Sameiningin - 01.01.1911, Page 16
332
hagsæld og vaxandi hvass-skyggni hugsunarinnar eigi
síðr en andlegar framfarir.
í ellefta lagi: Breyt við aðra einsog þú vihlir að
aðrir breytti við þig; þar er hin gullna regla fyrir
framferði voru.
Kristr lýsti yfir því, að þetta sé ‘kjarni löginálsins
og spámannanna’. Svona á hegðanin að vera í smáu
og stóru; eftir þessu verðr að laga lífið í liverju ein-
stöku atriði. Hann liefir búið svo um, að vér þurfum
ekld að vera í neinum vafa um það, livernig vér fáum
sýnt kærleik eða opinberað bróðurhug. Oss er ekki
aðeins sagt, hvað vér eigum að gjöra, heldr einnig,
hvernig vér eigum að gjöra það. Eftirtektarvert er
það, að samkvæmt hinni gullnu reglu Krists eigum vér
að koma öðrum mönnum til liðs, þar sem Konfúcíus
kemr aðeins með þessa fyrirskipan, sem nefnd er hin
gullna regla hans, til fylgenda sinna: „Það, sem þér
ekki viljið að aðrir menn gjöri yðr, það skuluÖ þér ekki
heldr gjöra þeim“ ; eftir þeirri kenning þá aðeins að
varast illverk. Djúp mikið er staðfest millí 'þessarra
tveggja lífsregina.
Það er ekki nóg að forðast rangindi viö aðra; vér
verðum að gjöra þeim gott. Ervitt er að mæla böl það,
sem ranglæti hefir bakað mannkyninu, eða meta rétt
blessan þá, sem af því hefir leitt, er allsherjar réttlæti
ruddi sér til rúms; liinsvegar þarfnast heimrinn þó
annars enn meir en réttlætis. Kuldaleg og döpr myndi
vistarveran vera hér á jörðinni, ef ektkert fœrði oss
meiri hlýindi en réttvísin. Vér þörfnumst hluttekning-
arsemi og göfuglyndis; oss ríðr á hjálpsemi þeirri, sem
sprottin er af einskærmn velvildarhug. Fyrir mörgum
meinum verða menn, þeim er rót sína eiga að rekja til
yfirsjóna þeirra — liirðuleysis eða fá\úzku; en vér getum
ekki fengið af oss að vinda oss kuldalega undan slíkum
mönnum — ekki látið þá eina um það, er að þeim gengr,
aðeins fyrir þá sök, að þeir mega sjálfurn sér kenna um
böl sitt. Fyrst verðum vér að liðsinna þeim; svo getum