Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 20
212
Hve líklegt getr nú nokkrum virzt, að guðspjallið
hafi verið samið um 160—170 e. K., af einhverjum fals-
höfundi og þó viðrkennt af íreneusi 180 e. K. eða fyrr ?
því efni það, sem hann ritar um, þurfti langa og ná-
kvæma umhugsun áðr en nokkuð væri um það ritað.
Engu að síðr er það einmitt þessi tilgáta, sem Tuebin-
gen-skólinn á Þýzkalandi hélt fram, og voru þar þó vel
lærðir menn.
Origenes ritar austr í löndum, Tertúllían í Karþagó
eða Eóm, íreneus vestr á Frakkíandi. Hann er uppi
fyrr en hinir báðir. Þó er það óefanda, að fyrst verðr
guðspjallið, sem hér er um að rœða, viðrkennt sem
næst þeim stöðvum, er það er ritað á (í grennd við Ef-
esus).
Um árið 175 (eða fyrr) er það því viðrkennt í öllum
aðal-héruðum rómverska ríkisins. Gat sú orðið reynd-
in, ef það var síðar ritað en um 155—160 e. K. ?
Samtíða Ireneusi eða því sem næst voru þeir uppi
Klemens í Alexandríu (190-203), Þeofílus í Antíokíu
(115-188) og höfundr prédikana Klemens (160-250?).
Þeir og fleiri samtíðarmenn vitna í fjórða guð-
spjallið, svo ekki verðr móti mælt. En vitnisburðr
Ireneusar er einhlítr frá þeirri tíð, svo eg læt hann
nœgja. Tel eg þetta sannað, að guðspjallið hafi verið
viðrkennt jafngildi annarra hluta heilagrar ritningar
fyrir 165—170 e. K.
Athygli lesenda vorra þurfum vér naumast aS leiða aS hinu
mikla erindi Bryan’s, sem nú aS upphafi til birtist í þessu blaSi
„Sam.“ í íslenzkri þýöing úr málgagni hans The Commoner. Vafa-
laust er þessi fyrirlestr hans eitt af því eftirtektarverSasta og dýr-
mætasta, sem heyrðist fram borið á missíónar-þinginu í höfuSstaS
Skotlands í sumar. Vitnisburðr þessa heimsfræga stjórnmálamanns
er frábærlega sterkr og skýr. Bryan hefir í síöustu tíö staöiö uppí
baráttu mikilli viö sína eigin flokksmenn, Demokrata Nebraska-
ríkis, og þar svo dásamlega vel sýnt sjáífstœöi sitt og hugrekki.
Hinsvegar gefr hann sér um sama leyti tíma til að sinna málefni
kristindómsins einsog þetta erindi hans ber vott um. Mikið hafa
íslenzku stjórnmálamennirnir, sem nú eru uppi, aö læra af þessu
kristna stórmenni í Vestrheimi.