Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 7
327 á þeim hvíldi ábyrgð, sú er knúði þau til að gjöra skýra grein fyrir fœðingar-undri þessu; og myndi því líklegt, að áðr en þau skildi við hér léti þau skriflega skýrt frá atburðum þessum, til þess allir gæti nákvæmlega um þá vitað. En þau gæti hafa sagt einhverjum frá atburð- unum, þeim er svo fœrði sögumál það í letr einsog hann heyrði það af þeirra munni, og varðveitti það síðan. Þau myndi ekki gjöra það undireins; þau myndi ekki vilja láta almenning hafa það helga dularmál til að lijala um. „Hinsvegar lilutu þau þó bæði, María og Jósef, að átta sig á því, að þau gátu ekki eingöngu farið með sögumál þetta sem þeim einum viðkomanda; — til þess að ekki félli neinn blettr á heiðr Maríu og eins til þess að unnt væri að átta sig á persónu Jesú sjálfs, þurfti það einhverntíma að verða kunnugt, livernig stóð á með fœðing hans, og að heilög ábvrgð lá á þeim báðum, sú er bannaði þeim að láta þekking á atburðum, sem voru svo einstaklegs og yfirnáttúrlegs eðlis, deyja út hér á jörðu með þeim. En þetta gat aðeins orðið með hátíðlegum framburði í einhverri mynd, framburði, sem einhver eða einhverjir tœki við meðan þau enn voru á lífi.“ Meir en sennilegt er, að á þeim tíma, er Lúkas var að safna efni í guðspjallsrit sitt í landinu lielga, hafi María enn verið á lífi; aftr á móti var Jósef, sem sögu- málið þetta sérstaka í Matteusar guðspjalli er frá, þá fyrir löngu dáinn, og hefir það sögumál að líkindum farið gegnum ýmsar hendr áðr en það komst til Matte- usar. Sannsögulegt gildi hvorratveggja frásagnanna birtist skýrt við samanburð á þeim og ‘apokryfisku’ guðspjöllunum (dular-guðspjöllunum), sem hafa á sér svo mörg ýkjutrúar-einkenni, en ekkert slíkt kemr fyrir í frásögum nýja testamentisins. Og í annan stað birtist hið sannsögulega gildi þess, sem stendr í Matteusar guð- spjalli og Lúkasar guðspjalli um fœðing Jesú og annað, er þartil heyrir, í því, hvernig þeim tveimr frásögnum ber saman í aðal-efni þrátt fyrir það, að hvorar um sig eru algjörlega sjálfstœðar. Nú uppá síðkastið er það orðin tízka að ráðast á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.