Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 10
326 aldamót eftir fœðing Krists. 1 þessum þætti vil eg leitast við að sýna, 1) að Jóhannes postuli hafi þá verið á lífi, og 2) að hann hafi átt heima í Efesus,—3) þar til um byrjun annarrar aldar. Munnmæli æfagömul eru til um öll þessi atriði. Eg veit, að oftlega er því haldið fram, að munnmæli hafi ekkert sannanagildi, og rétt álít eg að kannast við, að sumum munnmælum er svo háttað, að rétt virðist að taka lítið tillit til þeirra sem sannanagagna- Þjóð- sögur vorar eru ljóst doomi þess, að lítið er stundum byggjandi á munnmælum, þótt jafnvel þær eigi elíki allar óskilið mál. En hér er ekki um neitt þjóðsagna- atriði að; rœða, heldr sögulegt efni í strangasta skiln- ingi orðsins. Og ekki verðr munnmælum þessum mót- mælt með því að leitast við að sýna, að nokkuð sé ótrú- legt, tvírætt eða yfirnáttúrlegt við frásögnina. Ekkert slíkt á sér hér stað. En þessi munnmæli eru aðeins um það, að einn af lærisveinum Jesú, Jóhannes að nafni, hafi náð um 100 ára aldri, að hann hafi átt heima meðal kristinna manna í Efesus síðustu ár æfi sinn.ar og veitt söfnuði þeirra. forstöðu. Þar kemst engin írnyndun að. Annaðhvort eru þessi munnmæli sönn eða ósönn. 1 því efni kemst engin miðlunaraðferð að. Það er því rétt að fara með frásögu þá, sem nú er um að rœða, og hverja aðra af slíku ta?gi, sem sak- bominga fyrir rétti, líta á þær sem sannar svo lengi sem hið gagnstœða hefir ekki sannazt. Eíntóm neitun er ekki fremr sönnun en eintóm játning, nema síðr sé. Sé söguleg rök fyrir hendi, sem bera munnmælunum vitni, þá er þar sönnun fengin fyrir áreiðanleik munn- mælanna. Brjóti söguleg rök hág við munnmælin, og sé rök þau ótvíræð og skýr, þá er sannað, að nounnmælin eru óáreiðanleg. En hvort sem hið fyrra eða síðara er fyrir hendi, þá hvílir sannanaskyldan á þeim, sem neita vitnisburði munnmælanna. Hver eru nú hin sögulegu rök um þetta atriði? 1. Þá er hópr manna, er nefndir voru A-logar—eg hefi áðr minnzt á þá—, mótmælti munnmælum þessum,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.