Sameiningin - 01.09.1910, Síða 13
205
sömu hluti með augum kristinnar triiar í gegnum gler
sinnar skynsemi, og sér þar samrœmi eitt og guðlega
speki. Skynsemin er því ekki aflið, sem mestu ræðr í sál-
um manna, heldr trú þeirra, einkverskonar trú, jafnvel
hjá vantrúarmönnum. Kristin trúarbrögð finnast þeim
tóm lieimska, af því þeim finnst augaglerið, skynsemin,
hafa leitt í ljós ofsjónir þær, sem í raun réttri komu
fram í myrkri eigin sálna þeirra.
Því er það og, að margir, fjölda-margir, meðal mik-
ilmenna heimsins liafa verið trúaðir, kristnir menn, og
hafa alls ekki dœmt kristin trúarbrögð útlæg í nafni
skynsemi sinnar, lieldr þvert á móti lagt þeim lið með
eigin vitnisburði sínum. Eg hefi lmgsað mér, að rita
fáein stutt erindi um nokkra af þessum mönnum, og
fœra fram það, sem þeir hafa vitnað um kristna trú.
Einn þeirra manna er mælskumaðrinn nafnfrægi,
Daníel Webster. Meðal þjóðmála-stórmenna Norðr-
Ameríku, þeirra er upjn voru á tímabilinu á fyrra hluta
nítjándu aldar — á milli frelsisstríðs Bandamanna og
þrælastríðsins — munu fá nöfn geymast eins lengi í
sögu og bókmenntum Bandaríkja-þjóðarinnar sem Web-
ster’s. Þegar vér rennum augum yfir samtíð hans, þá
virðist hann skara þar fram úr öllum, bera höfuð og
herðar yfir samtíðarmenn sina meðal þjóðar sinnar að
andlegu atgjörvi. Rœður hans sumar eru liið lang-
bezta þeirrar tegundar, sem geymt er í bókmenntum
Bandaríkjannai; og til merkis um álirif hans á sögu
þjóðarinnar má nefna það, að einkunnarorð norðan-
manna í þrælastríðinu — „frelsi og samband, nú og að
eilífu, eitt og óað'skiljanlegt“— voru tekin úr rœðu, sem
Webster liafði flutt á þingi Bandamanna þrjátíu árum
áðr. Honum er lýst svo, að hann hafi verið mikilmenni,
mikill í kostum sínum og brestum, liafi með óviðjafnan-
legum gáfum sínum og lærdómi varpað nýju ljósi yfir
öll þau þjóðmál, er hann fékkst við; hafi með mælsku
sinni og röksemdum gjört þjóðmálakenningar sínar að
óslítanlegu bandi, er knýtti Bandaríkin saman og hélt
þeim saman, þá er mest revndi á; hafi vakið þjóðernis-