Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1912, Side 6

Sameiningin - 01.01.1912, Side 6
326 hafði til þeirra. horizt annaðhvort munnlega ellegar í riti. Annað einkenni þessa sérstaka sögumáls er aug- sýnilegt. Frásagan í tveim fyrstu kapítulum Matteusar guðspjalls snertir Jósef og gjörir grein fyrir því, hvern- ig hann losnaði við freistingar-hugsanir sínar um að segja skilið við Maríu, heitmey sína. Jósef er og aðal- persónan í því sögumáli Matteusar guðspjalls, sú er því ræðr, hvað tekið skuli fyrir. Þar lítið getið hugsana og tilfinninga Maríu. En er vér snúum oss að Lúkasar guðspjalli, verðr oss ljóst, að þar er sagan sögð frá öðru sjónarmiði. „Það guðspjall hefir verið nefnt ‘guðspjall konunnar’, og efnið í fyrstu kapítulum þess er áreiðanlega frá Maríu.“ Sá, sem með gaumgæfni les í Lúkasar guð- spjalli frásöguna fögru með hinu varfœrna orðalagi um atburði þá, er gjörðust við fœðing Krists, sér undir eins, að hún hlýtr upphaflega að hafa komið frá Maríu; liún hefir annaðlivort munnlega sagt það, sem þar stendr, eða þá sjálf fœrt það í letr. „Cfjörvöll frásagan í Matteusar guðspjalli er sett fram frá sjónarmiði Jósefs, en sú í Lúkasar guðspjalli frá sjónarmiði Maríu.“ Ef rúm leyfði, skyldum vér sanna þetta fyllilega með því að henda. lið fyrir lið á sérkenni hvorra tveggja frásagnanna. Orr, til dœmis að taka, kemr með þessi fögru orð, er hann ritar um fyrstu kapítulana í Lúkasar guðspjalli: „1 stuttu máli að segja er sem vér í kapítulum þessum horfum gegnum gler inní hjarta Maríu. Hin hreina sál hennar, var- fœrni liennar og stilling, hin guðinnhlásna gleði hennar, fúsleiki hennar til þess í þolinmœði að fela sig í hendr guðs kvenlegum heiðri sínum til varnar, hin djúpa al- vörugefni hennar og íliugunarsemi — hve sönn þau sér- kenni öll og dásamlega samboðin fœðing hins helga barns.“ Enginn á jörðu annar en María sjálf hefði getað lagt til drættina alla í því listaverki sögunnar í tveim fyrstu kapítulum Lúkasar guðspjalls. Hvernig eignaðist kristin kirkja þá sögur þessar? Sennilega hafa þau Jósef og María fundið til þess, að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.