Sameiningin - 01.01.1911, Page 28
344
saman, þá kom allt í einu eldlegr vagn og eldlegir hestar og skildu
þá að, og Eltas fór til himins í stormvi'ðri.
Les: 2. Kon. i. og 2. kap. — Minnistexti: Og Enok gekk með
gtiði og hvarf, af því að guð nam hantt burt (1. Mós. 5, 24J.
Spámannsstarf Elíasar náði yfir um 20 ára bil. 6 ár eru liðin
síðan hann boðaði Akab dóminn í víngarði Nabots. Akab er dá-
inn; við ríkinu hafa tekið synir hans, fyrst Ahasía, og aö honum
látnum Jóram.
1. v. GUgal var um 8 mílur fyrir norðan Betel; þar hefir lík-
lega verið spámanna-skóli. — 2. v. Guð stjórnar ferð Elíasar, svo
að ’honum gefst fœri á að kveðja lærisveina sína á ýmsum stöðum
og hvetja þá til trúmennsku. — Hví sagði Elías Elisa að verða
•eftir? Liklega annaðhvort til þess að reyna tryggð hans og hug-
rekki, eða af því að hann hefir langað til að vera einn. Elísa er
of tryggr til þess að yfirgefa meistara sinn síðustu jarðvistardag-
ana, og fer með honum. — 3. v. Spámannasveinar voru ungir menn,
sem voru að búa sig undir það, með tilsögn eldri spámanna, að
verða andlegir leiðtogar og frœðarar þjóðarinnar; það fyrirkomu-
Iag var frá dögum Samúels (sbr. 1. Sam. 10, 5J. — 7. v. Þessir 50
vildu ekki trufla samtal þerra Elíasar og Elísa en eru þó svo
nálægt, að þeir sáu hvað gjörðist. — 9. v. Tveir hlutar. Arfleifð
frumgetins sonar eru tveir hlutar (5. Mós. 21, 1 y). Elísa bað ekki
um að verða eins mikill maðr og Elías, heldr um að fá andagift
til þess að geta haldið áfram starfi hans.
Elías kveið ekki burtför sinni úr þessu lifi; það gjörir enginn,
sem helgar guði líf sitt. Hví svo margir hræddir við dauðann? —
Tryggð við góða vini og góð málefni er aldrei ólaunuð. Hvaða
tryggð sýnir þú meistara þínum, Kristi, og málefni hans? Tryggð-
ina þarf að sýna, ekki aðeins í orði, heldr líka í verki.—Óskir þínar
sýna, hvern mann þú hefir að geyma. Er það heitasta ósk þín að
fá að efla ríki guðs? — Vér getum aldrei mælzt til of mikils af
guði. Honum er annara um að gefa en oss að þiggja. Að vilja
vinna mikið fyrir guð ,er vegrinn til þess að fá miklar náðargjafir
frá honum. Hœfileikar eru gefnir til starfs; ef þeir eru vel not-
aðir, þá vaxa þeir.
Lexía 12. Marz 1911: Elísa lífgar son konunnar í Súnem
(2. Kon. 4, 8-37;.
25. Siðan fór hún og kom til guðsmannsins á Karmelfjalli.
En er gnðsmaðrinn sá hana álengdar, sagði hann við Gehasí, svein
sinn: Þetta er konan frá Súnem! 26. Hlaup þú nú á móti henni
og seg við hana: Hvernig líðr þér ? Hvernig líðr manni þínum ?
Hvernig líðr drengnum? Hún svaraði: Okkr Hðr vel. 27. En
er hún kom á fjallið til guðsmannsins, tók hún um fœtr honum.
Þá gekk Gehasí að og vildi hrinda henni frá. En guðsmaðrinn
mælti: Láttu hana vera,, því að hún er harmþrungin mjög, og