Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 27
343
Sunnudags8kólinn.
Nokkrar bendingar til nemendanna.
1. Byrjið undirbúning undir sd.skólann snemma í vikunni;
margt getr tafið síðustu dagana, svo a'5 ekkert verði annars úr
undirbúningi.
2. Lesiö fyrst lexíuna sjálfa vandlega.
3. Lesiö svo í biblíunni hina kaflana, sem bent er á, til þess
að skilja, í hvaða sambandi lexian er.
4. Reynið svo að skilja lærdóma lexíunnar með ‘aðstoð skýringa.
5. Flettið upp og lesið þá ritningarstaði, sem vísað er til í
skýringunum og eiga að skýra betr einstök atriði lexíunnar.
6. Finnið staði, sem; nefndir eru á landsuppdrætti.
7. Lærið utanbókar minnistextann og það af lexíunni, sem
prentað er með breyttu letri.
Lexía 5. Marz 1911: Elías fer til himins (2. Kon. 2, i-i8ý.
1. Þegar drottinn ætlaði að láta Elías fara til himins í storm-
viðri, voru þeir Elias og Elísa á leið frá Gilgal. 2. Þá sagði Elías
við Elísa: Vertu hér kyrr, því að drottinn hefir sent mig til Betel.
En Elísa svaraði: Svo sannarlega sem drottinn lifir og svo sannar-
lega sem iþú lifir, mun eg ekki við þig skilja. Fóru þeir þá ofan
til Betel. 3. Gengu þá spámannasveinar þeir, sem voru í BeteL
út á móti Elisa og sögðu við hann: Veizt þú, að drottinn ætlar x
dag að nema herra þinn burt yfir höfði þér? Hann svaraði: Veit
eg það líka; verið hljóðir. 4. Þ,á sagði Elías við hann: Elísa!
vertu hér kyrr, þvi að drottinn hefir sent mig til Jeríkó. Hann
svaraði: Svo sannarlega sem drottinn lifir og svo sannarlega sem
þú lifir, mun eg ekki við þig skilja. Fóru þeir þá til Jeríkó. 5.
Þá gengu spámannasveinar þeir, er voru í Jeríkó, til Elísa, og sögðu
við hann: Veizt þú, að drottinn ætlar í dag að nema herra þinn
burt yíir höfði þér? Hann svaraði: Veit eg það líka; verið hljóð-
ir! 6. Þá sagði Elías við hann: Vertu hér kyrr, því að drottinn
hefir sent mig til Jórdanar. Hann svaraði: Svo sannarlega sem
drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, mun eg ekki við þig
skilja. Fóru þeir þá báðir saman. 7. En fimmtíu manns af spá-
mannasveinunum fóru og námu staðar til hliðar í nokkurri fjar-
lægð, en hinir báðir gcngu að Jórdan. 8. Þá tók Elías skikkju
sína, braut hana sarnan og sló á vatnið; skifti það sér til beggja
hliða, en þeir gengu báðir yfirurn á þurru.
9. En er þeir voru komnir yfiruni, sagði Elías við Elísa; Biö
þú mig einhvers, er eg megi veita þér áðr en eg verð numinn burt
frá þér. Elísa svaraði: Mætti mér þá hlotnast tveir hlutar af
andagift þinni. 10. Þá mælti hann: l'il mikils hefir þú mælzt;
en ef þú sér mig, er eg verð numinn burt frá þér, þá mun þér
veitast það, ella eigi. 11. En er þcir hcldu Sfrain og voru að tala