Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 5

Sameiningin - 01.01.1912, Page 5
325 armönnum gjörir hann og lærisveina sína. En samfara sorginni fœrir hann þeim gleði. Og gleðin frá honnm á að yfirgnæfa sorgina, og sú gleði þeirra að fara vax- andi, og á sínum tíma að eyða sorginni með öllu. Og ekki aðeins gleði af því, sem mest er af öllu — gjöf sálu- hjálparinnar—, heldr og gleði af jarðneskum gœðum. Allir í trúnni á Jesúm Krist, guðmanninn eina, að geta notið lífsins hér á jörðu fagnandi. Og síðast, en ekki sízt: Jesús blessar yfir hjóna- bandið og heimilislífið með kraftaverki sínu hinu fyrsta. Hann leiðir guðs ríki inn-í heimilin öll í heiminum með því kærleiks-undri. Eða: hann vill með því jartegna það, að fyrst sé um það að hugsa að kristna heimilið, og að frá slíkum trúboðsstöðvum eigi svo kristindómrinn með réttlæti sínu, friði og fögnuði í heilögum anda að breiðast út um heim allan. „Fœddr af Maríu mey“, Lærðir menn segja oss, að frásögurnar um fœðing Krists, sem þeir Matteus og Lúkas koma með í guð- spjöllum sínum, beri það greinilega með sér, að þær eigi hebreskan eða aramskan uppruna; mál og fram- setning sýni það. Þær eru eldri en saga guðspjalls- rita þessarra að öðru leyti. Hinir fögru lofsöngvar Sakaríasar, Maríu og Símeons líkjast Sálmunum og spámönnunum. „Málið á þeim söngum, Iijálpræðið, sem þar er við búizt, hinn sögulegi sannleikr, sem þar er sag'ðr fvrir, — það allt hefir á sér hreint mark gamla testamentisins.“ Það, sem allra fyrst var fœrt í letr á því tímabili, liggr þarna fyrir oss. Söguþáttum þeim, sem hér er um að rœða, var því ekki bœtt við guðspjöll- in löngu síðar en þau voru rituð — í því skyni að gjöra hœfilega grein fyrir fœðing guðlegs barns—, einsog biblíu-'kritfkin’ af hálfu efasjúku mannanna heldr fram; þeir voru þvert á móti til á undan þeim, og veittu þeir Matteus og Lúkas því sögumáli viðtöku eftir að það

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.