Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1912, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.01.1912, Qupperneq 16
336 er sjálfr þolinmóðr. Hann var þolinmóðr við hina út- völdu þjóð sína. Hann er líka þolinmóðr við oss. Sí og æ er faðmr hans opinn, þótt mennirnir villist svo langt burt, og isé svo seinir að snúa við. En vér erum óþolin- móð. Þegar ekki gengr vel, þegar fáir eru með, áhug- inn lítill, og starf vort her engan sýnilegan árangr, þá liggr oss títt við að örvænta. „Þolinmœðin þrautir vinnr allar“ ; svo hljóðar gamalt spakmæli. Sigrinn hlýtr að koma, ef vér störfum með undirgefni, dugnaði og þolin- mœði. Já, það er margt, sem vert væri fyrir oss að hiðja urn og óska eftir á þessu nýbyrjaða ári. Oss skortir svo margt til að vera fullkomin eða einsog vér eigum að vera. En í raun réttri geta eiginlega allar óskir vorar falizt í þessarri einu ósk, — og víst er það nú heit ósk mín: Að áskriftin yfir fordyri hjartna vorra á þessu ári og öllum komandi timum sé engin önnur en nafnið helga og dýrmæta, — nafnið Jesús, og allt, sem það táknar fyrir oss. Þá hlýtr nýja árið að verða í sannleika gott og blessað nýtt ár. — Þá hlýtr og starf vort allt liið kristi- lega að verða guði til dýrðar, en mönnunum til bless- unar. í fyrra haust var norska innleidd 1 menntastofnunum þeim í Minneapolis, sem high schools nefnast, og um sama leyti á því byrjaS, aS fá það tungumál viSrkennt sem námsgrein i hinum almennu skólum ríkisins; og hefir hreyfing sú, sem þessu hefir hrrundiS á staS, brei'ðzt út stórum síðan. Á kennaraþingi Minnesota-ríkis nií fyrir skemmstu var frá því skýrt, að í ‘há- skólum’ þeim i þvi ríki, sem tilsögn veita í því tungumáli, sé sú námsgrein frábærlega vinsæl. í fjölda lægri alþýSuskóla —■ common skólanna — er norska kennd, — þannig t. d. í einum tuttugu slíkum ibarnaskólum í Polk County einu. Af þessum tíðindum, sem hér eru höfS eftir áreiðanlegum blööum í Minnesota, ættum vér íslendingar bæði syðra og nyrSra hér í álfu eitthvaö aS geta lært. Líka vér eigum þess kost undir vernd samskonar l'aga viða að hlynna til stórra muna að íslenzku i alþýðuskólunum, ef oss er þaS nokkurt áhugamál. En viðhald íslenzku hér í vestrbyggðum er ekki aðeins fyrir fólk vort þjóð-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.