Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 19
335 fær fyrir þá von trúar sinnar aukinn styrk til að stanck ast freistingarnar, sem fyrir honum verða, til þess fyrir eigin hagsmuna sakir að sýna bróður sínnm óréttlæti. Trúlaus í hjarta hlýtr sá maðr að vera,, sem til þess með röngu móti að grœða á náunga sínum vill eiga það á liættu að þola smán og samvizkubit í eilífðinni, þar sein liann stendr afhjúpaðr frammi fyrir þeim, er hann liefir heitt óréttlæti við. Avextir trésins fjölga eftir því, sem árin líða; en þeir f jölga einnig eftir því, sem vér fáum næmari sjón. Þá er vér lítum langt burt, komum vér auga á þá ávöxtu andans, sem meira máli skifta — ávöxtuna, sem spretta á hinum. stœrri greinum. En er vér fœrumst nær, stœkkar tréð' óðum og breiðir sig nálega út A?fir oss, og vér sjáum fjölda greina og óþrotlegt ávaxta-safn. Og er vér komum enn nær, skilst oss hetr og hetr, hvernig því víkr við, að á sínum tíma getr tréð náð út yfir alla jörðina og blöð þess í reyndinni orðið ‘þjóð- unum til lækningar’. Kristr er myndin, sem fer vaxandi í heiminum; sagan af lífi hans hér snertir hjörtu karla og kvenna hvar sem hún er sögð, og lienni er verið að snúa á öll tungumál heimsins. Jafnvel börnin veita viðtöku glampa af ijósi lífs lians, enda hefir enginn komið fram hér á jörðu, sem aðra eins viðkvæmni og nærgætni þeim til handa ha.fi í ljós látið; sá glampi festir sig í sálum þeirra ogi um leið ná þau hið innra eignarhaldi á opin- beran þeirri, sem spekingar heimsins og þeir, er taldir eru hyggindamenn, einatt liafna. Kristindómrinn er afl, sem þroskast meir og meir — fœrir sig iit með degi hverjum og ári hverju eftir því, sem boðberar krossins flytja fagnaðarerindið til fjarlægra landa. í bók um „Undirstöðu-atriði‘ ‘ (Things Fundamen- tal ) lýsir kennimaðr einn kristinn og hérlendr, Charles Edward Jefferson frá New York, hinni kyrrlátu, en sigrihrósandi útbreiðslu trúar vorrar um heiminn. Með myndinni, sem liann dregr upp, vil eg ijúka máli mínu:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.