Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 1
Mánaðarrit til stuðnings lcirkju og kristindómi íslendinga- gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJAliNASON. XXVI. árg. WINNIPEG, JANÚAR 1912. Nr. ii. Kraftaverk Jesú hið fyrsta. Leiðréttr misskilningr á sögunni um það, og merking þess % aðal-atriðum sýnd. 1 sögunni öndverðri um brúðkaups-samkvæmið í Kana (í 2. kap. Jóbannesar guðspjalls) stendr þetta: „0g móðir Jesú var þar, en Jesús var einnig boðinn til brúðkaupsins.' ‘ Orðalag guðspjallamannsins liér virð- ist benda til þess, að María liafi verið á heimilinu, þar- sem samkvæmið fór fram, áðr en Jesús kom þangað sunnan úr landi (af skírnarstöðvunum við Jórdan) með lærisveinunum, sem þar fyrstir allra böfðu gengið í fylgd hans. Og vafaiaust befir hún sem vinr eða góð- lcunningi húsráðenda frá uppbafi viljað styðja að því með nærgætnum og kærleiksríkum afskiftum sínum, að samkvæmi þetta fœri vel fram, yiJði brúðhjónunum til sóma og gestunum öllum til ánœgju. María átti enn heima í Nazaret, en frá Nazaret til Kana var aðeins örstuttr spölr, svo sem fjórar enskar mílur. 1 vinahús- inu í Kana, þarsem brúðkaupið var haldið, er hún því nálega heima lijá sér. Og þar er hún fyrir, er Jesús, að aflokinni förinni sunnan úr Júdeu, kemr í veizlu- samkvæmið með lærisveinum sínum — samkvæmt boði, sem liann þá liafði nýfengið frá liúsráðendum. Þar er þá ný viðbót við tölu brúðkaupsgestanna, sem ekki hafði upphaflega verið búizt við. Og sú viðbót engan veginn svo Htil í liúsi fátœklinga, sem jietta hús í Kana vafai-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.