, auk þess hve
fámálugr hann var, jók þeim öllum forvitni. Þeir, sem
nákvæmlega tóku eftir honum, furðuðu sig á því, að lík-
amseinkennum hans sumum stakk verulega í stúf við hátta-
lag hans, sem var þýðlegt og viðfelldið einsog búizt var við
af rómverskum herramanni. Armleggir hans voru, til
dœmis að taka, mun lengri en svo, að vel samsvaraði sér;
og er hann sér til stöðvunar gegn hreyfingum skipsins
greip í eitthvað, sem nálægt honum var, gátu menn ekki
annað en tekið eftir því, hve stórhentr hann van, og jafn-
framt iþóktust allir vita, að hann hlaut að vera frábærlega
handsterkr, enda höfðu menn orð á þessu. Og þar sem
það vakti furðu mannai, hver maðr þessi var og hvemig á
honum stóð, þá þráðu menn því fremr að fá að vita um
æfiferil hans út í æsar. Útliti hans verðr með öðrum orð-
um ekki betr lýst en með þessarri athugasemd: Sá maðr
hlýtr að eiga merkilega sögu.
Á austrförí sinni hafði galeiðan komið við í einum
ÍX hafnarbœnum í Kípr, og tók þar maðr einn hebreskr sér